Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvenær var ballett fundinn upp?

Dóra Kristín Rafnsdóttir, Andrea Sif Sigurðardóttir og Snædís Inga Rúnarsdóttir

Ballett er listdans sem á rætur að rekja til ítölsku endurreisnarinnar en þar var dansað á hirðskemmtunum. Þegar ítalska aðalskonan Katrín af Medici (1519-1589) giftist Hinriki II konungi Frakka, flutti hún með sér listdansinn og stundum er sagt að tæknin sem ballettinn byggir á sé uppruninn við hirð hennar í Frakklandi á 16. öld.

Hirðskemmtunin Ballet Comique de la Reine eftir Balthasar de Beaujoyeulx er yfirlett talin vera fyrsta ballettverkið. Það var flutt árið 1581 við hirð Katrínar af Medici og var um fimm tíma langt.



Við hirð Loðvíks 14. var ballettinn mjög vinsæll og konungurinn dansaði sjálfur í fjölmörgum sýningum. Loðvík 14. stóð einnig fyrir stofnun Académie royale de danse árið 1661 en þar var lagður grunnur að danstækni í hefðbundnum ballett. Tæknin byggist á fimm grunnstöðum og býsna flóknu kerfi spora og stellinga.

Fyrsti Íslendingurinn sem lagði stund á ballett var Ásta Norman (1904-85). Hún lærði ballett í Leipzig í Þýskalandi árið 1921 og stofnaði fyrsta listadansskóla Íslands árið 1927.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

16.6.2009

Spyrjandi

Íris Hauksdóttir, f. 1993, Helga Gabríela, f. 1991, Þórhildur Jensdóttir

Tilvísun

Dóra Kristín Rafnsdóttir, Andrea Sif Sigurðardóttir og Snædís Inga Rúnarsdóttir. „Hvenær var ballett fundinn upp?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2009. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=29981.

Dóra Kristín Rafnsdóttir, Andrea Sif Sigurðardóttir og Snædís Inga Rúnarsdóttir. (2009, 16. júní). Hvenær var ballett fundinn upp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29981

Dóra Kristín Rafnsdóttir, Andrea Sif Sigurðardóttir og Snædís Inga Rúnarsdóttir. „Hvenær var ballett fundinn upp?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2009. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29981>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var ballett fundinn upp?
Ballett er listdans sem á rætur að rekja til ítölsku endurreisnarinnar en þar var dansað á hirðskemmtunum. Þegar ítalska aðalskonan Katrín af Medici (1519-1589) giftist Hinriki II konungi Frakka, flutti hún með sér listdansinn og stundum er sagt að tæknin sem ballettinn byggir á sé uppruninn við hirð hennar í Frakklandi á 16. öld.

Hirðskemmtunin Ballet Comique de la Reine eftir Balthasar de Beaujoyeulx er yfirlett talin vera fyrsta ballettverkið. Það var flutt árið 1581 við hirð Katrínar af Medici og var um fimm tíma langt.



Við hirð Loðvíks 14. var ballettinn mjög vinsæll og konungurinn dansaði sjálfur í fjölmörgum sýningum. Loðvík 14. stóð einnig fyrir stofnun Académie royale de danse árið 1661 en þar var lagður grunnur að danstækni í hefðbundnum ballett. Tæknin byggist á fimm grunnstöðum og býsna flóknu kerfi spora og stellinga.

Fyrsti Íslendingurinn sem lagði stund á ballett var Ásta Norman (1904-85). Hún lærði ballett í Leipzig í Þýskalandi árið 1921 og stofnaði fyrsta listadansskóla Íslands árið 1927.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009....