Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Er appelsínusafi óhollari en gos?

Ólöf Guðný Geirsdóttir

Hér verða bornir saman fjórir flokkar drykkja, 1) gosdrykkir og svaladrykkir, 2) ávaxtasafi, 3) svokallaður nektarsafi og 4) vatn.

Gosdrykkir og svaladrykkir

Til þessa flokks teljast allir sykraðir drykkir og sykurskertir drykkir en ekki hreinir ávaxtasafar.

Gosdrykkir eru yfirleitt samsettir úr vatni (85-92%), sykri/sætuefni, bragðefnum, litarefnum, sýru, kolsýru og oftast eru einnig notuð rotvarnarefni. Iðulega er C-vítamíni bætt í svaladrykki til að auka geymsluþol þeirra en einnig til að gera þá "hollari." Á þessari samsetningu má sjá að í sykruðum gos- eða svaladrykk fáum við einungis tómar hitaeiningar og þótt við neytum sykurskertra drykkja þá eru þessir drykkir það súrir að þeir geta valdið tannátu ef ekki er gætt hófs í neyslunni. Það er því ljóst að þessir drykkir geta ekki talist hollir. Íslensk börn og unglingar drekka að jafnaði mun meira af gosdrykkjum og öðrum svaladrykkjum en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndum. Um helmingur af öllum viðbættum sykri sem börn og unglingar fá úr fæðunni kemur úr gos- og svaladrykkjum. Manneldismarkmið miða við að sykurneysla fari ekki yfir 15% orkuneyslunnar en í raun væri betra að miða við að sykurneysla sé undir 10% orkuneyslunnar.

Ávaxtasafi

Hér er átt við 100% hreinan ávaxtasafi án viðbætts sykurs. Yfirleitt er varan búin til úr ávaxtaþykkni sem flutt er til landsins en íslenskur framleiðandi bætir vatni við og er hlutfalls vatns í tilbúnum ávaxtarsafa um 88%. Í ávaxtasafa eru flest þau vítamín og steinefni sem eru í upprunalega ávextinum en við vinnslu tapast þó eitthvað af vítamínum og steinefnum. Oftast er C-vítamíni bætt eftir á í ávaxtasafann bæði í stað þess C-vítamíns sem hefur tapast við vinnsluna og til að auka geymsluþol. Þannig er nokkuð af vítamínum og steinefnum í ávaxtasafa en hafa þarf í huga að hann er kolvetnaríkur og gefur því töluvert af hitaeiningum. Einnig má ekki gleyma því að ávaxtasafi er súr og ætti að neyta hans í hófi til að vernda tennurnar. En þegar á heildina er litið er ávaxtasafi greinilega æskilegri frá hollustusjónarmiðum en gos og svaladrykkir.

Nektarsafi

Þessi vara er til helminga hreinn ávaxtasafi og sykraður svaladrykkur. Í honum er því helmingi minna af vítamínum og steinefnum en í hreinum ávaxtasafa og um leið töluvert af viðbættum sykri.

Vatn

er það besta sem við getum drukkið við þorsta ef við erum að hugsa um að takmarka orkuneyslu og vernda tennurnar. Sem viðmið má segja að vatnsdrykkja eigi ekki að vera undir 30 ml á hvert kg líkamsþyngdar (ml/kg líkamsþyngd), en ml eða millilítri er einn þúsundasti úr lítra. Sem dæmi má áætla að manneskja sem er 60 kg að þyngd ætti ekki að drekka minna af vatni en 1800 ml á dag eða næstum tvo lítra. Athyglisvert er að vatn er fjórði algengasti drykkur Íslendinga á eftir kaffi, mjólk og gosdykkjum sem sýnir að við Íslendingar kunnum ekki að meta sem vert væri þennan góða drykk sem við höfum í næstum hverjum krana.

Höfundur

Ólöf Guðný Geirsdóttir

prófessor í næringarfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.3.2000

Spyrjandi

Erla Dóra Magnúsdóttir, f. 1989

Efnisorð

Tilvísun

Ólöf Guðný Geirsdóttir. „Er appelsínusafi óhollari en gos?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2000. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=301.

