Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru ógöngurök?

Erlendur Jónsson

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað eru ógöngurökin í heimspeki, sbr Menón?
Íslenska orðið ógöngurök er notað sem þýðing á forn-gríska orðinu dilemma, sem merkir bókstaflega tví-setning, það er setning sett saman úr tveimur setningum, sem gefa tvo kosti til kynna. Stundum er tvíkostur notað um sama hugtak. Í hefðbundinni rökfræði eru ógöngurök tegund röksemdafærslu, sem hefur ákveðið form. Dæmi um þetta form eru:

  1. Ef A er B, þá er E F, og ef C er D, þá er E F. Nú er A B, eða C er D. Þess vegna hlýtur E að vera F.

    Til dæmis: Ef Jón er góður kokkur, þá eiga þau hjónin Jón og Fjóla flotta eldavél, og ef Fjóla konan hans er góður kokkur, þá eiga þau hjónin flotta eldavél. Nú er annað þeirra hjóna góður kokkur (þ.e. Jón er góður kokkur eða Fjóla er góður kokkur). Því hljóta þau að eiga glæsilega eldavél.
  2. Ef A er B, þá er C D, og ef A er B, þá er E F. Nú er C ekki D eða E er ekki F. Því er A ekki B.

    Til dæmis: Ef Kárahnjúkavirkjun er þjóðhagslega æskileg, þá eru umhverfisspjöll á hálendinu réttlætanleg, og ef Kárahnjúkavirkjun er þjóðhagslega æskileg, þá eru fleiri virkjanir á hálendinu æskilegar. Nú eru umhverfisspjöll á hálendinu ekki réttlætanleg, eða fleiri virkjanir á hálendinu eru ekki æskilegar. Þess vegna er Kárahnjúkavirkjun ekki þjóðhagslega æskileg.

Utan rökfræði er líka stundum talað um tvíkost eða klemmu, þegar maður á um tvo eða fleiri kosti að velja, en allir eru óálitlegir. Þannig er talað um þríkost, fjórkost og svo framvegis, eða jafnvel um fjölkost (polylemma).

Meðal forn-grískra spekinga voru það helst mælskufræðingar og sófistar, sem rannsökuðu slíkar röksemdafærslur og þverstæður sem þeim tengjast, til dæmis lygarann.

Í samræðunni Menon eftir Platon (427-347 f. Kr.) leitar Sókrates svars við spurningunni um hvað dyggð sé, og hvort og þá hvernig unnt sé að kenna hana. En umræðurnar leiða til ákveðins vanda: annars vegar virðist aðeins hægt að fræðast um eða læra það sem maður þekkir ekki áður, en á hinn bóginn virðist ókleift að fræðast um eitthvað sem maður hefur enga hugmynd um, hefur enga þekkingu á (hvernig vissi maður annars hvers ætti að leita?). Hér er því um að ræða dæmigerð ógöngurök, en svar Platons við þessari klemmu er hin fræga kenning hans um endurminningu (anamnesis).

Höfundur

prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

25.11.2002

Spyrjandi

Daníel Frímannsson

Tilvísun

Erlendur Jónsson. „Hvað eru ógöngurök?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2002, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2903.

Erlendur Jónsson. (2002, 25. nóvember). Hvað eru ógöngurök? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2903

Erlendur Jónsson. „Hvað eru ógöngurök?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2002. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2903>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru ógöngurök?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað eru ógöngurökin í heimspeki, sbr Menón?
Íslenska orðið ógöngurök er notað sem þýðing á forn-gríska orðinu dilemma, sem merkir bókstaflega tví-setning, það er setning sett saman úr tveimur setningum, sem gefa tvo kosti til kynna. Stundum er tvíkostur notað um sama hugtak. Í hefðbundinni rökfræði eru ógöngurök tegund röksemdafærslu, sem hefur ákveðið form. Dæmi um þetta form eru:

  1. Ef A er B, þá er E F, og ef C er D, þá er E F. Nú er A B, eða C er D. Þess vegna hlýtur E að vera F.

    Til dæmis: Ef Jón er góður kokkur, þá eiga þau hjónin Jón og Fjóla flotta eldavél, og ef Fjóla konan hans er góður kokkur, þá eiga þau hjónin flotta eldavél. Nú er annað þeirra hjóna góður kokkur (þ.e. Jón er góður kokkur eða Fjóla er góður kokkur). Því hljóta þau að eiga glæsilega eldavél.
  2. Ef A er B, þá er C D, og ef A er B, þá er E F. Nú er C ekki D eða E er ekki F. Því er A ekki B.

    Til dæmis: Ef Kárahnjúkavirkjun er þjóðhagslega æskileg, þá eru umhverfisspjöll á hálendinu réttlætanleg, og ef Kárahnjúkavirkjun er þjóðhagslega æskileg, þá eru fleiri virkjanir á hálendinu æskilegar. Nú eru umhverfisspjöll á hálendinu ekki réttlætanleg, eða fleiri virkjanir á hálendinu eru ekki æskilegar. Þess vegna er Kárahnjúkavirkjun ekki þjóðhagslega æskileg.

Utan rökfræði er líka stundum talað um tvíkost eða klemmu, þegar maður á um tvo eða fleiri kosti að velja, en allir eru óálitlegir. Þannig er talað um þríkost, fjórkost og svo framvegis, eða jafnvel um fjölkost (polylemma).

Meðal forn-grískra spekinga voru það helst mælskufræðingar og sófistar, sem rannsökuðu slíkar röksemdafærslur og þverstæður sem þeim tengjast, til dæmis lygarann.

Í samræðunni Menon eftir Platon (427-347 f. Kr.) leitar Sókrates svars við spurningunni um hvað dyggð sé, og hvort og þá hvernig unnt sé að kenna hana. En umræðurnar leiða til ákveðins vanda: annars vegar virðist aðeins hægt að fræðast um eða læra það sem maður þekkir ekki áður, en á hinn bóginn virðist ókleift að fræðast um eitthvað sem maður hefur enga hugmynd um, hefur enga þekkingu á (hvernig vissi maður annars hvers ætti að leita?). Hér er því um að ræða dæmigerð ógöngurök, en svar Platons við þessari klemmu er hin fræga kenning hans um endurminningu (anamnesis).

...