Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?

Sævar Helgi Bragason

Krabbamerkið er eitt óljósasta merki Dýrahringsins. Merkið táknar krabbann sem Júnó, drottning á Ólympsfjalli, sendi til að bjarga marghöfða vatnaskrímslinu (Hýdrunni), sem átti í baráttu við hetjuna Herkúles. Það kemur ef til vill ekki á óvart en Herkúles steig einfaldlega á krabbann og kramdi hann – en sem viðurkenningu fyrir hugrekki og góða tilraun, setti Júnó krabbann á himinfestinguna meðal stjarnanna. Önnur goðsögn segir að krabbinn hafi verið skrauthliðið sem sálir fóru í gegnum til jarðar þegar þær settust að í líkömum mannanna.

Krabbamerkið er sem fyrr segir mjög ógreinilegt og samanstendur af fimm meginstjörnum. Meginformið mynda β (beta) eða Altarf, sem er af birtustigi 3,52; α (Alfa) eða Acubens, af birtustigi 4,25; δ (delta) eða Asellus Australis, birtustig 3,94; ι (jota) (4,02) og χ (Chi) (5,1). Krabbinn liggur milli tveggja stórra og auðþekkjanlegra merkja, Ljónsins og Tvíburanna, þannig að það er inni í stóra þríhyrningnum sem stjörnurnar Pollux í Tvíburunum, Procyon í Litla-Hundi og Regúlus í Ljóninu mynda.



Nokkur áhugaverð fyrirbæri eru í þessu smáa merki. Til að mynda eru þar tvær rauðar breytistjörnur sem sjást með handsjónauka. Stjarnan X Cancri, nálægt δ (delta), breytir birtustigi sínu úr 7,6 í 5,6 á 195 daga fresti og liturinn er greinilegur. R Cancri, við β (beta) er venjuleg svokölluð annars konar breytistjarna sem breytir birtustigi sínu úr 11,8 upp í 6,1 á 362 daga fresti.

ξ (Xi), eða Tagmine, er fjölstirni. Tvær björtustu stjörnurnar eru af birtustigi 5,0 og 6,2. Bjartari stjarnan er sjálf tvístirni og á sama svæði er þriðja stjarnan.



M44

Krabbamerkið inniheldur líka tvær fallegar lausþyrpingar. M44 eða Jatan sést auðveldlega með berum augum og er afar falleg á að líta í gegnum sjónauka; staðsett milli δ og γ. Stundum er Jötuþyrpingin einnig nefnd Býflugnabúið og mönnum er auðvitað í sjálfsvald sett hvort heitið þeir nota. Forn-Kínverjar nefndu þessa fallegu þyrpingu "Uppgufun hinna samansöfnuðu mannslíka".



M67

Önnur stjörnuþyrping í Krabbamerkinu er M67, nærri α. Hún er á mörkum þess að vera greinanleg með berum augum, en auðvelt er að sjá hana í gegnum handsjónauka. Þessi þyrping er ein elsta sem þekkist, líklega um tíu milljarða ára, og er í meira en 2500 ljósára fjarlægð. Hún inniheldur líklega um þúsund stjörnur sem er mjög mikið þegar um þyrpingar á borð við þessa er að ræða.

Heimildir:
  • Moore, Patrick og Tirion, Wil. Cambridge Guide to Stars and Planets. Cambridge University Press, Cambridge, Bretland, 1997.
  • Discovery Channel Handbook. Night Sky. Discovery Books, New York, Bandaríkin, 1999.

Myndin af krabbamerkinu er gerð með hjálp forritsins Starry Night. Myndirnar af þyrpingunum eru fengnar frá Light and Matter.com og 3 Towers.com.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

3.1.2003

Spyrjandi

Kristrún Gunnarsdóttir, f. 1984

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2003, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2984.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 3. janúar). Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2984

Sævar Helgi Bragason. „Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2003. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2984>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?
Krabbamerkið er eitt óljósasta merki Dýrahringsins. Merkið táknar krabbann sem Júnó, drottning á Ólympsfjalli, sendi til að bjarga marghöfða vatnaskrímslinu (Hýdrunni), sem átti í baráttu við hetjuna Herkúles. Það kemur ef til vill ekki á óvart en Herkúles steig einfaldlega á krabbann og kramdi hann – en sem viðurkenningu fyrir hugrekki og góða tilraun, setti Júnó krabbann á himinfestinguna meðal stjarnanna. Önnur goðsögn segir að krabbinn hafi verið skrauthliðið sem sálir fóru í gegnum til jarðar þegar þær settust að í líkömum mannanna.

Krabbamerkið er sem fyrr segir mjög ógreinilegt og samanstendur af fimm meginstjörnum. Meginformið mynda β (beta) eða Altarf, sem er af birtustigi 3,52; α (Alfa) eða Acubens, af birtustigi 4,25; δ (delta) eða Asellus Australis, birtustig 3,94; ι (jota) (4,02) og χ (Chi) (5,1). Krabbinn liggur milli tveggja stórra og auðþekkjanlegra merkja, Ljónsins og Tvíburanna, þannig að það er inni í stóra þríhyrningnum sem stjörnurnar Pollux í Tvíburunum, Procyon í Litla-Hundi og Regúlus í Ljóninu mynda.



Nokkur áhugaverð fyrirbæri eru í þessu smáa merki. Til að mynda eru þar tvær rauðar breytistjörnur sem sjást með handsjónauka. Stjarnan X Cancri, nálægt δ (delta), breytir birtustigi sínu úr 7,6 í 5,6 á 195 daga fresti og liturinn er greinilegur. R Cancri, við β (beta) er venjuleg svokölluð annars konar breytistjarna sem breytir birtustigi sínu úr 11,8 upp í 6,1 á 362 daga fresti.

ξ (Xi), eða Tagmine, er fjölstirni. Tvær björtustu stjörnurnar eru af birtustigi 5,0 og 6,2. Bjartari stjarnan er sjálf tvístirni og á sama svæði er þriðja stjarnan.



M44

Krabbamerkið inniheldur líka tvær fallegar lausþyrpingar. M44 eða Jatan sést auðveldlega með berum augum og er afar falleg á að líta í gegnum sjónauka; staðsett milli δ og γ. Stundum er Jötuþyrpingin einnig nefnd Býflugnabúið og mönnum er auðvitað í sjálfsvald sett hvort heitið þeir nota. Forn-Kínverjar nefndu þessa fallegu þyrpingu "Uppgufun hinna samansöfnuðu mannslíka".



M67

Önnur stjörnuþyrping í Krabbamerkinu er M67, nærri α. Hún er á mörkum þess að vera greinanleg með berum augum, en auðvelt er að sjá hana í gegnum handsjónauka. Þessi þyrping er ein elsta sem þekkist, líklega um tíu milljarða ára, og er í meira en 2500 ljósára fjarlægð. Hún inniheldur líklega um þúsund stjörnur sem er mjög mikið þegar um þyrpingar á borð við þessa er að ræða.

Heimildir:
  • Moore, Patrick og Tirion, Wil. Cambridge Guide to Stars and Planets. Cambridge University Press, Cambridge, Bretland, 1997.
  • Discovery Channel Handbook. Night Sky. Discovery Books, New York, Bandaríkin, 1999.

Myndin af krabbamerkinu er gerð með hjálp forritsins Starry Night. Myndirnar af þyrpingunum eru fengnar frá Light and Matter.com og 3 Towers.com.

...