Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er skýringin á króknum á neðri skolti laxa?

Krókurinn sem vex upp úr neðri skolti á karlfiskum laxfiska, hængunum, er merki um karlmennsku þeirra. Krókurinn er notaður til að kyngreina lax en erfitt getur verið að kyngreina smáan nýgenginn lax (1-1,5 kg) því þá er goggurinn lítill. Krókurinn fer stækkandi í hlutfalli við stærð laxins.

Þegar haustar og líða fer að hrygningu aukast einkenni kynþroskans. Laxinn skrýðist þá riðbúningi sínum, dökknar og fær jafnvel bleikan eða rauðbrúnan blæ á hliðar og kvið og roðið þykknar og verður slímugt. Skoltar hænganna lengjast einnig og krókurinn stækkar og bognar upp í myndarlegan krók sem þeir nota til að berjast um hrygnurnar. Svo stór getur krókurinn orðið að holan, sem myndast í efri skoltinum og krókurinn fellur inn í, nær nærri í gegnum hann og skilur þá einungis þunn roðtutla á milli. Riðbúningurinn og þar með talinn krókurinn, er einnig gerður til þess að ganga í augun á hinu kyninu og fæla burt keppinauta af sama kyni.Lax sem nær þeim áfanga að lifa af hrygninguna og veturinn og kemst aftur til sjávar, verður enn stærri þegar hann gengur aftur í ána til að hrygna í annað sinn. Krókar slíkra hænga verða jafnvel enn mikilfenglegri en krókar smærri fiska. Myndin hér fyrir ofan sýnir hæng með mikilfenglegan krók sem veiddist á Neðra-Horni í Soginu 7. september 2002.

Hængurinn tók fluguna margreyndu, Rauða-Francis nr. 6 og reyndist vera 9,6 kg. Stórar, rauðar flugur reynast oft fisknar á stóra hænga seint á veiðitímanum. Veiðimenn trúa því að stóru hængarnir séu að verja yfirráðasvæði sín fyrir minni keppinautum sem klæðst hafa riðbúningi og girnast hrygnur þeirra. Veiðiskýrslur virðast staðfesta þessa reynslu veiðimannanna.

Þegar nálgast hrygningu hjá urriðanum þá verða á honum sambærilegar útlitsbreytingar og hjá laxi en meira ber á hvítum uggaröndum og dröfnur roðsins stækka. Hængur urriða er jafn stórfenglegur útlits í riðbúningi sínum og frændi hans, laxinn.Heimildir og myndir
  • Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson, Fiskar í ám og vötnum, Landvernd, Reykjavík 1996.
  • Össur Skarphéðinsson, Urriðadans, Mál og menning, Reykjavík 1996.
  • Flugur.is
  • Flugur.is

Útgáfudagur

4.12.2002

Spyrjandi

Þorgeir Halldórsson

Höfundur

sjávarútvegsfræðingur

Tilvísun

Kristján Freyr Helgason. „Hver er skýringin á króknum á neðri skolti laxa?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2002. Sótt 26. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2934.

Kristján Freyr Helgason. (2002, 4. desember). Hver er skýringin á króknum á neðri skolti laxa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2934

Kristján Freyr Helgason. „Hver er skýringin á króknum á neðri skolti laxa?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2002. Vefsíða. 26. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2934>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Rennilás

Ein fyrsta gerðin af rennilás var fundin upp 1891 en árið 1913 fann sænsk-bandaríski rafmagnsverkfræðingurinn Gideon Sundback upp rennilásinn í þeirri mynd sem við þekkjum hann. Tíu árum síðar var farið að setja rennilása á skóhlífar úr gúmmíi. Þá var farið að nota enska heitið ‚zipper‘ en það hefur fest við rennilása í enskumælandi löndum.