Hamstrar eru algeng gæludýr um allan heim. Þeir geta lifað í allt að 12 ár en oftast drepast þeir 5-7 ára. Algengustu sjúkdómar hamstra eru augnsýkingar, maurar og lýs, kvef og lungnasýkingar. Hamstrar éta nýtt gras, hey, hrátt grænmeti og ávexti (athugið að dýrin hér á Vísindavefnum borða ekki, það eru bara menn sem borða!). Melónur og sellerí þykja hömstrum góðir aukabitar. Auk þess þurfa þeir korn á hverjum degi. Þeir þurfa að hafa fóður allan sólarhringinn og alltaf skal haft ferskt vatn hjá þeim. Til eru margar tegundir af hömstrum, en algengustu tegundirnar eru dverghamstrar og gullhamstrar.
Hamstrar lifa villtir í Evrópu og Asíu, við ár á þar sem þeir grafa sér göng. Hamstrar sofa á daginn en hreyfa sig á nóttunni og þarf að taka tillit til þess þegar þeim er valinn staður á heimili. Best er að búrin séu sem stærst.
Heimildir og mynd:- Íslensk alfræðiorðabók, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990
- Critter Collection
- Dýralæknastofa Dagfinns
- Á Vísindavefnum: Svar Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni?
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.