Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:06 • Síðdegis: 24:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:53 • Síðdegis: 18:06 í Reykjavík

Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?

Snorri Hallgrímsson

Hér verður einnig svarað spurningunni: Hver algengustu trúarbragða nútímans eru elst? Verður sagt frá þeim trúarbrögðum sem flestir aðhyllast í heiminum í dag, kristni, íslam, hindúisma og búddisma. Auk þess verður fjallað um gyðingdóm sem fellur ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum en sem er engu að síður mjög áhrifamikill sem uppspretta kristni og íslam. Öll eru þessi trúarbrögð upprunnin hver á sínum stað en hafa breiðst út og eru ástunduð um allan heim, meðal annars hér á Íslandi.

Hindúasiður er elstur af algengustu trúarbrögðum nútímans, en hægt er að rekja uppruna hans allt til 2500 f. Kr. Langflestir hindúar eru á Indlandi, um 83% fólksfjöldans þar eða um það bil milljarður manna. Að auki er marga hindúa að finna í Pakistan og Búrma. Helstu guðir hindúa eru Shiva og Vishnu. Hindúismi skipar áhangendum sínum niður í fjórar stéttir: Stétt aðalsmanna, stétt höfðingja og herforingja, stétt bænda og kaupmanna og stétt þjóna, en þar fyrir neðan eru hinir svokölluðu stéttleysingjar (paríar) sem hafa nánast engin réttindi meðal hindúa. Hindúar trúa því að ef þeir eru góðir í þessu lífi munu þeir endurfæðast í næstu stétt fyrir ofan. Helsta markmiðið trúarinnar er svo að losna alveg undan endurfæðingunni.

Helgirit hindúa eru Vedaritin. Helgasti staður hindúa er hið heilaga Gangesfljót í Norður-Indlandi. Fólk trúir því að allar syndir þess hreinsist ef það baðar sig í Ganges. Hindúar hafa haft ýmis áhrif á vestræna menningu og þar má helst nefna „yoga”.

Gyðingdómur eru næstelstu trúarbrögðin og elstu eingyðistrúarbrögð í heimi. Samkvæmt gyðingatrú má rekja upphaf gyðingdóms til þess þegar Abraham gerði sáttmála við guð, um 2000 f. Kr. Gyðingar tóku að breiðast út um allan heim þegar Babýloníumenn herleiddu Júdeu. Gyðingar skipast í þrjár meginfylkingar. Rétttrúnaðargyðingar vilja halda í alla gamla siði gyðingdómsins, umbótasinnar vilja laga gyðingdóm að nútímanum, og íhaldssamir gyðingar vilja bæði halda í gömlu siðina og laga gyðingdóm að nútímanum.

Gyðingar eru nú flestir í Bandaríkjunum en í Ísrael er mesta samfellda byggð Gyðinga. Flestir búa þeir innan borgarmúra Jerúsalem þar sem er helgasti staður Gyðinga: Grátmúrinn. Þangað koma Gyðingar frá öllum löndum heims í pílagrímsferðir til að biðja.

Búddismi kemur næstur gyðingdómi í aldri. Hann er upprunninn úr hindúasið á Indlandi, þar eð Siddhartha Gautama (Búdda), upphafsmaður búddadóms, var hindúi. Búddadóm má rekja aftur um 2500 ár í tímann en talið er að Búdda hafi verið uppi frá 563-483 f. Kr. Eftir að hafa kvænst og eignast son yfirgaf hann fjölskyldu sína 29 ára til að leita sannleikans um tilveru mannsins. Í sex ár lifði hann sem meinlætamaður og náði loksins takmarkinu þegar hann öðlaðist þann skilning sem hann þráði. Þannig varð hann „Búdda” eða sá upplýsti. Að ná því ástandi, að vera upplýstur, kallast nirvana. Búddatrú byggist á fjórum sannindum, það er þjáningunni, orsök þjáningarinnar, lækningu hennar, og leiðinni til lækningar (áttfaldi vegurinn). Búddatrú boðar yfirleitt engan guð.

Búddatrú greinist í tvo meginþætti: Hinayana (litli vagninn, einnig nefnt Theravada) og mahayana (stóri vagninn). Hinayana er talinn liggja nær upphaflegum kenningum Búdda og er ríkjandi á Sri Lanka, í Búrma, Tælandi, Kambódíu og Laos. Mahayana er útbreidd á Himalajasvæðinu, Nepal og Tíbet, og í Austur-Asíu, eða Kína og Japan.

Kristin trú er næstyngst trúarbragðanna sem hér er fjallað um en oft er sagt að upphaf hennar hafi verið kringum árið 30 eftir Krists burð. Kristni er upprunnin úr gyðingdómi; Jesús Kristur fæddist sem Gyðingur. Tímatal kristinna manna er miðað við að Jesús hafi fæðst við upphaf þess og haldið er upp á jólin sem fæðingarhátíð Jesú. Samkvæmt kristninni var Jesús sonur Guðs. Jesús fékk tólf lærisveina til liðs við sig en einn af þeim, Júdas, sveik hann og átti þannig þátt í því að Jesús var krossfestur árið 32 samkvæmt því sem hefðbundið er að telja. Lærisveinarnir ellefu sem eftir voru héldu áfram að boða boðskap Jesú sem varð upphafið að kristinni trú.

