Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Hvað eru til margar keisaramörgæsir?

Jón Már Halldórsson

Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri) er ein af 17 tegundum mörgæsa (ætt Spheniscidae) sem finnast á suðurhveli jarðar og er stærst þeirra. Fullorðnir fuglar geta verið allt að 120 cm á hæð og vega 21-40 kg.

Keisaramörgæsir, foreldri með unga.

Keisaramörgæsin er önnur tveggja tegunda mörgæsa sem lifa einungis á Suðurheimskautslandinu, hin tegundin er Adelie-mörgæsin (Pygoscelis adeliae). Atferli keisaramörgæsar er frægt. Kvenfuglarnir verpa eggjum og skilja þau eftir hjá karlfuglunum sem halda á þeim hita yfir veturinn, í hörðustu veðrum sem þekkjast á jörðinni, án þess að nærast. Hitastigið yfir köldustu mánuðina getur farið niður fyrir -60° C á Suðurheimskautslandinu.

Rannsókn frá árinu 2020 á stofnstærð keisaramörgæsarinnar sýndi að fjöldi para var um 238.000 og hafði þeim fækkað nokkuð frá árinu áður.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.12.2002

Spyrjandi

Jóhann Gunnarsson, f. 1986

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar keisaramörgæsir?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2002. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2973.

Jón Már Halldórsson. (2002, 20. desember). Hvað eru til margar keisaramörgæsir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2973

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar keisaramörgæsir?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2002. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2973>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar keisaramörgæsir?
Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri) er ein af 17 tegundum mörgæsa (ætt Spheniscidae) sem finnast á suðurhveli jarðar og er stærst þeirra. Fullorðnir fuglar geta verið allt að 120 cm á hæð og vega 21-40 kg.

Keisaramörgæsir, foreldri með unga.

Keisaramörgæsin er önnur tveggja tegunda mörgæsa sem lifa einungis á Suðurheimskautslandinu, hin tegundin er Adelie-mörgæsin (Pygoscelis adeliae). Atferli keisaramörgæsar er frægt. Kvenfuglarnir verpa eggjum og skilja þau eftir hjá karlfuglunum sem halda á þeim hita yfir veturinn, í hörðustu veðrum sem þekkjast á jörðinni, án þess að nærast. Hitastigið yfir köldustu mánuðina getur farið niður fyrir -60° C á Suðurheimskautslandinu.

Rannsókn frá árinu 2020 á stofnstærð keisaramörgæsarinnar sýndi að fjöldi para var um 238.000 og hafði þeim fækkað nokkuð frá árinu áður.

Heimild og mynd:

...