Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Spurningin í heild var sem hér segir:
Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur? Hita þau undir heitu vatni? Eða er e.t.v. eina leiðin að brjóta annað þeirra?
Við skiljum spurninguna svo að hún eigi við tvö bjórglös sem mjókka niður og annað þeirra sé fast innan í hinu. Þá er reynandi að kæla innra glasið varlega, til dæmis með köldu vatni, og hita ytra glasið, til dæmis með heitu vatni. Innra glasið dregst þá lítillega saman en ytra glasið þenst út. Best mundi vera að taka varlega á glösunum um leið og reyna til dæmis að koma í veg fyrir að innra glasið sígi lengra niður í ytra glasið meðan á þessu stendur og setjist þar jafnfast og áður.

Svipaðar aðferðir má nota til að mynda við málmlok á krukkum. Ef kanturinn á lokinu nær út fyrir glerið má reyna að hita lokið. Það þenst þá út og losnar frekar en ella. Málmar þenjast hlutfallslega miklu meira út við hitun en gler og því er þessi aðferð oft bæði auðveld og árangursrík við málmhluti.

Nánar er fjallað um hitaþenslu efna í svari Viðars Guðmundssonar við spurningunni 'Hvað er hitaþensla efna?'

Mynd: HB

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

22.11.2002

Spyrjandi

Magnea Gunnarsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2002. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2895.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 22. nóvember). Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2895

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2002. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2895>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur?
Spurningin í heild var sem hér segir:

Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur? Hita þau undir heitu vatni? Eða er e.t.v. eina leiðin að brjóta annað þeirra?
Við skiljum spurninguna svo að hún eigi við tvö bjórglös sem mjókka niður og annað þeirra sé fast innan í hinu. Þá er reynandi að kæla innra glasið varlega, til dæmis með köldu vatni, og hita ytra glasið, til dæmis með heitu vatni. Innra glasið dregst þá lítillega saman en ytra glasið þenst út. Best mundi vera að taka varlega á glösunum um leið og reyna til dæmis að koma í veg fyrir að innra glasið sígi lengra niður í ytra glasið meðan á þessu stendur og setjist þar jafnfast og áður.

Svipaðar aðferðir má nota til að mynda við málmlok á krukkum. Ef kanturinn á lokinu nær út fyrir glerið má reyna að hita lokið. Það þenst þá út og losnar frekar en ella. Málmar þenjast hlutfallslega miklu meira út við hitun en gler og því er þessi aðferð oft bæði auðveld og árangursrík við málmhluti.

Nánar er fjallað um hitaþenslu efna í svari Viðars Guðmundssonar við spurningunni 'Hvað er hitaþensla efna?'

Mynd: HB...