
Við hirð Loðvíks 14. var ballettinn mjög vinsæll og konungurinn dansaði sjálfur í fjölmörgum sýningum. Loðvík 14. stóð einnig fyrir stofnun Académie royale de danse árið 1661 en þar var lagður grunnur að danstækni í hefðbundnum ballett. Tæknin byggist á fimm grunnstöðum og býsna flóknu kerfi spora og stellinga. Fyrsti Íslendingurinn sem lagði stund á ballett var Ásta Norman (1904-85). Hún lærði ballett í Leipzig í Þýskalandi árið 1921 og stofnaði fyrsta listadansskóla Íslands árið 1927. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hver fann upp dans? eftir Rögnu Söru Jónsdóttur
- Hvað var endurreisnartímabilið og hvað var svona merkilegt við það í myndlist? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson
- Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
- Ballet. Grein á Britannica.com.
- Ballet Comique de la Reine. Grein á Wikipedia.org.
- Ballet timeline. Grein á Wikipedia.org.
- Ballet. Grein á Wikipedia.org.
- Miami Artzine.com. Sótt 16.6.2009.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.