Kristni er fjölmennasta og útbreiddasta trú heims en yfir 2 milljarðar aðhyllast hana. Kristna kirkjan skiptist í þrjár meginstefnur: Mótmælendur, rómversk-kaþólsku kirkjuna og rétttrúnaðarkirkjuna. Mótmælendur skiptast síðan í ýmis trúfélög, svo sem hvítasunnumenn, Lúterstrúarmenn, ensku biskupakirkjuna og Kalvínstrúarmenn en skyldir þeim eru til dæmis baptistar og öldungakirkjan (e. presbyteríans). Einnig má nefna trúfélög aðventista og mormóna sem urðu bæði til í Bandaríkjunum á fyrri hluta 19. aldar.

Helgirit kristinna manna er Biblían en hún skiptist í tvo hluta: Gamla testamentið og Nýja testamentið.

Íslam eru yngstu trúarbrögðin sem teljast með þeim útbreiddustu. Múhameð, stofnandi íslamstrúar, fæddist árið 570 í Mekku og dó árið 632 í Medínu. Múhameð fékk boð frá engli að hann ætti að boða íslamstrú sem byggir að mestu leyti á því að Allah sé hinn eini guð. Margir hlustuðu á boðskap Múhameðs en öðrum fannst þetta vera rugl og safnaði hann því að sér fleiri óvinum heldur en bandamönnum. Múhameð var svo hrakinn frá Mekku til Medínu árið 622 og við það ár miða múslímar tímatal sitt. Múhameð vann Mekku aftur árið 630 en lést svo tveimur árum seinna í Medínu.

Helgirit múslíma er Kóraninn. Aðalþættir trúarlífs íslams eru hinar fimm stoðir: trúarjátningin (kalima sjahada), bænin (salat), ölmusan (sakat), fastan (saúm) og pílagrímsförin (hadsjí). Allir múslímar reyna að fara að minnsta kosti einu sinni í pílagrímsför til helgasta staðar múslíma, Kaaba í Mekku. Íslam eru næst fjölmennustu trúarbrögð í heimi en um 1,8 milljarðar aðhyllast íslamstrú og flestir þeirra búa í Indónesíu.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Garðaskóla

Útgáfudagur

5.12.2002

Spyrjandi

Þorsteinn Thorarensen
Herdís Sigurgrímsdóttir

Tilvísun

Snorri Hallgrímsson. „Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2002. Sótt 29. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2938.

Snorri Hallgrímsson. (2002, 5. desember). Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2938

Snorri Hallgrímsson. „Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2002. Vefsíða. 29. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2938>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?
Hér verður einnig svarað spurningunni: Hver algengustu trúarbragða nútímans eru elst? Verður sagt frá þeim trúarbrögðum sem flestir aðhyllast í heiminum í dag, kristni, íslam, hindúisma og búddisma. Auk þess verður fjallað um gyðingdóm sem fellur ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum en sem er engu að síður mjög áhrifamikill sem uppspretta kristni og íslam. Öll eru þessi trúarbrögð upprunnin hver á sínum stað en hafa breiðst út og eru ástunduð um allan heim, meðal annars hér á Íslandi.

Hindúasiður er elstur af algengustu trúarbrögðum nútímans, en hægt er að rekja uppruna hans allt til 2500 f. Kr. Langflestir hindúar eru á Indlandi, um 83% fólksfjöldans þar eða um það bil milljarður manna. Að auki er marga hindúa að finna í Pakistan og Búrma. Helstu guðir hindúa eru Shiva og Vishnu. Hindúismi skipar áhangendum sínum niður í fjórar stéttir: Stétt aðalsmanna, stétt höfðingja og herforingja, stétt bænda og kaupmanna og stétt þjóna, en þar fyrir neðan eru hinir svokölluðu stéttleysingjar (paríar) sem hafa nánast engin réttindi meðal hindúa. Hindúar trúa því að ef þeir eru góðir í þessu lífi munu þeir endurfæðast í næstu stétt fyrir ofan. Helsta markmiðið trúarinnar er svo að losna alveg undan endurfæðingunni.

Helgirit hindúa eru Vedaritin. Helgasti staður hindúa er hið heilaga Gangesfljót í Norður-Indlandi. Fólk trúir því að allar syndir þess hreinsist ef það baðar sig í Ganges. Hindúar hafa haft ýmis áhrif á vestræna menningu og þar má helst nefna „yoga”.

Gyðingdómur eru næstelstu trúarbrögðin og elstu eingyðistrúarbrögð í heimi. Samkvæmt gyðingatrú má rekja upphaf gyðingdóms til þess þegar Abraham gerði sáttmála við guð, um 2000 f. Kr. Gyðingar tóku að breiðast út um allan heim þegar Babýloníumenn herleiddu Júdeu. Gyðingar skipast í þrjár meginfylkingar. Rétttrúnaðargyðingar vilja halda í alla gamla siði gyðingdómsins, umbótasinnar vilja laga gyðingdóm að nútímanum, og íhaldssamir gyðingar vilja bæði halda í gömlu siðina og laga gyðingdóm að nútímanum.

