Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig lítur stjörnumerkið Fiskarnir út?

Sævar Helgi Bragason

Fiskamerkið er líklega tákn um þá mynd sem Heros og Afródíta tóku á sig til að reyna að forðast óvelkomna eftirtekt frá skrímslinu Týfún. Allar stjörnur merkisins eru mjög daufar og merkið því ógreinilegt. Sé hins vegar farið út fyrir borgarljósin er auðvelt að finna útlínur merkisins, sem eru fyrir neðan Andrómedu og við hlið Pegasusar. Bjartasta stjarnan er η (eta) af birtustigi 3,26, sem sýnir greinilega hve daufar stjörnurnar eru í þessu merki.


Smellið til að skoða stærri útgáfu

Það eru ekki mörg áhugaverð fyrirbæri í merkinu. Við getum þó nefnt nokkur. Til dæmis er α (Al Rischa) tvístirni, af birtustigum 4,2 og 5,1. Þær má naumlega greina í sundur í sjónauka en hornið minnkar í sífellu því þær ganga umhverfis hvor aðra á 933 árum. Eitt Messier-fyrirbæri er í Fiskamerkinu, þyrilvetrarbrautin M74 sem sést hér að neðan og er rétt hjá η, en er um leið eitt daufasta fyrirbærið úr skrá Messiers.



Nokkur NGC-fyrirbæri eru í merkinu, en öll fyrirbærin í Fiskamerkinu eru svo dauf að nota verður stjörnusjónauka til að skoða þau.

Heimildir:
  • Moore, Patrick og Tirion, Wil. Cambridge Guide to Stars and Planets. Cambridge University Press, Cambridge, Bretland, 1997.
  • Discovery Channel Handbook. Night Sky. Discovery Books, New York, Bandaríkin, 1999.
Myndin af M74 er fengin hjá Princeton Háskóla.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

12.12.2002

Spyrjandi

Elísabet Ýr Guðjónsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig lítur stjörnumerkið Fiskarnir út?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2002, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2954.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 12. desember). Hvernig lítur stjörnumerkið Fiskarnir út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2954

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig lítur stjörnumerkið Fiskarnir út?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2002. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2954>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig lítur stjörnumerkið Fiskarnir út?
Fiskamerkið er líklega tákn um þá mynd sem Heros og Afródíta tóku á sig til að reyna að forðast óvelkomna eftirtekt frá skrímslinu Týfún. Allar stjörnur merkisins eru mjög daufar og merkið því ógreinilegt. Sé hins vegar farið út fyrir borgarljósin er auðvelt að finna útlínur merkisins, sem eru fyrir neðan Andrómedu og við hlið Pegasusar. Bjartasta stjarnan er η (eta) af birtustigi 3,26, sem sýnir greinilega hve daufar stjörnurnar eru í þessu merki.


Smellið til að skoða stærri útgáfu

Það eru ekki mörg áhugaverð fyrirbæri í merkinu. Við getum þó nefnt nokkur. Til dæmis er α (Al Rischa) tvístirni, af birtustigum 4,2 og 5,1. Þær má naumlega greina í sundur í sjónauka en hornið minnkar í sífellu því þær ganga umhverfis hvor aðra á 933 árum. Eitt Messier-fyrirbæri er í Fiskamerkinu, þyrilvetrarbrautin M74 sem sést hér að neðan og er rétt hjá η, en er um leið eitt daufasta fyrirbærið úr skrá Messiers.



Nokkur NGC-fyrirbæri eru í merkinu, en öll fyrirbærin í Fiskamerkinu eru svo dauf að nota verður stjörnusjónauka til að skoða þau.

Heimildir:
  • Moore, Patrick og Tirion, Wil. Cambridge Guide to Stars and Planets. Cambridge University Press, Cambridge, Bretland, 1997.
  • Discovery Channel Handbook. Night Sky. Discovery Books, New York, Bandaríkin, 1999.
Myndin af M74 er fengin hjá Princeton Háskóla.

...