Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru berggangar og hvers vegna halla þeir oft út á aðra hliðina?

Sigurður Steinþórsson

Berggangar eru sprungufyllingar, það er að segja bergkvika sem þrýst hefur út í sprungur í berginu og storknað þar. Berggangar eru því alltaf yngri en bergið í kring. Venjulega er þeim skipt í tvennt; ganga sem upphaflega voru sem næst lóðréttir og lagganga eða „sillur“ sem fylgja jarðlagamótum. Víðast hvar mynda berggangar „sveima“ eða „reinar“ sem tengjast ákveðinni eldstöð. Einn slíkur sveimur er áberandi upp af Tíðaskarði á Kjalarnesi.

Lóðréttir berggangar skera hraunlagastafla í gangasveim við Karlsstaði í Berufirði.

Berggangar geta verið aðfærslukerfi bergkviku að eldstöð, eða þeir hafa getað myndast við lárétt „kvikuhlaup“ út frá eldstöð. Í Kröflueldum 1975-84 var fylgst með myndun slíkra ganga með jarðskjálftamælingum. Sem dæmi má nefna að í október árið 1976 sýndu mælingar að landris í Kröflu hafði náð fullri hæð, eina ferðina enn. Hinn 31. þess mánaðar hófst skjálftavirkni 10 km norðan við Kröflu sem færðist 15 km norður á bóginn næstu 12 klukkutímana jafnframt því sem land seig í Kröflu. Brennisteinsgufur stigu upp úr sprungum eftir því sem skjálftavirknin færðist norðar.

Þetta var túlkað þannig að kvika frá Kröflu streymdi norður á bóginn. Fyrstu 10 km fór hún eftir sprungu sem áður hafði myndast, en eftir það braut hún bergið í leiðinni jafnframt því sem sprungur á yfirborði gleikkuðu. Í Kröflueldum endurtók þetta sig margsinnis og kvika streymdi ýmist til norðurs eða suðurs. Stundum fylgdi eldgos en oft ekki. Þegar kvikan storknaði var orðinn til nýr berggangur.

Moses Rock-berggangurinn í Cane-dal í Utah í Bandaríkjunum.

Með segulmælingum á gömlum göngum má stundum ákvarða hvort kvikan hafi streymt lárétt eða lóðrétt, og hvort tveggja er sem sagt þekkt. Í tertíera bergstaflanum á Austfjörðum og Vestfjörðum má ætla að gangar hafi yfirleitt verið lóðréttir í upphafi, það er hornréttir á hraunlögin, en 10-20 gráðu halli frá lóðréttu stafi þá af því að allur staflinn hallar.

Í kringum megineldstöðvar finnast oft keilugangar, það er gangar sem mynda öfuga keilu með „toppinn“ í miðju eldstöðvarinnar. Jafnframt er víða að finna lagganga, sem þá liggja samsíða hraunlögunum og hafa skotist inn á milli þeirra. Iðulega er ekki augljóst hvort um hraunlög eða innskotslög er að ræða. Það má þá greina af því að báðar brúnir ganganna eru glerjaðar, það er hraðkældar, en á hraunum er það bara neðri brúnin.

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

9.1.2003

Síðast uppfært

12.5.2021

Spyrjandi

Rannveig Garðarsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru berggangar og hvers vegna halla þeir oft út á aðra hliðina?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2003, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2990.

Sigurður Steinþórsson. (2003, 9. janúar). Hvað eru berggangar og hvers vegna halla þeir oft út á aðra hliðina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2990

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru berggangar og hvers vegna halla þeir oft út á aðra hliðina?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2003. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2990>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru berggangar og hvers vegna halla þeir oft út á aðra hliðina?
Berggangar eru sprungufyllingar, það er að segja bergkvika sem þrýst hefur út í sprungur í berginu og storknað þar. Berggangar eru því alltaf yngri en bergið í kring. Venjulega er þeim skipt í tvennt; ganga sem upphaflega voru sem næst lóðréttir og lagganga eða „sillur“ sem fylgja jarðlagamótum. Víðast hvar mynda berggangar „sveima“ eða „reinar“ sem tengjast ákveðinni eldstöð. Einn slíkur sveimur er áberandi upp af Tíðaskarði á Kjalarnesi.

Lóðréttir berggangar skera hraunlagastafla í gangasveim við Karlsstaði í Berufirði.

Berggangar geta verið aðfærslukerfi bergkviku að eldstöð, eða þeir hafa getað myndast við lárétt „kvikuhlaup“ út frá eldstöð. Í Kröflueldum 1975-84 var fylgst með myndun slíkra ganga með jarðskjálftamælingum. Sem dæmi má nefna að í október árið 1976 sýndu mælingar að landris í Kröflu hafði náð fullri hæð, eina ferðina enn. Hinn 31. þess mánaðar hófst skjálftavirkni 10 km norðan við Kröflu sem færðist 15 km norður á bóginn næstu 12 klukkutímana jafnframt því sem land seig í Kröflu. Brennisteinsgufur stigu upp úr sprungum eftir því sem skjálftavirknin færðist norðar.

Þetta var túlkað þannig að kvika frá Kröflu streymdi norður á bóginn. Fyrstu 10 km fór hún eftir sprungu sem áður hafði myndast, en eftir það braut hún bergið í leiðinni jafnframt því sem sprungur á yfirborði gleikkuðu. Í Kröflueldum endurtók þetta sig margsinnis og kvika streymdi ýmist til norðurs eða suðurs. Stundum fylgdi eldgos en oft ekki. Þegar kvikan storknaði var orðinn til nýr berggangur.

Moses Rock-berggangurinn í Cane-dal í Utah í Bandaríkjunum.

Með segulmælingum á gömlum göngum má stundum ákvarða hvort kvikan hafi streymt lárétt eða lóðrétt, og hvort tveggja er sem sagt þekkt. Í tertíera bergstaflanum á Austfjörðum og Vestfjörðum má ætla að gangar hafi yfirleitt verið lóðréttir í upphafi, það er hornréttir á hraunlögin, en 10-20 gráðu halli frá lóðréttu stafi þá af því að allur staflinn hallar.

Í kringum megineldstöðvar finnast oft keilugangar, það er gangar sem mynda öfuga keilu með „toppinn“ í miðju eldstöðvarinnar. Jafnframt er víða að finna lagganga, sem þá liggja samsíða hraunlögunum og hafa skotist inn á milli þeirra. Iðulega er ekki augljóst hvort um hraunlög eða innskotslög er að ræða. Það má þá greina af því að báðar brúnir ganganna eru glerjaðar, það er hraðkældar, en á hraunum er það bara neðri brúnin.

Myndir:

...