Gyðingar eru nú flestir í Bandaríkjunum en í Ísrael er mesta samfellda byggð Gyðinga. Flestir búa þeir innan borgarmúra Jerúsalem þar sem er helgasti staður Gyðinga: Grátmúrinn. Þangað koma Gyðingar frá öllum löndum heims í pílagrímsferðir til að biðja.

Búddismi kemur næstur gyðingdómi í aldri. Hann er upprunninn úr hindúasið á Indlandi, þar eð Siddhartha Gautama (Búdda), upphafsmaður búddadóms, var hindúi. Búddadóm má rekja aftur um 2500 ár í tímann en talið er að Búdda hafi verið uppi frá 563-483 f. Kr. Eftir að hafa kvænst og eignast son yfirgaf hann fjölskyldu sína 29 ára til að leita sannleikans um tilveru mannsins. Í sex ár lifði hann sem meinlætamaður og náði loksins takmarkinu þegar hann öðlaðist þann skilning sem hann þráði. Þannig varð hann „Búdda” eða sá upplýsti. Að ná því ástandi, að vera upplýstur, kallast nirvana. Búddatrú byggist á fjórum sannindum, það er þjáningunni, orsök þjáningarinnar, lækningu hennar, og leiðinni til lækningar (áttfaldi vegurinn). Búddatrú boðar yfirleitt engan guð.

Búddatrú greinist í tvo meginþætti: Hinayana (litli vagninn, einnig nefnt Theravada) og mahayana (stóri vagninn). Hinayana er talinn liggja nær upphaflegum kenningum Búdda og er ríkjandi á Sri Lanka, í Búrma, Tælandi, Kambódíu og Laos. Mahayana er útbreidd á Himalajasvæðinu, Nepal og Tíbet, og í Austur-Asíu, eða Kína og Japan.

Kristin trú er næstyngst trúarbragðanna sem hér er fjallað um en oft er sagt að upphaf hennar hafi verið kringum árið 30 eftir Krists burð. Kristni er upprunnin úr gyðingdómi; Jesús Kristur fæddist sem Gyðingur. Tímatal kristinna manna er miðað við að Jesús hafi fæðst við upphaf þess og haldið er upp á jólin sem fæðingarhátíð Jesú. Samkvæmt kristninni var Jesús sonur Guðs. Jesús fékk tólf lærisveina til liðs við sig en einn af þeim, Júdas, sveik hann og átti þannig þátt í því að Jesús var krossfestur árið 32 samkvæmt því sem hefðbundið er að telja. Lærisveinarnir ellefu sem eftir voru héldu áfram að boða boðskap Jesú sem varð upphafið að kristinni trú.

Kristni er fjölmennasta og útbreiddasta trú heims en yfir 2 milljarðar aðhyllast hana. Kristna kirkjan skiptist í þrjár meginstefnur: Mótmælendur, rómversk-kaþólsku kirkjuna og rétttrúnaðarkirkjuna. Mótmælendur skiptast síðan í ýmis trúfélög, svo sem hvítasunnumenn, Lúterstrúarmenn, ensku biskupakirkjuna og Kalvínstrúarmenn en skyldir þeim eru til dæmis baptistar og öldungakirkjan (e. presbyteríans). Einnig má nefna trúfélög aðventista og mormóna sem urðu bæði til í Bandaríkjunum á fyrri hluta 19. aldar.

Helgirit kristinna manna er Biblían en hún skiptist í tvo hluta: Gamla testamentið og Nýja testamentið.

Íslam eru yngstu trúarbrögðin sem teljast með þeim útbreiddustu. Múhameð, stofnandi íslamstrúar, fæddist árið 570 í Mekku og dó árið 632 í Medínu. Múhameð fékk boð frá engli að hann ætti að boða íslamstrú sem byggir að mestu leyti á því að Allah sé hinn eini guð. Margir hlustuðu á boðskap Múhameðs en öðrum fannst þetta vera rugl og safnaði hann því að sér fleiri óvinum heldur en bandamönnum. Múhameð var svo hrakinn frá Mekku til Medínu árið 622 og við það ár miða múslímar tímatal sitt. Múhameð vann Mekku aftur árið 630 en lést svo tveimur árum seinna í Medínu.

Helgirit múslíma er Kóraninn. Aðalþættir trúarlífs íslams eru hinar fimm stoðir: trúarjátningin (kalima sjahada), bænin (salat), ölmusan (sakat), fastan (saúm) og pílagrímsförin (hadsjí). Allir múslímar reyna að fara að minnsta kosti einu sinni í pílagrímsför til helgasta staðar múslíma, Kaaba í Mekku. Íslam eru næst fjölmennustu trúarbrögð í heimi en um 1,8 milljarðar aðhyllast íslamstrú og flestir þeirra búa í Indónesíu.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...