Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hver er nýjasta reikistjarnan sem vísindamenn hafa fundið?

Sævar Helgi Bragason

Nú á dögum eru framfarir í stjörnufræði gríðarlega hraðar og varla líður dagur án þess að menn uppgötvi eitthvað nýtt. Sífellt berast fréttir um uppgötvanir á reikistjörnum umhverfis fjarlægar stjörnur, þannig að hætt er við að þetta svar verði fljótlega úrelt. Nýlegar uppgötvanir eru áhugaverðar að því leyti að við virðumst vera nærri því að finna reikistjörnur í sólkerfum sem svipa til okkar eigin.

Stjörnufræðingar í Ástralíu fundu nýlega reikistjörnu á braut um stjörnuna Tau 1 Gruis. Tau 1 Gruis sést á suðurhveli jarðar í stjörnumerkinu Hegranum og er í 100 ljósára fjarlægð. Reikistjarnan sem fannst er talin vera 1,2 sinnum massameiri en Júpíter og er í um 2,5 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sól sinni. Í okkar sólkerfi væri þessi reikistjarna staðsett í miðju smástirnabeltisins, milli Mars og Júpíters.

Vitað er að reikistjarna er á braut um Gamma Cephei, en lítið er vitað um hana annað en að brautarhraði hennar er 2,5 ár. Það sem er kannski áhugaverðast við þessa plánetu er stjörnukerfið sem hún er í. Gamma Cephei er nefnilega tvístirnakerfi, þar sem stjörnurnar tvær liggja um það bil jafn þétt saman og sólin okkar og plánetan Úranus. Á meðan þessar stjörnur sveima umhverfis hvor aðra, telja menn sig hafa fundið reikistjörnu á braut um stærri stjörnuna. Plánetan fannst eftir greiningu á áralöngum rannsóknum á Gamma Cephei kerfinu, sem er í 45 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Sefeusi.Á braut um Fomalhaut er reikistjarna og liggur braut hennar í kaldri rykskífunni sem umlykur stjörnuna. Fomalhaut er 17. bjartasta stjarna næturhiminsins og er í um 25 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Suðurfiskunum. Stjarnan er ung, umvafin ryki sem eru leifar eftir myndun hennar og innan þessarar rykskífu telja menn sig hafa fundið nýja reikistjörnu. Á myndum sést að rykskífan er bogin umhverfis stjörnuna sem þykir benda sterklega til þess að um stóra plánetu sé að ræða sem mótar rykskífuna. Stjarneðlisfræðingar telja að plánetan sé á stærð við Satúrnus.

Þegar þetta er skrifað hafa fundist um 100 reikistjörnur í öðrum sólkerfum. Þær hafa aðeins fundist með mælingum en enn á eftir að ljósmynda þær. Það eru mjög spennandi tímar framundan því við erum rétt að byrja að finna nýjar reikistjörnur og þá vakna hin sígilda spurning: Er líf að finna á einhverjum þessara reikistjarna?

Heimildir:

Mynd: space.com

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

28.11.2002

Spyrjandi

Sturla Sturluson, f. 1990

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hver er nýjasta reikistjarnan sem vísindamenn hafa fundið?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2002. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2918.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 28. nóvember). Hver er nýjasta reikistjarnan sem vísindamenn hafa fundið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2918

Sævar Helgi Bragason. „Hver er nýjasta reikistjarnan sem vísindamenn hafa fundið?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2002. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2918>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er nýjasta reikistjarnan sem vísindamenn hafa fundið?
Nú á dögum eru framfarir í stjörnufræði gríðarlega hraðar og varla líður dagur án þess að menn uppgötvi eitthvað nýtt. Sífellt berast fréttir um uppgötvanir á reikistjörnum umhverfis fjarlægar stjörnur, þannig að hætt er við að þetta svar verði fljótlega úrelt. Nýlegar uppgötvanir eru áhugaverðar að því leyti að við virðumst vera nærri því að finna reikistjörnur í sólkerfum sem svipa til okkar eigin.

Stjörnufræðingar í Ástralíu fundu nýlega reikistjörnu á braut um stjörnuna Tau 1 Gruis. Tau 1 Gruis sést á suðurhveli jarðar í stjörnumerkinu Hegranum og er í 100 ljósára fjarlægð. Reikistjarnan sem fannst er talin vera 1,2 sinnum massameiri en Júpíter og er í um 2,5 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sól sinni. Í okkar sólkerfi væri þessi reikistjarna staðsett í miðju smástirnabeltisins, milli Mars og Júpíters.

Vitað er að reikistjarna er á braut um Gamma Cephei, en lítið er vitað um hana annað en að brautarhraði hennar er 2,5 ár. Það sem er kannski áhugaverðast við þessa plánetu er stjörnukerfið sem hún er í. Gamma Cephei er nefnilega tvístirnakerfi, þar sem stjörnurnar tvær liggja um það bil jafn þétt saman og sólin okkar og plánetan Úranus. Á meðan þessar stjörnur sveima umhverfis hvor aðra, telja menn sig hafa fundið reikistjörnu á braut um stærri stjörnuna. Plánetan fannst eftir greiningu á áralöngum rannsóknum á Gamma Cephei kerfinu, sem er í 45 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Sefeusi.Á braut um Fomalhaut er reikistjarna og liggur braut hennar í kaldri rykskífunni sem umlykur stjörnuna. Fomalhaut er 17. bjartasta stjarna næturhiminsins og er í um 25 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Suðurfiskunum. Stjarnan er ung, umvafin ryki sem eru leifar eftir myndun hennar og innan þessarar rykskífu telja menn sig hafa fundið nýja reikistjörnu. Á myndum sést að rykskífan er bogin umhverfis stjörnuna sem þykir benda sterklega til þess að um stóra plánetu sé að ræða sem mótar rykskífuna. Stjarneðlisfræðingar telja að plánetan sé á stærð við Satúrnus.

Þegar þetta er skrifað hafa fundist um 100 reikistjörnur í öðrum sólkerfum. Þær hafa aðeins fundist með mælingum en enn á eftir að ljósmynda þær. Það eru mjög spennandi tímar framundan því við erum rétt að byrja að finna nýjar reikistjörnur og þá vakna hin sígilda spurning: Er líf að finna á einhverjum þessara reikistjarna?

Heimildir:

Mynd: space.com...