Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað eru alþingismenn margir?

Ingunn Gunnarsdóttir

Alþingismenn eru núna 63 talsins. Forseti Alþingis er Halldór Blöndal en auk hans eru fjórir varaforsetar. Talið er að Alþingi hafi verið stofnað árið 930 á Þingvöllum. Sá atburður markar tilurð þjóðríkis á Íslandi.

Þingvellir voru þingstaður Íslendinga til 1798 en miklar breytingar höfðu orðið á þinghaldi á tímabilinu. Svo stiklað sé á stóru var Alþingi upphaflega bæði löggjafar- og dómssamkunda, með framkvæmdavald í eigin höndum. Þing sátu 39 goðar og 9 uppbótargoðar auk lögsögumanns sem sat yfir þinghaldi. Árið 1262, með tilkomu Gamla sáttmála, féll framkvæmdavaldið til Noregskonungs og fulltrúa hans, hirðstjóra og sýslumanna. Sátu þá þing 36 lögréttumenn auk tveggja lögmanna í stað lögsögumanns. Alþingi hélt löggjafarvaldi sínu til 1662 þegar Íslendingar afsöluðu sér sjálfstjórn til einveldis Danakonungs en ríkiserfðir höfðu fært Ísland undir Danmörku á 14. öld. Eftir það gegndi Alþingi einungis dómshlutverki. Árið 1798 var Alþingi flutt til Reykjavíkur í tvö ár en síðan lagt alveg niður árið 1800 og Landsyfirréttur tók við dómsvaldi.

Alþingi var endurreist með tilskipan konungs árið 1843. Fyrstu kosningar til þings fóru fram árið eftir og þing kom saman árið 1845. Þing sátu 20 þjóðkjörnir fulltrúar, einn úr hverri sýslu, auk sex konungsskipaðra þingmanna. Alþingi var einungis til ráðgjafar konungi til ársins 1874 þegar stjórnarskráin veitti þinginu löggjafarvald í málum sérstaklega tengdum Íslandi, sem og skattlagningar- og fjárveitingarvald. Samtímis setningu stjórnarskránnar var þingmönnum fjölgað í 36, 30 úr einmennings- og tvímenningskjördæmum, og sex konungskjörnir. Árið 1903 var þeim fjölgað í 40 og árið eftir fengu Íslendingar heimastjórn, þingræði komst á og fyrsti íslenski ráðherrann var skipaður.

Fyrsta desember árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki og Alþingi fékk óskorað löggjafarvald en utanríkismál heyrðu enn undir Dani. Árið 1920 var þingmönnum fjölgað í 42 og þá ákveðið að Alþingi kæmi saman í febrúar en samkvæmt venju höfðu þingfundir verið haldnir um mitt sumar. Árið 1934 var þingmönnum fjölgað í 49 og 1942 voru þeir orðnir 52, í 21 einmenningskjördæmi og 6 tvímenningskjördæmum auk þess sem Reykjavík hafði 8 fulltrúa og 11 voru uppbótarþingmenn. Í millitíðinni hafði Danmörk verið hernumin af Þjóðverjum (1940) og Íslendingar tekið sér sjálfstjórnarvald í utanríkismálum. Lýðveldi var stofnað 17 . júní 1944. Frá árinu 1945 hefur Alþingi komið saman að hausti.

Kjördæmaskipan var breytt árið 1959 í það horf sem hún er núna (2002) og alþingismönnum fjölgað í 60. Bætt var við 3 þingmönnum árið 1984 og þinghald komið í það form sem við þekkjum í dag. Nú standa fyrir dyrum miklar breytingar á kjördæmum en þingmannafjöldi verður hinn sami.

Hægt er að fylgjast með þinghaldi Alþingis í beinni útsendingu á www.althing.is.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Digranesskóla

Útgáfudagur

17.12.2002

Spyrjandi

Bjartmar Sveinbjörnsson, f. 1986

Tilvísun

Ingunn Gunnarsdóttir. „Hvað eru alþingismenn margir?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2963.

