Sólin Sólin Rís 03:23 • sest 23:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:45 • Sest 03:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:14 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 22:59 í Reykjavík

Lifa kameljón í eyðimörkinni?

Fríða Rakel Linnet

Já, kameljón finnast í eyðimörkum. Heimkynni tegundarinnar Chamaeleo calyptratus, á ensku ‘veiled chameleon’, eða blæjukameljón eins og mætti kalla hana, er í Jemen og suðurhluta Sádi-Arabíu. Í augum flestra tegunda kameljóna er eyðimörkin þó ekki kjörstaður því fætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til að klifra í trjám. Þar eltast þau við skordýr og stærri tegundir sækja jafnvel í smáfugla.

Einkenni kameljóna eru hliðflatur skrokkur, kambur á baki og löng, slímug tunga. Augun eru afar útstæð og hreyfast óháð hvort öðru.

Litaskipti kameljóna eru fræg en þau verða fyrir áhrif hita, birtu og geðbrigða, ekki vegna lita í umhverfinu eins og margir halda. Flest kameljón eru um 17-25 cm á lengd og þau finnast í Afríku, Vestur-Asíu, Indlandi og á Spáni.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Setbergsskóla

Útgáfudagur

16.12.2002

Spyrjandi

Íris Barkardóttir, f. 1989

Efnisorð

Tilvísun

Fríða Rakel Linnet. „Lifa kameljón í eyðimörkinni?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2002. Sótt 1. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2958.

Fríða Rakel Linnet. (2002, 16. desember). Lifa kameljón í eyðimörkinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2958

Fríða Rakel Linnet. „Lifa kameljón í eyðimörkinni?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2002. Vefsíða. 1. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2958>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Lifa kameljón í eyðimörkinni?
Já, kameljón finnast í eyðimörkum. Heimkynni tegundarinnar Chamaeleo calyptratus, á ensku ‘veiled chameleon’, eða blæjukameljón eins og mætti kalla hana, er í Jemen og suðurhluta Sádi-Arabíu. Í augum flestra tegunda kameljóna er eyðimörkin þó ekki kjörstaður því fætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til að klifra í trjám. Þar eltast þau við skordýr og stærri tegundir sækja jafnvel í smáfugla.

Einkenni kameljóna eru hliðflatur skrokkur, kambur á baki og löng, slímug tunga. Augun eru afar útstæð og hreyfast óháð hvort öðru.

Litaskipti kameljóna eru fræg en þau verða fyrir áhrif hita, birtu og geðbrigða, ekki vegna lita í umhverfinu eins og margir halda. Flest kameljón eru um 17-25 cm á lengd og þau finnast í Afríku, Vestur-Asíu, Indlandi og á Spáni.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....