Ólöf Guðný Geirsdóttir. (2000, 28. mars). Er appelsínusafi óhollari en gos? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=301

Ólöf Guðný Geirsdóttir. „Er appelsínusafi óhollari en gos?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2000. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=301>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er appelsínusafi óhollari en gos?

Hér verða bornir saman fjórir flokkar drykkja, 1) gosdrykkir og svaladrykkir, 2) ávaxtasafi, 3) svokallaður nektarsafi og 4) vatn.

Gosdrykkir og svaladrykkir

Til þessa flokks teljast allir sykraðir drykkir og sykurskertir drykkir en ekki hreinir ávaxtasafar.

Gosdrykkir eru yfirleitt samsettir úr vatni (85-92%), sykri/sætuefni, bragðefnum, litarefnum, sýru, kolsýru og oftast eru einnig notuð rotvarnarefni. Iðulega er C-vítamíni bætt í svaladrykki til að auka geymsluþol þeirra en einnig til að gera þá "hollari." Á þessari samsetningu má sjá að í sykruðum gos- eða svaladrykk fáum við einungis tómar hitaeiningar og þótt við neytum sykurskertra drykkja þá eru þessir drykkir það súrir að þeir geta valdið tannátu ef ekki er gætt hófs í neyslunni. Það er því ljóst að þessir drykkir geta ekki talist hollir. Íslensk börn og unglingar drekka að jafnaði mun meira af gosdrykkjum og öðrum svaladrykkjum en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndum. Um helmingur af öllum viðbættum sykri sem börn og unglingar fá úr fæðunni kemur úr gos- og svaladrykkjum. Manneldismarkmið miða við að sykurneysla fari ekki yfir 15% orkuneyslunnar en í raun væri betra að miða við að sykurneysla sé undir 10% orkuneyslunnar.

Ávaxtasafi

Hér er átt við 100% hreinan ávaxtasafi án viðbætts sykurs. Yfirleitt er varan búin til úr ávaxtaþykkni sem flutt er til landsins en íslenskur framleiðandi bætir vatni við og er hlutfalls vatns í tilbúnum ávaxtarsafa um 88%. Í ávaxtasafa eru flest þau vítamín og steinefni sem eru í upprunalega ávextinum en við vinnslu tapast þó eitthvað af vítamínum og steinefnum. Oftast er C-vítamíni bætt eftir á í ávaxtasafann bæði í stað þess C-vítamíns sem hefur tapast við vinnsluna og til að auka geymsluþol. Þannig er nokkuð af vítamínum og steinefnum í ávaxtasafa en hafa þarf í huga að hann er kolvetnaríkur og gefur því töluvert af hitaeiningum. Einnig má ekki gleyma því að ávaxtasafi er súr og ætti að neyta hans í hófi til að vernda tennurnar. En þegar á heildina er litið er ávaxtasafi greinilega æskilegri frá hollustusjónarmiðum en gos og svaladrykkir.

Nektarsafi

Þessi vara er til helminga hreinn ávaxtasafi og sykraður svaladrykkur. Í honum er því helmingi minna af vítamínum og steinefnum en í hreinum ávaxtasafa og um leið töluvert af viðbættum sykri.

Vatn

er það besta sem við getum drukkið við þorsta ef við erum að hugsa um að takmarka orkuneyslu og vernda tennurnar. Sem viðmið má segja að vatnsdrykkja eigi ekki að vera undir 30 ml á hvert kg líkamsþyngdar (ml/kg líkamsþyngd), en ml eða millilítri er einn þúsundasti úr lítra. Sem dæmi má áætla að manneskja sem er 60 kg að þyngd ætti ekki að drekka minna af vatni en 1800 ml á dag eða næstum tvo lítra. Athyglisvert er að vatn er fjórði algengasti drykkur Íslendinga á eftir kaffi, mjólk og gosdykkjum sem sýnir að við Íslendingar kunnum ekki að meta sem vert væri þennan góða drykk sem við höfum í næstum hverjum krana....