Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Bera allir Sikhar sama eftirnafn?

EMB

Ég hef heyrt að trúflokkur manna á Indlands/Pakistan-svæðinu sem kallast Sikhar hafi allir sama eftirnafn. Hvers vegna?Sikha-trú er eingyðistrú og skyld bæði hindúatrú og íslam. Sikhar eru um 23 milljónir og langflestir búsettir í Indlandi.

Samkvæmt trúarhefð Sikha bera allar konur millinafnið Kaur, sem merkir prinsessa, og allir karlar bera millinafnið Singh, sem merkir ljón. Að auki ber fólk fornafn, sem er óháð kyni (Davinder og Harpreet geta því verið tvær stúlkur, tveir drengir eða stúlka og drengur), og ættarnafn.

Sikhar leggja mikla áherslu á að allir séu jafnir og hafna því með öllu stéttaskiptingu hindúa. Þar sem ættarnöfn gefa stétt þeirra til kynna eru Sikhar almennt tregir til að nota ættarnafn sitt og nota því yfirleitt Singh eða Kaur sem eftirnafn.

Heimildir:

Mynd: The Sikhism Home Page

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

9.1.2003

Spyrjandi

Þorsteinn Thorarensen

Tilvísun

EMB. „Bera allir Sikhar sama eftirnafn?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2003, sótt 19. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2991.

EMB. (2003, 9. janúar). Bera allir Sikhar sama eftirnafn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2991

EMB. „Bera allir Sikhar sama eftirnafn?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2003. Vefsíða. 19. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2991>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Bera allir Sikhar sama eftirnafn?

Ég hef heyrt að trúflokkur manna á Indlands/Pakistan-svæðinu sem kallast Sikhar hafi allir sama eftirnafn. Hvers vegna?Sikha-trú er eingyðistrú og skyld bæði hindúatrú og íslam. Sikhar eru um 23 milljónir og langflestir búsettir í Indlandi.

Samkvæmt trúarhefð Sikha bera allar konur millinafnið Kaur, sem merkir prinsessa, og allir karlar bera millinafnið Singh, sem merkir ljón. Að auki ber fólk fornafn, sem er óháð kyni (Davinder og Harpreet geta því verið tvær stúlkur, tveir drengir eða stúlka og drengur), og ættarnafn.

Sikhar leggja mikla áherslu á að allir séu jafnir og hafna því með öllu stéttaskiptingu hindúa. Þar sem ættarnöfn gefa stétt þeirra til kynna eru Sikhar almennt tregir til að nota ættarnafn sitt og nota því yfirleitt Singh eða Kaur sem eftirnafn.

Heimildir:

Mynd: The Sikhism Home Page...