
Í ragnarökum losnar Fenrisúlfur úr fjötrum og „fer með gapanda munn og er hinn efri kjaftur við himni en hinn neðri við jörðu“ (Gylfaginning).
Að nokkrum hluta má líta á þær sögur af guðum og mönnum sem sagðar eru í kvæðunum í Konungsbók sem útfærslu á þeirri hugmynd að eftirsókn eftir gulli og völdum hafi ógurlegar afleiðingar. „Bræður munu berjast og að bönum verða, munu systrungar sifjum spilla, hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma“, hvort sem er í goðheimi eða mannheimi.Eftir ragnarök rís jörðin upp í annað sinn, betri en fyrr. Í Völuspá segir að þá muni ósánir akrar vaxa og böl mun batna. Æsir koma aftur saman eftir ragnarök og finna gulltöflur í grasi sem þeir höfðu átt. Ný kynslóð manna vex upp á ný af þeim Líf og Leifþrasi sem lifa ragnarök af. Eins kemur dóttir sólarinnar í stað móður sinnar. Heimildir: Mynd:
- Mynd: Úr Löngu-Eddu, AM 738 4to, bl. 43v, pappírshandriti frá s.hl. 17. aldar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.