Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta lofttegundir sem gufa upp af hveraleir verið skaðlegar?

Guðmundur Pálmason (1928-2004) og Halldór Ármannsson

Eins og getið er um í svari sömu höfunda við spurningunni Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn? eru helstu lofttegundirnar sem streyma upp á háhitasvæðum koltvísýringur og brennisteinsvetni, og á vissum svæðum einnig vetni. Tvær þær fyrrnefndu eru þyngri en andrúmsloftið og hafa því tilhneigingu til þess að setjast í lægðir í kyrru veðri.

Hveravellir.

Brennisteinsvetnið er mjög varhugavert. Það er litlaus lofttegund með óþægilega lykt og flokkast undir eitraðar lofttegundir. Það er auk þess eldfimt.

Eituráhrif brennisteinsvetnis eru eftirfarandi (ppm=milljónustu hlutar):

0,01-0,3 ppmLyktarmörk, lykt af lofttegundinni fer að finnast
0,3 ppmGetur valdið ógleði og höfuðverk, lykt greinileg
0,1-0,7 ppmLyktarskyn minnkar
0,7-7,0 ppmErting í augum og þreyta
2,7-5,3 ppmLykt óþægileg og nokkuð sterk
10-15 ppmMengunarmörk Vinnueftirlitsins
10-20 ppmErtandi áhrif á augu
20-33 ppmLykt sterk en ekki óþolandi
50-100 ppmAlvarlegur augnskaði, lyktarskyn hverfur á fáum mínútum
150-250 ppmLyktarskyn lamast
300-500 ppmLungnabjúgur, lífshættulegt ástand
500-1000 ppmSterk áhrif á taugakerfi, öndunarlömun
1000-2000 ppmMaður hnígur samstundir niður, öndunarlömun

(Heimild töflu: Einar Gunnlaugsson)

Koltvísýringur telst ekki eitraður, en hafi hann safnast fyrir í lægð og rutt í burtu súrefni andrúmslofts veldur hann köfnun og er því varhugaverður þar sem hann er lyktarlaus.

Vetni telst heldur ekki eitrað en er mjög eldfimt og á einstöku stað getur hlutfall þess í jarðhitagasi orðið svo hátt að sprengihætta er af.

Mynd:

Höfundar

Guðmundur Pálmason (1928-2004)

fyrrverandi forstjóri Jarðhitadeildar Orkustofnunar

Halldór Ármannsson

efnafræðingur hjá Orkustofnun

Útgáfudagur

4.12.2002

Síðast uppfært

9.3.2021

Spyrjandi

Guðmundur Gunnarsson

Tilvísun

Guðmundur Pálmason (1928-2004) og Halldór Ármannsson. „Geta lofttegundir sem gufa upp af hveraleir verið skaðlegar?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2002, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2935.

Guðmundur Pálmason (1928-2004) og Halldór Ármannsson. (2002, 4. desember). Geta lofttegundir sem gufa upp af hveraleir verið skaðlegar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2935

Guðmundur Pálmason (1928-2004) og Halldór Ármannsson. „Geta lofttegundir sem gufa upp af hveraleir verið skaðlegar?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2002. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2935>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta lofttegundir sem gufa upp af hveraleir verið skaðlegar?
Eins og getið er um í svari sömu höfunda við spurningunni Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn? eru helstu lofttegundirnar sem streyma upp á háhitasvæðum koltvísýringur og brennisteinsvetni, og á vissum svæðum einnig vetni. Tvær þær fyrrnefndu eru þyngri en andrúmsloftið og hafa því tilhneigingu til þess að setjast í lægðir í kyrru veðri.

Hveravellir.

Brennisteinsvetnið er mjög varhugavert. Það er litlaus lofttegund með óþægilega lykt og flokkast undir eitraðar lofttegundir. Það er auk þess eldfimt.

Eituráhrif brennisteinsvetnis eru eftirfarandi (ppm=milljónustu hlutar):

0,01-0,3 ppmLyktarmörk, lykt af lofttegundinni fer að finnast
0,3 ppmGetur valdið ógleði og höfuðverk, lykt greinileg
0,1-0,7 ppmLyktarskyn minnkar
0,7-7,0 ppmErting í augum og þreyta
2,7-5,3 ppmLykt óþægileg og nokkuð sterk
10-15 ppmMengunarmörk Vinnueftirlitsins
10-20 ppmErtandi áhrif á augu
20-33 ppmLykt sterk en ekki óþolandi
50-100 ppmAlvarlegur augnskaði, lyktarskyn hverfur á fáum mínútum
150-250 ppmLyktarskyn lamast
300-500 ppmLungnabjúgur, lífshættulegt ástand
500-1000 ppmSterk áhrif á taugakerfi, öndunarlömun
1000-2000 ppmMaður hnígur samstundir niður, öndunarlömun

(Heimild töflu: Einar Gunnlaugsson)

Koltvísýringur telst ekki eitraður, en hafi hann safnast fyrir í lægð og rutt í burtu súrefni andrúmslofts veldur hann köfnun og er því varhugaverður þar sem hann er lyktarlaus.

Vetni telst heldur ekki eitrað en er mjög eldfimt og á einstöku stað getur hlutfall þess í jarðhitagasi orðið svo hátt að sprengihætta er af.

Mynd:...