Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver fann upp skíðin?

Guðrún Carstensdóttir og Unnar Árnason

Elstu skíðin sem fundist hafa eru um 4.500 ára gömul. Aðeins annað skíðið fannst reyndar, í Svíþjóð, en það er stutt og breitt, ólíkt löngu og mjóu skíðunum sem tíðkast í dag. Mörg forn skíði hafa fundist á Norðurlöndum, mismunandi að lögun, en reglan hefur verið sú að þau mjókki og lengist eftir því sem norðar dregur.

Gera má ráð fyrir að skíði séu mun eldri en elsti fundurinn gefur til kynna. Talið er að þau hafi orðið til fyrir um 8.000 árum, við lok síðustu ísaldar, líklega í Asíu og þaðan borist vestur til Skandinavíu. Á svæðum kringum norður-heimskautsbaug hafa fundist fornar hella- og steinristur sem sýna menn á skíðum, sú frægasta líklega frá Rodoy í Noregi en hún er talin jafngömul elstu skíðunum, um 4.500 ára gömul. Rodoy-myndin sýnir mann á skíðum með áhald sem kann að hafa verið notað við veiðar.


Steinristan frá Rodoy, Noregi

Skíði gegndu lengst af því einfalda hlutverki að auðvelda mönnum ferðir í snjó, við flutninga, veiðar og annað því um líkt. Fræg dæmi eru um að skíði hafi reynst skipta sköpum í hernaði á Norðurlöndum, eins og Birkebeinerennet í Noregi og Vasaloppet í Svíþjóð eru til minningar um.

Skíðaíþróttin verður svo eiginlega til á 18. öld á Þelamörk í Noregi, og þangað má rekja upphaf bæði norrænna greina og alpagreina. Þelmerkingurinn Sondre Norheim er talinn hafa bylt skíðaiðkun árið 1868 með því að setja band yfir hælinn sem festist við táfestinguna. Þetta gerði mönnum kleift að beygja og stökkva á skíðunum án þess að þau losnuðu úr festingunni sem þangað til hafði aðeins náð um tærnar. Þessi gerð festingar hentaði einstaklega vel göngugreinum og stökki, norrænu greinunum, og á fyrstu Vetrarólympíuleikunum 1924 var aðeins keppt í norrænum greinum. Þelamerkurfestingarnar reyndust ekki eins góðar í bröttu fjalllendi Mið-Evrópu, Ölpunum, og til að ná betri stjórn á skíðunum voru þau líka fest við hælinn. Þannig urðu alpagreinar til og keppt var í þeim fyrst á Vetrarólympíuleikunum 1936.

Norðmaðurinn Nikulás Buch er fyrsti skíðakennarinn sem vitað er um á Íslandi, en hann kenndi fólki að skíða og búa til skíði á Húsavík á 18. öld. Síðan breiddist skíðaíþróttin hægt og rólega um landið og segja má að í dag séu starfrækt skíðafélög hér á landi þar sem því verður mögulega við komið.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

grunnskólanemi í Brekkubæjarskóla

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

16.1.2003

Spyrjandi

Berglind Kristinsdóttir, f. 1986

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Carstensdóttir og Unnar Árnason. „Hver fann upp skíðin?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3008.

Guðrún Carstensdóttir og Unnar Árnason. (2003, 16. janúar). Hver fann upp skíðin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3008

Guðrún Carstensdóttir og Unnar Árnason. „Hver fann upp skíðin?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3008>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp skíðin?
Elstu skíðin sem fundist hafa eru um 4.500 ára gömul. Aðeins annað skíðið fannst reyndar, í Svíþjóð, en það er stutt og breitt, ólíkt löngu og mjóu skíðunum sem tíðkast í dag. Mörg forn skíði hafa fundist á Norðurlöndum, mismunandi að lögun, en reglan hefur verið sú að þau mjókki og lengist eftir því sem norðar dregur.

Gera má ráð fyrir að skíði séu mun eldri en elsti fundurinn gefur til kynna. Talið er að þau hafi orðið til fyrir um 8.000 árum, við lok síðustu ísaldar, líklega í Asíu og þaðan borist vestur til Skandinavíu. Á svæðum kringum norður-heimskautsbaug hafa fundist fornar hella- og steinristur sem sýna menn á skíðum, sú frægasta líklega frá Rodoy í Noregi en hún er talin jafngömul elstu skíðunum, um 4.500 ára gömul. Rodoy-myndin sýnir mann á skíðum með áhald sem kann að hafa verið notað við veiðar.


Steinristan frá Rodoy, Noregi

Skíði gegndu lengst af því einfalda hlutverki að auðvelda mönnum ferðir í snjó, við flutninga, veiðar og annað því um líkt. Fræg dæmi eru um að skíði hafi reynst skipta sköpum í hernaði á Norðurlöndum, eins og Birkebeinerennet í Noregi og Vasaloppet í Svíþjóð eru til minningar um.

Skíðaíþróttin verður svo eiginlega til á 18. öld á Þelamörk í Noregi, og þangað má rekja upphaf bæði norrænna greina og alpagreina. Þelmerkingurinn Sondre Norheim er talinn hafa bylt skíðaiðkun árið 1868 með því að setja band yfir hælinn sem festist við táfestinguna. Þetta gerði mönnum kleift að beygja og stökkva á skíðunum án þess að þau losnuðu úr festingunni sem þangað til hafði aðeins náð um tærnar. Þessi gerð festingar hentaði einstaklega vel göngugreinum og stökki, norrænu greinunum, og á fyrstu Vetrarólympíuleikunum 1924 var aðeins keppt í norrænum greinum. Þelamerkurfestingarnar reyndust ekki eins góðar í bröttu fjalllendi Mið-Evrópu, Ölpunum, og til að ná betri stjórn á skíðunum voru þau líka fest við hælinn. Þannig urðu alpagreinar til og keppt var í þeim fyrst á Vetrarólympíuleikunum 1936.

Norðmaðurinn Nikulás Buch er fyrsti skíðakennarinn sem vitað er um á Íslandi, en hann kenndi fólki að skíða og búa til skíði á Húsavík á 18. öld. Síðan breiddist skíðaíþróttin hægt og rólega um landið og segja má að í dag séu starfrækt skíðafélög hér á landi þar sem því verður mögulega við komið.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...