Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Eftir hverjum er Gaulverjahreppur / Gaulverjabær nefndur?

Svavar Sigmundsson

Gaulverjabær er kirkjustaður í Gaulverjabæjarhreppi (nú Flóahreppi) í Flóa og er nefndur í Landnámabók. Þar segir að Loftur Ormsson hafi komið af Gaulum og numið land á þeim slóðum „ok bjó í Gaulverjabæ ok Oddný móðir hans, dóttir Þorbjarnar gaulverska“ (Íslenzk fornrit I:368).

Nafnið hefur oft verið stytt í og hreppurinn þá nefndur Bæjarhreppur. Varla er vafi á því að hann sé kenndur við menn frá Gaulum í Noregi, sem er hérað í Sogn og Fjordane. Gaulverjar þessir hafa sest að í Bæ, sem svo hefur verið nefndur eftir þeim.



Séð til norðurs í Gaulverjabæjarhreppi.

Aðeins einn annar hreppur á landinu er kenndur við íbúa sína með þessum síðari lið, -verjar, það er Gnúpverjahreppur, en íbúar eða ættir kenndar til einstakra bæja báru þess konar nöfn, til dæmis Oddaverjar og Skarðverjar. Bærinn Gaul er til í Staðarsveit, en ekki er líklegt að Gaulverjar hafi verið kenndir við hann.

Héraðið Gaular í Noregi er kennt við ána Gaula en merking þess nafns er umdeild. Þórhallur Vilmundarson taldi að Gaulverjabær hefði upphaflega heitið *Gaularbær og að *gaul kvk merkti hér ‚foraðsmýri‘ enda væri þar mýrlent. Sama orð mætti finna í bæjarnafninu Gaularás í Austur-Landeyjum (Grímnir 2:77-78).

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 28. 5. 2008.


* merkir að hér er um tilbúna orðmynd að ræða.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

29.5.2008

Spyrjandi

Sigurbjörn Ástvaldur Friðriksson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Eftir hverjum er Gaulverjahreppur / Gaulverjabær nefndur?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=29638.

Svavar Sigmundsson. (2008, 29. maí). Eftir hverjum er Gaulverjahreppur / Gaulverjabær nefndur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29638

Svavar Sigmundsson. „Eftir hverjum er Gaulverjahreppur / Gaulverjabær nefndur?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29638>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eftir hverjum er Gaulverjahreppur / Gaulverjabær nefndur?
Gaulverjabær er kirkjustaður í Gaulverjabæjarhreppi (nú Flóahreppi) í Flóa og er nefndur í Landnámabók. Þar segir að Loftur Ormsson hafi komið af Gaulum og numið land á þeim slóðum „ok bjó í Gaulverjabæ ok Oddný móðir hans, dóttir Þorbjarnar gaulverska“ (Íslenzk fornrit I:368).

Nafnið hefur oft verið stytt í og hreppurinn þá nefndur Bæjarhreppur. Varla er vafi á því að hann sé kenndur við menn frá Gaulum í Noregi, sem er hérað í Sogn og Fjordane. Gaulverjar þessir hafa sest að í Bæ, sem svo hefur verið nefndur eftir þeim.



Séð til norðurs í Gaulverjabæjarhreppi.

Aðeins einn annar hreppur á landinu er kenndur við íbúa sína með þessum síðari lið, -verjar, það er Gnúpverjahreppur, en íbúar eða ættir kenndar til einstakra bæja báru þess konar nöfn, til dæmis Oddaverjar og Skarðverjar. Bærinn Gaul er til í Staðarsveit, en ekki er líklegt að Gaulverjar hafi verið kenndir við hann.

Héraðið Gaular í Noregi er kennt við ána Gaula en merking þess nafns er umdeild. Þórhallur Vilmundarson taldi að Gaulverjabær hefði upphaflega heitið *Gaularbær og að *gaul kvk merkti hér ‚foraðsmýri‘ enda væri þar mýrlent. Sama orð mætti finna í bæjarnafninu Gaularás í Austur-Landeyjum (Grímnir 2:77-78).

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 28. 5. 2008.


* merkir að hér er um tilbúna orðmynd að ræða....