Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hugmynd?

Erlendur JónssonÍslenska orðið hugmynd er yfirleitt notað sem þýðing á erlendum orðum sem rekja uppruna sinn til gríska orðsins idea (enska idea, þýska Idee, franska idée). Upphaflega merkti þetta orð hina sýnilegu hlið hlutar eða persónu, og síðar einnig eiginleika hlutar eða tegund hans. Samkvæmt orðsifjafræðinni er orðið komið af stofninum id eða wid-, eins og latneska sögnin video (=ég sé), sem aftur tengist íslensku sögninni að vita.

Hina heimspekilegu merkingu sína fær orðið gríska spekingnum Demókrítosi sem var uppi á 4. öld f. Kr. Hann notar það um frumeindir heimsins, þær eindir sem greinast hver frá annarri aðeins hvað varðar lögun, skipulag og staðsetningu, og allt er sett saman úr. Innan heimspeki varð orðið frægast í meðförum Platons, sem notar það sem tækniheiti um hið almenna, eilífa og óbreytanlega sem aðeins skynsemin getur skynjað en allir hlutir líkja eftir, og hefur verið þýtt sem frummynd á íslensku. Dæmi um frummyndir eru hið góða, hestur, rauður.

Lengi var deilt um eðli hins almenna: Aristóteles (384-322 f. Kr.) taldi það ekki hafa sjálfstæða tilvist eins og lærifaðir hans Platon (427-347 f. Kr.) gerði, heldur taldi hann það búa í hlutunum sjálfum, vera „eðli” þeirra, og á miðöldum töldu svokallaðir nafnhyggjumenn (nominalistar) að hið eina almenna væru nöfnin, það eina sem sameini alla hesta sé að við notum orðið hestur um þá.

Á nýöld var, einkum fyrir tilstilli Descartes (1596-1650), farið að kalla það ídeu, sem hugurinn kallar fram er hann flokkar hluti, til dæmis er „ídean” um hest einhvers konar „mynd” sem við köllum fram í huganum þegar við hugsum um hest. Þar með hefur „ídean” færst úr hinum ytri, sjálfstæða heimi Platons yfir í hinn huglæga huga mannsins. Það var þó mjög óljóst hvers konar „mynd” var um að ræða, hún virðist hafa verið einhvers konar sambland annars vegar af því sem við köllum nú hugtak og hins vegar mynd sem við getum myndað í huganum. Um þetta síðarnefnda getum við tekið sem dæmi mann sem er að horfa á hlut og lokar síðan augunum eða hluturinn hverfur, þá verður eftir mynd í huganum. Réttara væri að kalla slíka mynd hugarmynd en hugmynd, þar sem síðara orðið er yfirleitt notað sem þýðing á ídea.

Hugtakið hugmynd varð eftir daga Descartes lengi eitt mikilvægasta hugtak heimspekinnar, og raunhyggja bresku raunspekinganna var til dæmis að verulegu leyti leitin að uppruna hugmynda, þar sem öll hugsun og andlegt líf var talið felast í einhvers konar meðhöndlun hugmynda. Á 20. öld varð hugtakið merking arftaki ídeunnar, og athygli heimspekinga beindist í æ ríkari mæli að málinu og merkingu þess.

Hér má finna myndir af heimspekingunum Descartes, Platóni, Aristótelesi og Demókrítosi

Höfundur

prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

3.12.2002

Spyrjandi

Oddur Kjartansson

Tilvísun

Erlendur Jónsson. „Hvað er hugmynd?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2002, sótt 13. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2932.

Erlendur Jónsson. (2002, 3. desember). Hvað er hugmynd? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2932

Erlendur Jónsson. „Hvað er hugmynd?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2002. Vefsíða. 13. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2932>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hugmynd?


Íslenska orðið hugmynd er yfirleitt notað sem þýðing á erlendum orðum sem rekja uppruna sinn til gríska orðsins idea (enska idea, þýska Idee, franska idée). Upphaflega merkti þetta orð hina sýnilegu hlið hlutar eða persónu, og síðar einnig eiginleika hlutar eða tegund hans. Samkvæmt orðsifjafræðinni er orðið komið af stofninum id eða wid-, eins og latneska sögnin video (=ég sé), sem aftur tengist íslensku sögninni að vita.

Hina heimspekilegu merkingu sína fær orðið gríska spekingnum Demókrítosi sem var uppi á 4. öld f. Kr. Hann notar það um frumeindir heimsins, þær eindir sem greinast hver frá annarri aðeins hvað varðar lögun, skipulag og staðsetningu, og allt er sett saman úr. Innan heimspeki varð orðið frægast í meðförum Platons, sem notar það sem tækniheiti um hið almenna, eilífa og óbreytanlega sem aðeins skynsemin getur skynjað en allir hlutir líkja eftir, og hefur verið þýtt sem frummynd á íslensku. Dæmi um frummyndir eru hið góða, hestur, rauður.

Lengi var deilt um eðli hins almenna: Aristóteles (384-322 f. Kr.) taldi það ekki hafa sjálfstæða tilvist eins og lærifaðir hans Platon (427-347 f. Kr.) gerði, heldur taldi hann það búa í hlutunum sjálfum, vera „eðli” þeirra, og á miðöldum töldu svokallaðir nafnhyggjumenn (nominalistar) að hið eina almenna væru nöfnin, það eina sem sameini alla hesta sé að við notum orðið hestur um þá.

Á nýöld var, einkum fyrir tilstilli Descartes (1596-1650), farið að kalla það ídeu, sem hugurinn kallar fram er hann flokkar hluti, til dæmis er „ídean” um hest einhvers konar „mynd” sem við köllum fram í huganum þegar við hugsum um hest. Þar með hefur „ídean” færst úr hinum ytri, sjálfstæða heimi Platons yfir í hinn huglæga huga mannsins. Það var þó mjög óljóst hvers konar „mynd” var um að ræða, hún virðist hafa verið einhvers konar sambland annars vegar af því sem við köllum nú hugtak og hins vegar mynd sem við getum myndað í huganum. Um þetta síðarnefnda getum við tekið sem dæmi mann sem er að horfa á hlut og lokar síðan augunum eða hluturinn hverfur, þá verður eftir mynd í huganum. Réttara væri að kalla slíka mynd hugarmynd en hugmynd, þar sem síðara orðið er yfirleitt notað sem þýðing á ídea.

Hugtakið hugmynd varð eftir daga Descartes lengi eitt mikilvægasta hugtak heimspekinnar, og raunhyggja bresku raunspekinganna var til dæmis að verulegu leyti leitin að uppruna hugmynda, þar sem öll hugsun og andlegt líf var talið felast í einhvers konar meðhöndlun hugmynda. Á 20. öld varð hugtakið merking arftaki ídeunnar, og athygli heimspekinga beindist í æ ríkari mæli að málinu og merkingu þess.

Hér má finna myndir af heimspekingunum Descartes, Platóni, Aristótelesi og Demókrítosi...