Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Fyrst skal nefna að enginn ætti að reykja, óháð því hvort viðkomandi hefur sykursýki eða ekki. En reykingar eru sérlega áhættusamar þegar um sykursjúka er að ræða.
Níu af hverjum tíu einstaklingum með sykursýki hafa sykursýki af tegund 2 sem einkennist af hækkun á blóðsykri. Orðtakið „sjaldan er ein báran stök“ á vel við um þennan sjúkdóm því yfirleitt fylgir einnig háþrýstingur, blóðfituröskun, offita, röskun á storkukerfi og fleira. Þetta teljast allt sterkir áhættuþættir fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, þar með talið heilablóðfall. Í samanburði við heilbrigða einstaklinga eykur sykursýki því áhættuna á æðasjúkdómum og dauða vegna þeirra 2-10 falt, eftir því hvaða undirflokk æðasjúkdóma um er að ræða.
Þegar saman fara fleiri en einn áhættuþáttur æðasjúkdóma eru heildaráhrifin oftast meiri en samanlögð áhrif einstakra þátta þar sem hver þáttur magnar aðra upp. Heildarniðurstaðan er því margföldun áhættu og því er sérstaklega mikilvægt fyrir sykursjúka að reykja ekki þar sem reykingar auka verulega áhættuna á hjarta- og æðasjúkdómum.
Reyndar þarf einnig að taka á öðrum áhættuþáttum og margir sykursjúkir þurfa því ekki aðeins lyf sem lækkar blóðsykur, heldur einnig blóðfitulækkandi lyf, lyf sem grípa inn í storkukerfið eins og magnyl, svo og blóðþrýstingslækkandi lyf.
Rafn Benediktsson. „Af hverju er hættulegra fyrir sykursjúka að reykja en annað fólk?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2002, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2910.
Rafn Benediktsson. (2002, 27. nóvember). Af hverju er hættulegra fyrir sykursjúka að reykja en annað fólk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2910
Rafn Benediktsson. „Af hverju er hættulegra fyrir sykursjúka að reykja en annað fólk?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2002. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2910>.