Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Mynda hommar og lesbíur alltaf kjarna á milli sín því þau eru minnihlutahópar?

Rannveig Traustadóttir

Eins og allir aðrir alast lesbíur og hommar upp í samfélagi þar sem gagnkynhneigð er ríkjandi og samkynhneigðir eru í minnihluta. Þótt afar erfitt sé að segja nákvæmlega til um fjölda samkynhneigðra, meðal annars vegna þess að samkynhneigð er skilgreind á mismunandi vegu í ólíkum rannsóknum, þá er yfirleitt miðað við að um 10% fólks sé samkynhneigt.

Flest okkar fá enga fræðslu um samkynhneigð þegar við erum að alast upp og það eina sem flestir læra er að samkynhneigð sé "ljót" eða "röng." Þegar ungt fólk fer að átta sig á samkynhneigð sinni á það því oft í erfiðleikum með að horfast í augu við að vera "öðruvísi" en það hefur alist upp til að verða. Samkynhneigðir læra sömu fordóma um samkynhneigð og allir aðrir. Margar lesbíur og hommar eiga því erfitt með að sætta sig við tilfinningar sínar vegna eigin fordóma gagnvart samkynhneigð. Fólk á líka í erfiðleikum með tilfinningar sínar vegna þess að þær stangast á við það hvernig samfélagið ætlast til að þau séu. Það að viðurkenna samkynhneigð sína fyrir sjálfum sér og öðrum er erfitt ferli fyrir marga. Flestir leita sér stuðnings og samtök samkynhneigðra gegna oft lykilhlutverki í aðstoð við fólk sem er "að koma úr felum" (eins og það er oft kallað þegar fólk viðurkennir kynhneigð sína fyrir sjálfum sér og öðrum).

Lesbíur og hommar eru minnihlutahópur. Þau eru "öðruvísi" en meirihlutinn og hafa í ýmsum samfélögum og á ýmsum tímum búið við fordóma og misrétti. Samkynhneigðir hafa til dæmis ekki haft sömu lagalegu réttindi og gagnkynhneigðir í mörgum samfélögum.

Samtök samkynhneigðra eru af mörgum toga, sum eru helguð mannréttindabaráttu önnur sérstökum málefnum eins og baráttunni gegn AIDS. Víða eru einnig starfandi stuðningshópar fyrir fólk sem er að koma úr felum og fyrir aðstandendur samkynhneigðra. Þá hafa samkynhneigðir um allan heim komið sér upp stöðum þar sem þeir hittast til að skemmta sér og/eða fjalla um málefni sín á fundum, ráðstefnum, listahátíðum og öðrum slíkum viðburðum. Það er oft sterk tilfinning fyrir samkynhneigðan einstakling, sem alltaf hefur verið "hinsegin" og í minnihluta, að vera með stórum hópi samkynhneigra þar sem samkynhneigð er hið "eðlilega" viðmið. Margir upplifa sterkt að vera í fyrsta sinn með "sínu fólki." Samkynhneigðir sækja því oft styrk og samfélag meðal annarra lesbía og homma.

Rétt er þó að taka skýrt fram að lesbíur og hommar eru ekki einsleitur hópur sem alltaf er sammála og alltaf er saman. Langt í frá. Samkynhneigðir eru afar fjölbreyttur hópur og flestir samkynhneigðir umangast mikið af gagnkynhneigðu fólki, bæði fjölskyldu og vini, á vinnustað og á mannamótum.

Sjá einnig svar Þorgerðar Þorvaldsdóttur við spurningunni Hversvegna er fólk samkynhneigt?

Höfundur

prófessor í fötlunarfræði við Félags- og mannvísindadeild HÍ

Útgáfudagur

28.3.2000

Spyrjandi

Inga Þórunn

Tilvísun

Rannveig Traustadóttir. „Mynda hommar og lesbíur alltaf kjarna á milli sín því þau eru minnihlutahópar?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=299.

