Drekaflugur (einnig kallaðar slenjur) nefnast öll skordýr af undirættbálki vogvængja (Anisoptera). Alls eru þekktar um 2.500 tegundir af drekaflugum.
Helstu einkenni þessara flugna eru áberandi langur bolur, stór augu og útstæðir vængir, einnig í hvíldarstöðu. Augun þekja mestan part höfuðsins og er sjónskyn flugnanna gríðalega vítt eða allt að 360°. Til eru mjög mörg litaafbrigði af drekaflugum, litir vængjanna geta verið allt frá málmkenndum til pastellitar og skrokkurinn getur ýmist verið grænn, svartur, rauður eða brúnn. Oft er búkurinn með fallegum mynstrum eins hjá tegundinni Hemianax papuensis (sjá mynd).
Drekaflugur eru stórar miðað við aðra hópa flugna. Stærsta tegundin hefur 16 cm vænghaf og sú minnsta 20 mm, en jafnvel það er töluvert miðað við aðrar flugur. Drekaflugur eru ránskordýr og veiða önnur skordýr á flugi. Þær eru einstaklega fimar á flugi og fljúga hraðast allra skordýra. Drekafluga sem lifir í Ástralíu hefur mælst á rúmlega 57 km/klst hraða. Þess má geta að húsflugur ná vart meiri hraða en 10 km/klst.
Lirfur drekaflugurnar lifa í vatni og eru einnig skæð rándýr. Þær lifa á ýmsum smáum dýrum sem lifa í vatninu, svo sem öðrum skordýralirfum.
Margir þættir eru breytilegir í vistfræði drekaflugna, svo sem varphættir þeirra. Sumar tegundir drekaflugna verpa eggjum inn í plöntur, aðrar í jarðveg og sumar verpa beint í vatn. Lirfurnar lifa í vatninu og nota tálkn til að ná í súrefni. Þær ganga í gegnum nokkur hamskipti og áður en það síðasta gengur í garð, skríða þær upp á yfirborðið til að hafa hamskipti og fljúga upp í fyrsta sinn á ævi sinni.
Margar „þjóðsögur“ eru til um drekaflugur. Ein tegund sem nefnist á íslensku „stoppunál djöfulsins“ (e. devil´s darning needle), er sögð sauma fyrir augu, eyru eða munn sofandi barna, sérstaklega þegar þau hafa verið óþekk! Reyndin er hins vegar sú að drekaflugur eru sauðmeinlausar öllum mönnum og þær vinna reyndar töluvert gagn þar sem þær éta mikið af moskítóflugum.
Drekaflugur líkjast mjög elstu skordýrunum í þróunarsögunni. Í steingervingalögum má sjá drekaflugur alveg eins útlítandi og þær sem eru á ferli í dag. Telja vísindamenn að þessi hópur skordýra hafi komið fram fyrir tæpum 300 milljónum ára. Margar forsögulegar tegundir drekaflugna voru miklu stærri en þær sem við þekkjum nú. Til dæmis voru drekaflugur af ættkvíslinni Meganura með um 75 cm vænghaf!
Mynd:
Drekaflugur (einnig kallaðar slenjur) nefnast öll skordýr af undirættbálki vogvængja (Anisoptera). Alls eru þekktar um 2.500 tegundir af drekaflugum.
Helstu einkenni þessara flugna eru áberandi langur bolur, stór augu og útstæðir vængir, einnig í hvíldarstöðu. Augun þekja mestan part höfuðsins og er sjónskyn flugnanna gríðalega vítt eða allt að 360°. Til eru mjög mörg litaafbrigði af drekaflugum, litir vængjanna geta verið allt frá málmkenndum til pastellitar og skrokkurinn getur ýmist verið grænn, svartur, rauður eða brúnn. Oft er búkurinn með fallegum mynstrum eins hjá tegundinni Hemianax papuensis (sjá mynd).
Drekaflugur eru stórar miðað við aðra hópa flugna. Stærsta tegundin hefur 16 cm vænghaf og sú minnsta 20 mm, en jafnvel það er töluvert miðað við aðrar flugur. Drekaflugur eru ránskordýr og veiða önnur skordýr á flugi. Þær eru einstaklega fimar á flugi og fljúga hraðast allra skordýra. Drekafluga sem lifir í Ástralíu hefur mælst á rúmlega 57 km/klst hraða. Þess má geta að húsflugur ná vart meiri hraða en 10 km/klst.
Lirfur drekaflugurnar lifa í vatni og eru einnig skæð rándýr. Þær lifa á ýmsum smáum dýrum sem lifa í vatninu, svo sem öðrum skordýralirfum.
Margir þættir eru breytilegir í vistfræði drekaflugna, svo sem varphættir þeirra. Sumar tegundir drekaflugna verpa eggjum inn í plöntur, aðrar í jarðveg og sumar verpa beint í vatn. Lirfurnar lifa í vatninu og nota tálkn til að ná í súrefni. Þær ganga í gegnum nokkur hamskipti og áður en það síðasta gengur í garð, skríða þær upp á yfirborðið til að hafa hamskipti og fljúga upp í fyrsta sinn á ævi sinni.
Margar „þjóðsögur“ eru til um drekaflugur. Ein tegund sem nefnist á íslensku „stoppunál djöfulsins“ (e. devil´s darning needle), er sögð sauma fyrir augu, eyru eða munn sofandi barna, sérstaklega þegar þau hafa verið óþekk! Reyndin er hins vegar sú að drekaflugur eru sauðmeinlausar öllum mönnum og þær vinna reyndar töluvert gagn þar sem þær éta mikið af moskítóflugum.
Drekaflugur líkjast mjög elstu skordýrunum í þróunarsögunni. Í steingervingalögum má sjá drekaflugur alveg eins útlítandi og þær sem eru á ferli í dag. Telja vísindamenn að þessi hópur skordýra hafi komið fram fyrir tæpum 300 milljónum ára. Margar forsögulegar tegundir drekaflugna voru miklu stærri en þær sem við þekkjum nú. Til dæmis voru drekaflugur af ættkvíslinni Meganura með um 75 cm vænghaf!
Mynd: