
Sú fyrri hljómar á þá leið að árið 1964 hafi Sherman Poppen, frá Michigan, búið til leikfang fyrir dóttur sína, svonefndan ‘snurfer’. Stúlkan fór út með snurferinn að leika sér, og fljótlega vildu öll börnin í hverfinu fá sinn eigin snurfer. Á næstu 10 árum voru svo milljón snurferar seldir út um allan heim. Hin sagan segir að strákur, að nafni Tom Sims, hafi fundið upp snjóbretti eða skíðabretti, eins og hann nefndi það, árið 1963. Það var búið til úr krossviði og varð til sem íþróttaverkefni í skólanum hjá honum í 8. bekk. Hvort önnur hvor sagan sé hin rétta upprunasaga snjóbrettsins er ekki á tæru, en í sameiningu áttu þessar uppfinningar eftir að breyta ímynd vetraríþrótta um alla tíð. Heimildir og mynd:
- Snjóbretti, mynd og saga
- Snjóbretti, saga og þróun
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.