Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur maður einhvern tímann orðið fullmenntaður?

Atli Harðarson

Það er ekki hægt að gefa eitt ákveðið svar við þessari spurningu því orðið fullmenntaður er hægt að skilja á fleiri en einn veg. Hér eru þrjú af mörgum mögulegum svörum við spurningunni.

1. Fullmenntaður getur merkt að maður hafi næga menntun í einhverju fagi eða námsgrein til að hann geti gengist undir lokapróf, útskrifast, hlotið starfsréttindi, prófgráðu eða titil af einhverju tagi. Ef orðið er skilið svona er svarið við spurningunni "já".



Verða þessir áhugasömu nemendur einhvern tíma fullmenntaðir?

2. Ef menntun merkir lærdóm af því tagi sem miðlað er í skólum þá má skilja orðið fullmenntaður svo að maður sé fullmenntaður í einhverri grein þegar hann hefur lært hana til hlítar, þannig að ekki sé hægt að læra meira í henni. Nær allar greinar lista, tækni, vísinda og fræða eru umfangsmeiri en svo að einn maður geti numið þær til hlítar. Þekking á flestum sviðum þróast líka og vex svo jafnvel þótt einhver kynni skil á allri speki sem nú er til á einhverju sviði væri hann ekki endilega fullnuma í þeim skilningi að hann gæti ekki bætt við þekkingu sína. Hann gæti gert það með því að afla sjálfur nýrrar þekkingar eða fylgjast með nýjum hugmyndum annarra sérfræðinga í greininni.

3. Orðið menntun er ekki aðeins notað um lærdóm á tilteknum sviðum eða nám í einhverjum námsgreinum, heldur líka um ýmsa mannkosti eins og smekkvísi, hagleik, víðsýni, yfirsýn yfir margar fræðigreinar og ratvísi um heim vísinda, tækni, félagsmála og menningar. Það er afar ólíklegt að nokkur maður nái fullkomnun í öllu þessu og verði "fullmenntaður" í þeim skilningi að hann geti ekki þroskað þessa mannkosti enn meir. Mér þykir ólíklegt að menn viðhaldi þeim kostum sem hér voru nefndir öðru vísi en með sífelldu námi og stöðugri leit. Ég held því að það vanti eitthvað á að sá maður sé fullmenntaður sem telur sig vera það og er af þeim sökum hættur að reyna að auka vit sitt og þroska.

Mynd: Vanderbilt University. Sótt 30. 10. 2008.

Höfundur

heimspekingur og kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands

Útgáfudagur

2.12.2002

Spyrjandi

Þórdís Katla

Tilvísun

Atli Harðarson. „Getur maður einhvern tímann orðið fullmenntaður?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2002, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2928.

Atli Harðarson. (2002, 2. desember). Getur maður einhvern tímann orðið fullmenntaður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2928

Atli Harðarson. „Getur maður einhvern tímann orðið fullmenntaður?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2002. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2928>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur maður einhvern tímann orðið fullmenntaður?
Það er ekki hægt að gefa eitt ákveðið svar við þessari spurningu því orðið fullmenntaður er hægt að skilja á fleiri en einn veg. Hér eru þrjú af mörgum mögulegum svörum við spurningunni.

1. Fullmenntaður getur merkt að maður hafi næga menntun í einhverju fagi eða námsgrein til að hann geti gengist undir lokapróf, útskrifast, hlotið starfsréttindi, prófgráðu eða titil af einhverju tagi. Ef orðið er skilið svona er svarið við spurningunni "já".



Verða þessir áhugasömu nemendur einhvern tíma fullmenntaðir?

2. Ef menntun merkir lærdóm af því tagi sem miðlað er í skólum þá má skilja orðið fullmenntaður svo að maður sé fullmenntaður í einhverri grein þegar hann hefur lært hana til hlítar, þannig að ekki sé hægt að læra meira í henni. Nær allar greinar lista, tækni, vísinda og fræða eru umfangsmeiri en svo að einn maður geti numið þær til hlítar. Þekking á flestum sviðum þróast líka og vex svo jafnvel þótt einhver kynni skil á allri speki sem nú er til á einhverju sviði væri hann ekki endilega fullnuma í þeim skilningi að hann gæti ekki bætt við þekkingu sína. Hann gæti gert það með því að afla sjálfur nýrrar þekkingar eða fylgjast með nýjum hugmyndum annarra sérfræðinga í greininni.

3. Orðið menntun er ekki aðeins notað um lærdóm á tilteknum sviðum eða nám í einhverjum námsgreinum, heldur líka um ýmsa mannkosti eins og smekkvísi, hagleik, víðsýni, yfirsýn yfir margar fræðigreinar og ratvísi um heim vísinda, tækni, félagsmála og menningar. Það er afar ólíklegt að nokkur maður nái fullkomnun í öllu þessu og verði "fullmenntaður" í þeim skilningi að hann geti ekki þroskað þessa mannkosti enn meir. Mér þykir ólíklegt að menn viðhaldi þeim kostum sem hér voru nefndir öðru vísi en með sífelldu námi og stöðugri leit. Ég held því að það vanti eitthvað á að sá maður sé fullmenntaður sem telur sig vera það og er af þeim sökum hættur að reyna að auka vit sitt og þroska.

Mynd: Vanderbilt University. Sótt 30. 10. 2008....