Sólin Sólin Rís 08:57 • sest 18:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:39 • Sest 09:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:01 • Síðdegis: 12:30 í Reykjavík

Hvað vitið þið um Tibetan Spaniel hundinn?

Jón Már Halldórsson

Hundar af ræktunarafbrigðinu Tibetan Spaniel eru á bilinu rúmlega 4 til 7,5 kíló að þyngd og um 25 cm á hæð yfir herðakambinn. Þeir eru ákaflega kviklyndir og gæddir sæmilegum gáfum.

Eins og nafnið gefur til kynna þá voru þessir hundar fyrst ræktaðir í Tíbet í Mið-Asíu og má rekja uppruna þeirra 2 þúsund ár aftur í tímann. Hundasérfræðingum hefur þó ekki tekist að rekja ræktunarsögu þessara hunda það langt aftur að geta borið kennsl á þau afbrigði sem hann er kominn af.

Tibetan Spaniel voru ræktaðir af tíbetskum munkum. Hundarnir yfirgáfu ekki klaustrin nema sem gjafir til tiginborinna gesta sem þangað komu í heimsókn. Hundarnir gegndu nokkrum hlutverkum í klaustrunum, til dæmis voru þeir góður félagsskapur munkanna og héldu rúmum þeirra hlýjum á köldum nóttum. Þótt litlir væru reyndust þeir góðir varðhundar og voru hafðir upp á virkisveggjum klaustranna. Ef einhver nálgaðist virkisveggina þá létu þeir í sér heyra með háu gelti og aðvöruðu þannig munkana og hina eiginlegu klausturvarðhunda (sem voru langoftast hundar af ræktunarafbrigðinu Tibetan Mastiff).

Talið er að fyrsti Tibetan Spaniel hundurinn hafi borist til Evrópu árið 1898 en fáir hundar af þessari tegund voru ræktaðir fram yfir síðari heimsstyrjöld. Árið 1966 barst Tibetan Spaniel fyrst til Bandaríkjanna og árið 1971 voru stofnuð sérstök ræktendasamtök um Tibetan Spaniel þar í landi, Tibetan Spaniel Club of America (TSCA)

Tibetan Spaniel geta náð háum aldri og margir verða yfir 15 ára gamlir. Þeir eru trúir uppruna sínum og geta látið vel í sér heyra þegar ókunnugir koma inn á heimili, en eru ekki líklegir til að bíta viðkomandi gest enda ekki miklir slagsmálahundar.

Nokkur önnur ræktunarafbrigði eru upprunnin frá Tíbet eins og Tibetan Mastiff sem eru stórvaxnir bardagahundar og einnig notaðir í munkaklaustrum eins og áður segir. Önnur minna þekkt afbrigði eru til dæmis Lhasa Apso og Kyi-Apso.

Nánar má fræðast um Tibetan Spaniel á netinu, til dæmis á:

Mynd: Dogbiz.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.1.2003

Spyrjandi

Halldór Sveinbjörnsson,
f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað vitið þið um Tibetan Spaniel hundinn?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2003. Sótt 23. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3017.

Jón Már Halldórsson. (2003, 17. janúar). Hvað vitið þið um Tibetan Spaniel hundinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3017

Jón Már Halldórsson. „Hvað vitið þið um Tibetan Spaniel hundinn?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2003. Vefsíða. 23. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3017>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað vitið þið um Tibetan Spaniel hundinn?
Hundar af ræktunarafbrigðinu Tibetan Spaniel eru á bilinu rúmlega 4 til 7,5 kíló að þyngd og um 25 cm á hæð yfir herðakambinn. Þeir eru ákaflega kviklyndir og gæddir sæmilegum gáfum.

Eins og nafnið gefur til kynna þá voru þessir hundar fyrst ræktaðir í Tíbet í Mið-Asíu og má rekja uppruna þeirra 2 þúsund ár aftur í tímann. Hundasérfræðingum hefur þó ekki tekist að rekja ræktunarsögu þessara hunda það langt aftur að geta borið kennsl á þau afbrigði sem hann er kominn af.

Tibetan Spaniel voru ræktaðir af tíbetskum munkum. Hundarnir yfirgáfu ekki klaustrin nema sem gjafir til tiginborinna gesta sem þangað komu í heimsókn. Hundarnir gegndu nokkrum hlutverkum í klaustrunum, til dæmis voru þeir góður félagsskapur munkanna og héldu rúmum þeirra hlýjum á köldum nóttum. Þótt litlir væru reyndust þeir góðir varðhundar og voru hafðir upp á virkisveggjum klaustranna. Ef einhver nálgaðist virkisveggina þá létu þeir í sér heyra með háu gelti og aðvöruðu þannig munkana og hina eiginlegu klausturvarðhunda (sem voru langoftast hundar af ræktunarafbrigðinu Tibetan Mastiff).

Talið er að fyrsti Tibetan Spaniel hundurinn hafi borist til Evrópu árið 1898 en fáir hundar af þessari tegund voru ræktaðir fram yfir síðari heimsstyrjöld. Árið 1966 barst Tibetan Spaniel fyrst til Bandaríkjanna og árið 1971 voru stofnuð sérstök ræktendasamtök um Tibetan Spaniel þar í landi, Tibetan Spaniel Club of America (TSCA)

Tibetan Spaniel geta náð háum aldri og margir verða yfir 15 ára gamlir. Þeir eru trúir uppruna sínum og geta látið vel í sér heyra þegar ókunnugir koma inn á heimili, en eru ekki líklegir til að bíta viðkomandi gest enda ekki miklir slagsmálahundar.

Nokkur önnur ræktunarafbrigði eru upprunnin frá Tíbet eins og Tibetan Mastiff sem eru stórvaxnir bardagahundar og einnig notaðir í munkaklaustrum eins og áður segir. Önnur minna þekkt afbrigði eru til dæmis Lhasa Apso og Kyi-Apso.

Nánar má fræðast um Tibetan Spaniel á netinu, til dæmis á:

Mynd: Dogbiz.com...