Utan um eggin er hlaup sem hefur að geyma efnasambönd, sem valda því að eggin þenjast út, og eykur það líkurnar til muna að frjóvgun eigi sér stað. Eftir að æxlun á sér stað yfirgefa foreldrarnir frjóvgunarstaðinn, tjörnina eða annað votlendi. Mikill minnihluti frosktegunda sýnir afkvæmum eða frjóvguðum eggjum nokkra umhyggju; ungviðið þarf yfirleitt að heyja lífsbaráttuna eitt og sér án verndar foreldranna. Kvenfroskar geta losað nokkuð hundruð egg sem er nauðsynlegt vegna þess hve afföllin eru oftast gríðarlega mikil. Hjá þeirri frosktegund sem hefur verið hvað mest rannsökuð, norður-ameríska trjáfrosknum (Rana sylvaticus), er æxlunartímabilið snemma á vorin. Í apríl hafa eggin síðan klakist út og litlar halakörtur synda um í tjörnum. Í júní eru körturnar komnar með fótleggi og þær hafa misst halann, sem auðveldaði þeim að komast leiðar sinnar í tjörninni. Á þessu stigi eru körturnar að undirbúa síðari hluta lífsferlisins, að gerast landdýr. Þegar körturnar eru tilbúnar að yfirgefa tjörnina eru þær smækkuð eftirmynd foreldra sinna og hefja þá leit að fæðu.
Hvernig æxlast froskar?
Utan um eggin er hlaup sem hefur að geyma efnasambönd, sem valda því að eggin þenjast út, og eykur það líkurnar til muna að frjóvgun eigi sér stað. Eftir að æxlun á sér stað yfirgefa foreldrarnir frjóvgunarstaðinn, tjörnina eða annað votlendi. Mikill minnihluti frosktegunda sýnir afkvæmum eða frjóvguðum eggjum nokkra umhyggju; ungviðið þarf yfirleitt að heyja lífsbaráttuna eitt og sér án verndar foreldranna. Kvenfroskar geta losað nokkuð hundruð egg sem er nauðsynlegt vegna þess hve afföllin eru oftast gríðarlega mikil. Hjá þeirri frosktegund sem hefur verið hvað mest rannsökuð, norður-ameríska trjáfrosknum (Rana sylvaticus), er æxlunartímabilið snemma á vorin. Í apríl hafa eggin síðan klakist út og litlar halakörtur synda um í tjörnum. Í júní eru körturnar komnar með fótleggi og þær hafa misst halann, sem auðveldaði þeim að komast leiðar sinnar í tjörninni. Á þessu stigi eru körturnar að undirbúa síðari hluta lífsferlisins, að gerast landdýr. Þegar körturnar eru tilbúnar að yfirgefa tjörnina eru þær smækkuð eftirmynd foreldra sinna og hefja þá leit að fæðu.
Útgáfudagur
16.1.2003
Spyrjandi
Tanja Rós Ívarsdóttir, f. 1990
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvernig æxlast froskar?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2003, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3014.
Jón Már Halldórsson. (2003, 16. janúar). Hvernig æxlast froskar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3014
Jón Már Halldórsson. „Hvernig æxlast froskar?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2003. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3014>.