Talið er að „The Yellow Kid” eftir Richard Felton Outcault sé fyrsta teiknimyndasagan sem gefin var út í dagblaði. Hún birtist fyrst þann 16. febrúar 1896, í Hearst New York American. Í mars 1897 var þessum teiknimyndum safnað saman í Hearst's Sunday Journal og seldar á 5 sent stykkið.
Fyrsta teiknimyndabókin sem gefin var út nálægt því formi sem við þekkjum í dag, var Funnies on Parade. Hún var gefin út árið 1933 af Harry L. Wildenberg og Max C. Gaines, starfsmönnum Eastern Color Printing Company í New York. Félagarnir söfnuðu saman 32 blaðsíðum af efni úr dagblöðum og settu í eina bók. Þeir gáfu út 10.000 kynningareintök til þess að prófa vöruna, og varð árangurinn slíkur að Gaines gerði fleiri bækur og seldi í yfir 100.000 eintökum, mest til fyrirtækja sem notuðu þær í auglýsingaskyni.
Heimildir og mynd:- The Comic Page
- Um teiknimyndasögur á Vísindavefnum
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.