Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá?

Arnar Jóhannsson

Til er fjöldinn allur af orkudrykkjum og þeir innihalda mismikinn sykur þannig að það er erfitt að gefa afdráttarlaust svar við þessari spurningu. Flestir orkudrykkir eru sætir á bragðið, en sumar tegundir þeirra eru bragðbættar með sætuefnum og innihalda engan náttúrlegan sykur.

Á Netinu má finna lista yfir sykurinnihald nokkur hundruð orkudrykkja. Samkvæmt útreikningum okkar er meðalsykurinnihald þeirra sem innihalda einhvern sykur, tæp 11 grömm af sykri á hver 100 grömm af vökva. Það er mjög svipað og í venjulegum sykruðum gosdrykkjum.

Orkudrykkir sem innhalda sykur hafa svipað sykurmagn og venjulegir sykraðir gosdrykkir.

Í einni dós af orkudrykk eru að meðaltali um 80 milligrömm af koffíni, eða um það bil jafn mikið og í einum kaffibolla. Koffín er örvandi efni og of mikil neysla þess getur valdið óþægilegum aukaverkunum, eins og tímabundnu svefnleysi, óeirð, kvíða og óreglulegum hjartslætti.

Vegna þess að orkudrykkir eru sætir og bragðgóðir er hætta á að fólk drekki fleiri en einn í einu. Einnig er vinsælt að blanda þeim saman við áfengi. Reynslan hefur sýnt að þetta getur verið hættulegt: Fólk sem að blandar saman koffíndrykkjum og áfengi vanmetur oft hversu drukkið það er, með þeim afleiðingum að það drekkur of mikið áfengi eða fer sér að voða.

Heimildir og tengt efni á Vísindavefnum:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

18.6.2009

Síðast uppfært

20.6.2018

Spyrjandi

Auður Brynjólfsdóttir

Tilvísun

Arnar Jóhannsson. „Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2009, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29877.

Arnar Jóhannsson. (2009, 18. júní). Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29877

Arnar Jóhannsson. „Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2009. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29877>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá?
Til er fjöldinn allur af orkudrykkjum og þeir innihalda mismikinn sykur þannig að það er erfitt að gefa afdráttarlaust svar við þessari spurningu. Flestir orkudrykkir eru sætir á bragðið, en sumar tegundir þeirra eru bragðbættar með sætuefnum og innihalda engan náttúrlegan sykur.

Á Netinu má finna lista yfir sykurinnihald nokkur hundruð orkudrykkja. Samkvæmt útreikningum okkar er meðalsykurinnihald þeirra sem innihalda einhvern sykur, tæp 11 grömm af sykri á hver 100 grömm af vökva. Það er mjög svipað og í venjulegum sykruðum gosdrykkjum.

Orkudrykkir sem innhalda sykur hafa svipað sykurmagn og venjulegir sykraðir gosdrykkir.

Í einni dós af orkudrykk eru að meðaltali um 80 milligrömm af koffíni, eða um það bil jafn mikið og í einum kaffibolla. Koffín er örvandi efni og of mikil neysla þess getur valdið óþægilegum aukaverkunum, eins og tímabundnu svefnleysi, óeirð, kvíða og óreglulegum hjartslætti.

Vegna þess að orkudrykkir eru sætir og bragðgóðir er hætta á að fólk drekki fleiri en einn í einu. Einnig er vinsælt að blanda þeim saman við áfengi. Reynslan hefur sýnt að þetta getur verið hættulegt: Fólk sem að blandar saman koffíndrykkjum og áfengi vanmetur oft hversu drukkið það er, með þeim afleiðingum að það drekkur of mikið áfengi eða fer sér að voða.

Heimildir og tengt efni á Vísindavefnum:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009....