Rannveig Traustadóttir. (2000, 28. mars). Mynda hommar og lesbíur alltaf kjarna á milli sín því þau eru minnihlutahópar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=299

Rannveig Traustadóttir. „Mynda hommar og lesbíur alltaf kjarna á milli sín því þau eru minnihlutahópar?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=299>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mynda hommar og lesbíur alltaf kjarna á milli sín því þau eru minnihlutahópar?
Eins og allir aðrir alast lesbíur og hommar upp í samfélagi þar sem gagnkynhneigð er ríkjandi og samkynhneigðir eru í minnihluta. Þótt afar erfitt sé að segja nákvæmlega til um fjölda samkynhneigðra, meðal annars vegna þess að samkynhneigð er skilgreind á mismunandi vegu í ólíkum rannsóknum, þá er yfirleitt miðað við að um 10% fólks sé samkynhneigt.

Flest okkar fá enga fræðslu um samkynhneigð þegar við erum að alast upp og það eina sem flestir læra er að samkynhneigð sé "ljót" eða "röng." Þegar ungt fólk fer að átta sig á samkynhneigð sinni á það því oft í erfiðleikum með að horfast í augu við að vera "öðruvísi" en það hefur alist upp til að verða. Samkynhneigðir læra sömu fordóma um samkynhneigð og allir aðrir. Margar lesbíur og hommar eiga því erfitt með að sætta sig við tilfinningar sínar vegna eigin fordóma gagnvart samkynhneigð. Fólk á líka í erfiðleikum með tilfinningar sínar vegna þess að þær stangast á við það hvernig samfélagið ætlast til að þau séu. Það að viðurkenna samkynhneigð sína fyrir sjálfum sér og öðrum er erfitt ferli fyrir marga. Flestir leita sér stuðnings og samtök samkynhneigðra gegna oft lykilhlutverki í aðstoð við fólk sem er "að koma úr felum" (eins og það er oft kallað þegar fólk viðurkennir kynhneigð sína fyrir sjálfum sér og öðrum).

Lesbíur og hommar eru minnihlutahópur. Þau eru "öðruvísi" en meirihlutinn og hafa í ýmsum samfélögum og á ýmsum tímum búið við fordóma og misrétti. Samkynhneigðir hafa til dæmis ekki haft sömu lagalegu réttindi og gagnkynhneigðir í mörgum samfélögum.

Samtök samkynhneigðra eru af mörgum toga, sum eru helguð mannréttindabaráttu önnur sérstökum málefnum eins og baráttunni gegn AIDS. Víða eru einnig starfandi stuðningshópar fyrir fólk sem er að koma úr felum og fyrir aðstandendur samkynhneigðra. Þá hafa samkynhneigðir um allan heim komið sér upp stöðum þar sem þeir hittast til að skemmta sér og/eða fjalla um málefni sín á fundum, ráðstefnum, listahátíðum og öðrum slíkum viðburðum. Það er oft sterk tilfinning fyrir samkynhneigðan einstakling, sem alltaf hefur verið "hinsegin" og í minnihluta, að vera með stórum hópi samkynhneigra þar sem samkynhneigð er hið "eðlilega" viðmið. Margir upplifa sterkt að vera í fyrsta sinn með "sínu fólki." Samkynhneigðir sækja því oft styrk og samfélag meðal annarra lesbía og homma.

Rétt er þó að taka skýrt fram að lesbíur og hommar eru ekki einsleitur hópur sem alltaf er sammála og alltaf er saman. Langt í frá. Samkynhneigðir eru afar fjölbreyttur hópur og flestir samkynhneigðir umangast mikið af gagnkynhneigðu fólki, bæði fjölskyldu og vini, á vinnustað og á mannamótum.

Sjá einnig svar Þorgerðar Þorvaldsdóttur við spurningunni Hversvegna er fólk samkynhneigt?...