Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík

Af hverju er notuð kynlaus æxlun til að búa til plöntu af alaskavíði eða ösp?

Þröstur Eysteinsson

Kynlaus æxlun er fjölgun án blöndunar erfðaefnis. Þeir einstaklingar sem verða til við kynlausa æxlun eiga aðeins eitt foreldri og eru því erfðafræðilega eins og það. Annað nafn yfir einstaklinga sem verða til á þennan hátt er „klónar“.

Kynlaus æxlun er algeng í náttúrunni þó hún sé tiltölulega sjaldgæf meðal hryggdýra. Kynlaus æxlun þekkist meðal hryggleysingja (til dæmis hjá blaðlúsum) og háplantna (blávingull er algeng grastegund á Íslandi sem fjölgar sér kynlaust) og er mjög algeng meðal lágplantna, sveppa og einfrumunga.

Flestar víði- og aspartegundir, sem tilheyra sömu ætt – víðiættinni – fjölga sér yfirleitt með kynæxlun. Hins vegar hefur þessi ætt trjáa og runna sérhæft sig í að vaxa meðfram ám og lækjum þar sem er oft rask, ýmist vatnsrof eða flóð. Ein tegund aðlögunar að þessu raskgjarna búsvæði er að greinar sem kunna að brotna af, eða jafnvel heilir runnar sem rifna upp með rótum og lenda á hliðinni, geta skotið rótum út úr berkinum og þannig fest sig og byrjað að vaxa á ný.

Við notfærum okkur þennan eiginleika þegar við fjölgum flestum víðitegundum og alaskaösp, með því að klippa greinar af þeim trjám og runnum sem við viljum fjölga og stinga í raka mold. Þannig fáum við einstaklinga sem eru erfðafræðilega eins og útlitslega mjög líkir upphaflegu móðurplöntunni. Þessa tegund kynlausrar æxlunar, eða klónunar, köllum við stiklingarækt.

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

25.11.2002

Spyrjandi

Berglind Þorsteinsdóttir,
f. 1986

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Af hverju er notuð kynlaus æxlun til að búa til plöntu af alaskavíði eða ösp?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2002. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2899.

Þröstur Eysteinsson. (2002, 25. nóvember). Af hverju er notuð kynlaus æxlun til að búa til plöntu af alaskavíði eða ösp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2899

Þröstur Eysteinsson. „Af hverju er notuð kynlaus æxlun til að búa til plöntu af alaskavíði eða ösp?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2002. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2899>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er notuð kynlaus æxlun til að búa til plöntu af alaskavíði eða ösp?
Kynlaus æxlun er fjölgun án blöndunar erfðaefnis. Þeir einstaklingar sem verða til við kynlausa æxlun eiga aðeins eitt foreldri og eru því erfðafræðilega eins og það. Annað nafn yfir einstaklinga sem verða til á þennan hátt er „klónar“.

Kynlaus æxlun er algeng í náttúrunni þó hún sé tiltölulega sjaldgæf meðal hryggdýra. Kynlaus æxlun þekkist meðal hryggleysingja (til dæmis hjá blaðlúsum) og háplantna (blávingull er algeng grastegund á Íslandi sem fjölgar sér kynlaust) og er mjög algeng meðal lágplantna, sveppa og einfrumunga.

Flestar víði- og aspartegundir, sem tilheyra sömu ætt – víðiættinni – fjölga sér yfirleitt með kynæxlun. Hins vegar hefur þessi ætt trjáa og runna sérhæft sig í að vaxa meðfram ám og lækjum þar sem er oft rask, ýmist vatnsrof eða flóð. Ein tegund aðlögunar að þessu raskgjarna búsvæði er að greinar sem kunna að brotna af, eða jafnvel heilir runnar sem rifna upp með rótum og lenda á hliðinni, geta skotið rótum út úr berkinum og þannig fest sig og byrjað að vaxa á ný.

Við notfærum okkur þennan eiginleika þegar við fjölgum flestum víðitegundum og alaskaösp, með því að klippa greinar af þeim trjám og runnum sem við viljum fjölga og stinga í raka mold. Þannig fáum við einstaklinga sem eru erfðafræðilega eins og útlitslega mjög líkir upphaflegu móðurplöntunni. Þessa tegund kynlausrar æxlunar, eða klónunar, köllum við stiklingarækt....