Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu kalt er í tómarúmi geimsins og hver er meðalhitinn í geimnum?

Birgir Urbancic Ásgeirsson

Meðalhitastigið í tómarúmi geimsins er um 2,7 kelvín (K) sem jafngildir um -270,5 °C, en minnsta mögulega hitastig er 0 K eða -273,15 °C og það kallast alkul.

Þar sem fjarlægðir milli stjarna og vetrarbrauta í geiminum eru gríðarlegar þá taka stjörnur og reikistjörnur aðeins mjög lítinn hluta af rúmmáli geimsins. Stærstur hluti geimsins er rýmið á milli stjarnanna en þar er mjög lítið efni. Þó er þar ekki algjört tómarúm þar sem þar fyrirfinnast sameindir og frumeindir.

Hitastig er mælikvarði á meðalhreyfiorku sameinda. Það er því erfitt að tala um hitastig á stöðum þar sem næstum engar sameindir eru. Vísindamenn hafa þó komið sér saman um að meðalhitastigið í geimnum er um 2,7 kelvín og stafar það af orkugeislum sem eru um allan geiminn. Þessir geislar kallast örbylgjukliður og orkan leifar af Miklahvelli (e. big bang).

Önnur tengd svör á vísidnavefnum:

Útgáfudagur

20.7.2009

Síðast uppfært

8.8.2019

Spyrjandi

Tryggvi Tryggvasson

Tilvísun

Birgir Urbancic Ásgeirsson. „Hversu kalt er í tómarúmi geimsins og hver er meðalhitinn í geimnum?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2009, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29025.

Birgir Urbancic Ásgeirsson. (2009, 20. júlí). Hversu kalt er í tómarúmi geimsins og hver er meðalhitinn í geimnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29025

Birgir Urbancic Ásgeirsson. „Hversu kalt er í tómarúmi geimsins og hver er meðalhitinn í geimnum?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2009. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29025>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu kalt er í tómarúmi geimsins og hver er meðalhitinn í geimnum?
Meðalhitastigið í tómarúmi geimsins er um 2,7 kelvín (K) sem jafngildir um -270,5 °C, en minnsta mögulega hitastig er 0 K eða -273,15 °C og það kallast alkul.

Þar sem fjarlægðir milli stjarna og vetrarbrauta í geiminum eru gríðarlegar þá taka stjörnur og reikistjörnur aðeins mjög lítinn hluta af rúmmáli geimsins. Stærstur hluti geimsins er rýmið á milli stjarnanna en þar er mjög lítið efni. Þó er þar ekki algjört tómarúm þar sem þar fyrirfinnast sameindir og frumeindir.

Hitastig er mælikvarði á meðalhreyfiorku sameinda. Það er því erfitt að tala um hitastig á stöðum þar sem næstum engar sameindir eru. Vísindamenn hafa þó komið sér saman um að meðalhitastigið í geimnum er um 2,7 kelvín og stafar það af orkugeislum sem eru um allan geiminn. Þessir geislar kallast örbylgjukliður og orkan leifar af Miklahvelli (e. big bang).

Önnur tengd svör á vísidnavefnum:...