Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um James Watt?

Rebekka Lynch og Unnar Árnason

James Watt var skoskur uppfinningamaður og verkfræðingur. Hann er frægastur fyrir endurbætur sínar á gufuvélinni sem lögðu grunninn að vélvæðingu iðnbyltingarinnar. Goðsagan um að Watt hafi fundið upp gufuvélina eftir að hafa horft á ketil móður sinnar sjóða yfir eldi, er ekki sönn. Gufuvélin var þegar til en uppfinningar Watts gerðu hana afkastameiri og nýtanlegri í iðnaði.

James Watt, sem var sonur auðugs kaupmanns, fæddist í bænum Greenock á Skotlandi, 19. janúar 1736. Hann var heilsuveill sem barn og fyrstu skólaárunum varði hann heima hjá sér undir leiðsögn móður sinnar. Síðar gekk hann í einkaskóla. Átján ára gamall fór Watt til Glasgow að læra tækjasmíði en þar þótti honum kennslan slæm og því hélt hann til Lundúna ári seinna. Eftir að hafa fundið hæfan kennara, John Morgan að nafni, hellti Watt sér í smíðanámið og undi sér vart hvíldar eða matar.

Efnahagsaðstæður föður hans höfðu versnað til muna og frá honum fékk Watt aðeins lága fjárupphæð sér til uppihalds. Allt þetta reyndi á heilsu Watts en honum tókst samt að læra öll handtök tækjasmíðinnar á einu ári. Strangar reglur iðnaðarmannafélaga um hefðarrétt innfæddra Lundúnabúa til iðnreksturs, gerðu honum erfitt um vik að starfa sjálfstætt í Lundúnum, og árið 1757 flutti Watt aftur til Glasgow þar sem hann kom á fót eigin verkstæði. Sömu ströngu reglurnar flæktust fyrir honum þar en eftir að hafa leyst verkefni fyrir háskólann í Glasgow vel af hendi, var honum boðið að starfrækja verkstæði sitt innan skólans. Undir verndarvæng háskólans óx vegur Watts og hann naut viðurkenningar helstu vísindamanna Glasgow-borgar.

Árið 1764 fékk Watt það verkefni að gera við gufuvél sem Glasgow-háskóli átti, svonefnda Newcomen-vél. Við þá vinnu varð honum ljóst að mikil orka færi til spillis í venjulegri gufuvél, og til að lagfæra það fann Watt upp gufuþéttinn. Í Newcomen-vélinni var gufan þéttuð með köldu vatni í strokknum sjálfum, til að skapa lofttæmi sem drægi stimpilinn niður í strokkinn. Þyngd stimpilstangarinnar þrýsti svo stimplinum upp aftur og bjó þannig til hreyfiafl, og um leið hita. Strokkinn þurfti sífellt að kæla niður sem var mjög tímafrekt. Þéttir Watts sá hinsvegar um að þjappa gufunni saman áður en hún fór inn í strokkinn, og hann gat því haldist kaldur meðan strokkurinn vann og hitnaði.




Uppfinning Watts gjörbreytti afköstum og nýtni gufuvélarinnar en til að gera hana að veruleika þurfti mikla vinnu og fjármagn. Í félagi við járnsmiðjueigandann John Roebuck, stofnsetti Watt verksmiðju í Glasgow til að smíða nýju gufuvélina. En áður en smíðin var fullkomnuð, varð Roebuck gjaldþrota árið 1773. Watt flutti þá til Birmingham á Englandi og hóf samstarf við Matthew Boulton, verksmiðjueiganda. Samstarfið leiddi af sér smíði og framleiðslu gufuvélar Watts í verksmiðju Boultons og fljótlega varð vélin vinsæl enda var hún fjórfalt öflugri en vél Newcomens. Sérstaklega var hún nýtt í kolanámum til að dæla vatni upp úr göngum þeirra. Næstu árin hélt Watt áfram að endurbæta gufuvél sína, og árið 1781 bætti hann við snúningsásnum sem gerði vélina fjölhæfari. Nú gátu verksmiðjueigendur í ýmsum iðnaði nýtt sér gufuvélina og segja má að vélvæðingin hafi þá í raun hafist. Watt bætti við ýmsum nýjungum næstu árin og rak endahnútinn með því að finna upp þrýstimælinn árið 1790.

Watt settist í helgan stein árið 1800, þá orðinn auðugur maður, og fluttist að sveitasetri sem hann hafði keypt nálægt Birmingham. Hann gat þá sinnt áhugamálum sínum sem náðu til margra greina vísinda. Watt lést 25. ágúst 1819. Til að heiðra minningu hans, var síðar einingin watt tekin upp fyrir vinnuna 1 júl á sekúndu. Watt hafði sjálfur reiknað út eininguna hestafl (um 90 kg togkraftur) og telst eitt watt vera 1/746 úr hestafli.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

grunnskólanemi í Hagaskóla

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

20.12.2002

Spyrjandi

Dagný Ósk, f. 1988

Tilvísun

Rebekka Lynch og Unnar Árnason. „Hvað getið þið sagt mér um James Watt?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2002, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2972.

