Sólin Sólin Rís 07:54 • sest 18:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:00 • Sest 03:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:34 • Síðdegis: 16:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hvernig get ég minnkað bensíneyðslu bílsins míns?

Orkusetur

Það er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr eldsneytisnotkun bifreiða. Á vef Orkuseturs er til dæmis að finna ágætar ábendingar þess efnis og eru þær birtar hér með góðfúslegu leyfi.

Forðist öfgar í aksturlagi

Ef aksturslagið miðast við að taka hratt af stað og snögghemla þá getur eyðslan aukist um allt að 40%. Rannsóknir sýna að slíkt aksturslag dregur aðeins um 4% úr ferðatíma. Hagkvæmast er að taka rólega af stað og koma bílnum í háan gír sem fyrst. Jafn og mjúkur akstur með góðu flæði gefur besta raun enda fer allt að 50% orkunnar í innabæjarakstri í hröðun.

Hraðakstur dregur úr orkunýtni

Með því að auka hraðann úr 90 km/klst í 120 km/klst getur eldsneytisnotkun aukist um allt að 20%. Hægt er að minnka eldsneytisnotkun um 10-15% með því að aka á 90 km/klst. frekar en 105 km/klst.

Forðist lausagang

Bifreið í lausagangi skilar engu nema eyðslu og mengun. Ef bifreið er lagt í meira en 30 sekúndur borgar sig alltaf að drepa á vélinni.Eitt af því sem hægt er að gera til að draga úr eldsneytisnotkun er að nota litla og sparneytna bíla!

Keyrið í hæsta mögulega gír

Því minna sem vélin þarf að reyna á sig þeim mun minna eldsneyti eyðir hún. Því er mikilvægt að komast í háan gír eins fljótt og mögulegt er, sérstaklega á langferðum. Margir bílar hafa hraðastillingu (e. cruise control) sem er orkusparandi í lengri ferðum enda tryggir hún jafnan hraða og mjúkt aksturlag. Sjálfskipting kallar yfirleitt á meiri eyðslu en beinskipting. Hægt er að fá fram mýkri skiptingar á sjálfskiptum bíl með því að gefa örlítið eftir á eldsneytisgjöfinni þegar óskað er eftir skiptum í lægri gír.

Skrúfið rúðurnar upp

Opnir bílgluggar auka vindmótstöðu töluvert og þar með eldsneytiseyðslu. Á langferðum er frekar mælt með að hafa kveikt á loftkælingu eða kaldri miðstöð.

Forðist álagstíma í umferð

Oftast er mögulegt er að sneiða hjá álagspunktum í umferð með því að velja annan ferðatíma eða aðra leið. Því lengri ferðatími og bið í umferð því meiri eyðsla. Að leggja af stað örlítið fyrr eða seinna til vinnu getur sparað talsverðar upphæðir.

Hugsið áður en lagt er af stað

Með örlítilli umhugsun má draga verulega úr eyðslu. Hér eru nokkur umhugsunarefni sem gætu sparað fé:

  • Þarf ég að fara?
  • Get ég fengið far með öðrum?
  • Er betra að hjóla eða ganga þessa ferð?
  • Get ég sinnt fleiri en einu erindi í þessari ferð?

Mynd: Shorpy.com. Sótt 28. 10. 2008.

Höfundur

Útgáfudagur

29.10.2008

Spyrjandi

Eysteinn Guðni Guðnason

Tilvísun

Orkusetur. „Hvernig get ég minnkað bensíneyðslu bílsins míns? “ Vísindavefurinn, 29. október 2008. Sótt 7. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=29367.

Orkusetur. (2008, 29. október). Hvernig get ég minnkað bensíneyðslu bílsins míns? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29367

Orkusetur. „Hvernig get ég minnkað bensíneyðslu bílsins míns? “ Vísindavefurinn. 29. okt. 2008. Vefsíða. 7. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29367>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig get ég minnkað bensíneyðslu bílsins míns?
Það er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr eldsneytisnotkun bifreiða. Á vef Orkuseturs er til dæmis að finna ágætar ábendingar þess efnis og eru þær birtar hér með góðfúslegu leyfi.

Forðist öfgar í aksturlagi

Ef aksturslagið miðast við að taka hratt af stað og snögghemla þá getur eyðslan aukist um allt að 40%. Rannsóknir sýna að slíkt aksturslag dregur aðeins um 4% úr ferðatíma. Hagkvæmast er að taka rólega af stað og koma bílnum í háan gír sem fyrst. Jafn og mjúkur akstur með góðu flæði gefur besta raun enda fer allt að 50% orkunnar í innabæjarakstri í hröðun.

Hraðakstur dregur úr orkunýtni

Með því að auka hraðann úr 90 km/klst í 120 km/klst getur eldsneytisnotkun aukist um allt að 20%. Hægt er að minnka eldsneytisnotkun um 10-15% með því að aka á 90 km/klst. frekar en 105 km/klst.

Forðist lausagang

Bifreið í lausagangi skilar engu nema eyðslu og mengun. Ef bifreið er lagt í meira en 30 sekúndur borgar sig alltaf að drepa á vélinni.Eitt af því sem hægt er að gera til að draga úr eldsneytisnotkun er að nota litla og sparneytna bíla!

Keyrið í hæsta mögulega gír

Því minna sem vélin þarf að reyna á sig þeim mun minna eldsneyti eyðir hún. Því er mikilvægt að komast í háan gír eins fljótt og mögulegt er, sérstaklega á langferðum. Margir bílar hafa hraðastillingu (e. cruise control) sem er orkusparandi í lengri ferðum enda tryggir hún jafnan hraða og mjúkt aksturlag. Sjálfskipting kallar yfirleitt á meiri eyðslu en beinskipting. Hægt er að fá fram mýkri skiptingar á sjálfskiptum bíl með því að gefa örlítið eftir á eldsneytisgjöfinni þegar óskað er eftir skiptum í lægri gír.

Skrúfið rúðurnar upp

Opnir bílgluggar auka vindmótstöðu töluvert og þar með eldsneytiseyðslu. Á langferðum er frekar mælt með að hafa kveikt á loftkælingu eða kaldri miðstöð.

Forðist álagstíma í umferð

Oftast er mögulegt er að sneiða hjá álagspunktum í umferð með því að velja annan ferðatíma eða aðra leið. Því lengri ferðatími og bið í umferð því meiri eyðsla. Að leggja af stað örlítið fyrr eða seinna til vinnu getur sparað talsverðar upphæðir.

Hugsið áður en lagt er af stað

Með örlítilli umhugsun má draga verulega úr eyðslu. Hér eru nokkur umhugsunarefni sem gætu sparað fé:

  • Þarf ég að fara?
  • Get ég fengið far með öðrum?
  • Er betra að hjóla eða ganga þessa ferð?
  • Get ég sinnt fleiri en einu erindi í þessari ferð?

Mynd: Shorpy.com. Sótt 28. 10. 2008....