Ingunn Gunnarsdóttir. (2002, 17. desember). Hvað eru alþingismenn margir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2963

Ingunn Gunnarsdóttir. „Hvað eru alþingismenn margir?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2963>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru alþingismenn margir?
Alþingismenn eru núna 63 talsins. Forseti Alþingis er Halldór Blöndal en auk hans eru fjórir varaforsetar. Talið er að Alþingi hafi verið stofnað árið 930 á Þingvöllum. Sá atburður markar tilurð þjóðríkis á Íslandi.

Þingvellir voru þingstaður Íslendinga til 1798 en miklar breytingar höfðu orðið á þinghaldi á tímabilinu. Svo stiklað sé á stóru var Alþingi upphaflega bæði löggjafar- og dómssamkunda, með framkvæmdavald í eigin höndum. Þing sátu 39 goðar og 9 uppbótargoðar auk lögsögumanns sem sat yfir þinghaldi. Árið 1262, með tilkomu Gamla sáttmála, féll framkvæmdavaldið til Noregskonungs og fulltrúa hans, hirðstjóra og sýslumanna. Sátu þá þing 36 lögréttumenn auk tveggja lögmanna í stað lögsögumanns. Alþingi hélt löggjafarvaldi sínu til 1662 þegar Íslendingar afsöluðu sér sjálfstjórn til einveldis Danakonungs en ríkiserfðir höfðu fært Ísland undir Danmörku á 14. öld. Eftir það gegndi Alþingi einungis dómshlutverki. Árið 1798 var Alþingi flutt til Reykjavíkur í tvö ár en síðan lagt alveg niður árið 1800 og Landsyfirréttur tók við dómsvaldi.

Alþingi var endurreist með tilskipan konungs árið 1843. Fyrstu kosningar til þings fóru fram árið eftir og þing kom saman árið 1845. Þing sátu 20 þjóðkjörnir fulltrúar, einn úr hverri sýslu, auk sex konungsskipaðra þingmanna. Alþingi var einungis til ráðgjafar konungi til ársins 1874 þegar stjórnarskráin veitti þinginu löggjafarvald í málum sérstaklega tengdum Íslandi, sem og skattlagningar- og fjárveitingarvald. Samtímis setningu stjórnarskránnar var þingmönnum fjölgað í 36, 30 úr einmennings- og tvímenningskjördæmum, og sex konungskjörnir. Árið 1903 var þeim fjölgað í 40 og árið eftir fengu Íslendingar heimastjórn, þingræði komst á og fyrsti íslenski ráðherrann var skipaður.

Fyrsta desember árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki og Alþingi fékk óskorað löggjafarvald en utanríkismál heyrðu enn undir Dani. Árið 1920 var þingmönnum fjölgað í 42 og þá ákveðið að Alþingi kæmi saman í febrúar en samkvæmt venju höfðu þingfundir verið haldnir um mitt sumar. Árið 1934 var þingmönnum fjölgað í 49 og 1942 voru þeir orðnir 52, í 21 einmenningskjördæmi og 6 tvímenningskjördæmum auk þess sem Reykjavík hafði 8 fulltrúa og 11 voru uppbótarþingmenn. Í millitíðinni hafði Danmörk verið hernumin af Þjóðverjum (1940) og Íslendingar tekið sér sjálfstjórnarvald í utanríkismálum. Lýðveldi var stofnað 17 . júní 1944. Frá árinu 1945 hefur Alþingi komið saman að hausti.

Kjördæmaskipan var breytt árið 1959 í það horf sem hún er núna (2002) og alþingismönnum fjölgað í 60. Bætt var við 3 þingmönnum árið 1984 og þinghald komið í það form sem við þekkjum í dag. Nú standa fyrir dyrum miklar breytingar á kjördæmum en þingmannafjöldi verður hinn sami.

Hægt er að fylgjast með þinghaldi Alþingis í beinni útsendingu á www.althing.is.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...