Rebekka Lynch og Unnar Árnason. (2002, 20. desember). Hvað getið þið sagt mér um James Watt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2972

Rebekka Lynch og Unnar Árnason. „Hvað getið þið sagt mér um James Watt?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2002. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2972>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um James Watt?
James Watt var skoskur uppfinningamaður og verkfræðingur. Hann er frægastur fyrir endurbætur sínar á gufuvélinni sem lögðu grunninn að vélvæðingu iðnbyltingarinnar. Goðsagan um að Watt hafi fundið upp gufuvélina eftir að hafa horft á ketil móður sinnar sjóða yfir eldi, er ekki sönn. Gufuvélin var þegar til en uppfinningar Watts gerðu hana afkastameiri og nýtanlegri í iðnaði.

James Watt, sem var sonur auðugs kaupmanns, fæddist í bænum Greenock á Skotlandi, 19. janúar 1736. Hann var heilsuveill sem barn og fyrstu skólaárunum varði hann heima hjá sér undir leiðsögn móður sinnar. Síðar gekk hann í einkaskóla. Átján ára gamall fór Watt til Glasgow að læra tækjasmíði en þar þótti honum kennslan slæm og því hélt hann til Lundúna ári seinna. Eftir að hafa fundið hæfan kennara, John Morgan að nafni, hellti Watt sér í smíðanámið og undi sér vart hvíldar eða matar.

Efnahagsaðstæður föður hans höfðu versnað til muna og frá honum fékk Watt aðeins lága fjárupphæð sér til uppihalds. Allt þetta reyndi á heilsu Watts en honum tókst samt að læra öll handtök tækjasmíðinnar á einu ári. Strangar reglur iðnaðarmannafélaga um hefðarrétt innfæddra Lundúnabúa til iðnreksturs, gerðu honum erfitt um vik að starfa sjálfstætt í Lundúnum, og árið 1757 flutti Watt aftur til Glasgow þar sem hann kom á fót eigin verkstæði. Sömu ströngu reglurnar flæktust fyrir honum þar en eftir að hafa leyst verkefni fyrir háskólann í Glasgow vel af hendi, var honum boðið að starfrækja verkstæði sitt innan skólans. Undir verndarvæng háskólans óx vegur Watts og hann naut viðurkenningar helstu vísindamanna Glasgow-borgar.

Árið 1764 fékk Watt það verkefni að gera við gufuvél sem Glasgow-háskóli átti, svonefnda Newcomen-vél. Við þá vinnu varð honum ljóst að mikil orka færi til spillis í venjulegri gufuvél, og til að lagfæra það fann Watt upp gufuþéttinn. Í Newcomen-vélinni var gufan þéttuð með köldu vatni í strokknum sjálfum, til að skapa lofttæmi sem drægi stimpilinn niður í strokkinn. Þyngd stimpilstangarinnar þrýsti svo stimplinum upp aftur og bjó þannig til hreyfiafl, og um leið hita. Strokkinn þurfti sífellt að kæla niður sem var mjög tímafrekt. Þéttir Watts sá hinsvegar um að þjappa gufunni saman áður en hún fór inn í strokkinn, og hann gat því haldist kaldur meðan strokkurinn vann og hitnaði.




Uppfinning Watts gjörbreytti afköstum og nýtni gufuvélarinnar en til að gera hana að veruleika þurfti mikla vinnu og fjármagn. Í félagi við járnsmiðjueigandann John Roebuck, stofnsetti Watt verksmiðju í Glasgow til að smíða nýju gufuvélina. En áður en smíðin var fullkomnuð, varð Roebuck gjaldþrota árið 1773. Watt flutti þá til Birmingham á Englandi og hóf samstarf við Matthew Boulton, verksmiðjueiganda. Samstarfið leiddi af sér smíði og framleiðslu gufuvélar Watts í verksmiðju Boultons og fljótlega varð vélin vinsæl enda var hún fjórfalt öflugri en vél Newcomens. Sérstaklega var hún nýtt í kolanámum til að dæla vatni upp úr göngum þeirra. Næstu árin hélt Watt áfram að endurbæta gufuvél sína, og árið 1781 bætti hann við snúningsásnum sem gerði vélina fjölhæfari. Nú gátu verksmiðjueigendur í ýmsum iðnaði nýtt sér gufuvélina og segja má að vélvæðingin hafi þá í raun hafist. Watt bætti við ýmsum nýjungum næstu árin og rak endahnútinn með því að finna upp þrýstimælinn árið 1790.

Watt settist í helgan stein árið 1800, þá orðinn auðugur maður, og fluttist að sveitasetri sem hann hafði keypt nálægt Birmingham. Hann gat þá sinnt áhugamálum sínum sem náðu til margra greina vísinda. Watt lést 25. ágúst 1819. Til að heiðra minningu hans, var síðar einingin watt tekin upp fyrir vinnuna 1 júl á sekúndu. Watt hafði sjálfur reiknað út eininguna hestafl (um 90 kg togkraftur) og telst eitt watt vera 1/746 úr hestafli.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....