Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju dó dódó-fuglinn út?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju dó Dódó-fuglinn út og hvað getið þið sagt mér um hann?
Dódó-fuglinn (Raphus cucullatus), eða dúdúfuglinn eins og hann nefnist á íslensku, lifði á eyjunni Máritíus á Indlandshafi. Þar sem nokkrar aldir eru liðnar síðan dúdúfuglinn dó út, byggist vitneskja um líffræði og hegðun fuglsins fyrst og fremst á frásögnum og dagbókum sæfara sem heimsóttu Máritíus. Nokkuð af steingervingum hefur þó varðveist. Þessar upplýsingar hafa nýst fugla- og vistfræðingum, til að draga upp mynd af fuglinum.



Vísindamenn telja að dúdúfuglinn, sem var fjarskyldur ættingi dúfna, hafi numið land á Máritíus fyrir um 4 milljónum ára. Dúdúfuglinn var ófleygur en talið er að hann hafi smátt og smátt tapað hæfileikanum til að fljúga þar sem engir náttúrulegir óvinir voru á eyjunni.

Dúdúfuglar voru mjög skrokkmiklir og klunnalegir og gátu vegið á bilinu 13-23 kíló. Samkvæmt lýsingum og teikningum voru þeir alsettir gráum mjúkum fjöðrum en með hvítar stélfjaðrir. Hausinn var ljósari en skrokkurinn og augun lítil og gulleit. Goggurinn, sem var stór og mikill og frambeygður líkt og hjá ránfuglum, var ljósgrænn og út í það að vera ljósgulur að lit.

Dúdúfuglinn borðaði fisk ef marka má frásögn sæfara nokkurs sem sá nokkra fugla standa í fjörupolli og háma í sig fiska sem höfðu strandað í pollum þegar fjaraði út. Ekkert er vitað um æxlunarhátterni fuglsins.

Af skrifum má dæma að sæförum hafi þótt gaman að ýmsu í hátterni fuglsins, til dæmis hversu latur og klaufalegur hann þótti vera. Auk þess þótti þeim fuglinn vera mjög heimskur. Fuglarnir voru með mjög framstæða bringu og þegar sjómenn eltu þá uppi voru þeir svo valtir að þeir ultu um koll og voru því auðveld bráð.

Þó svo að flestar teikningar af fuglinum sýni hann á klöpp við sjóinn þá er talið að hann hafi fyrst og fremst verið skógarfugl. Hann verpti á skógarbotninum og hefur sennilega einnig tínt fræ trjátegundar nokkurrar sem hefur með hvarfi fuglsins verið á hröðu undanhaldi.

Sennilega voru portúgalskir sæfarar fyrstir Evrópubúa til að taka land á Máritíus snemma á 16. öld. Næstu áratugi var Máritíus vinsæll viðkomustaður portúgalskra, enskra og hollenskra skipa, sennilega vegna dúdúfuglsins. Fuglinn var veiddur í óhófi á þessum tíma og kjötið saltað svo það varðveittist betur á löngum ferðum skipanna um heimshöfin.

Hollendingar eignuðu sér Máritíus fyrir miðja 17. öld og gerðu tvær tilraunir, frá 1638-1658 og 1664-1710, til að nema þar land og koma á fastri búsetu. Þó svo að tími þeirra á Máritíus hafi ekki verið langur hafði hann afdrifaríkar afleiðingar fyrir dúdúfuglinn. Landnemunum fylgdu svín, hundar og kettir og síðast en ekki síst slæddust rottur með. Sambýli við þessar aðkomutegundir reyndist dúdúfuglinum erfitt. Rottur tóku egg og kettir unga, auk ýmissa annarra truflana sem fuglinn varð fyrir. Þetta, til viðbótar við mikla veiði, leiddi til þess að dúdúfuglinn dó út árið 1681.

Mynd: R@cine

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.1.2003

Spyrjandi

Þórarinn Blöndal

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju dó dódó-fuglinn út?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2003, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3018.

Jón Már Halldórsson. (2003, 17. janúar). Af hverju dó dódó-fuglinn út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3018

Jón Már Halldórsson. „Af hverju dó dódó-fuglinn út?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2003. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3018>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju dó dódó-fuglinn út?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju dó Dódó-fuglinn út og hvað getið þið sagt mér um hann?
Dódó-fuglinn (Raphus cucullatus), eða dúdúfuglinn eins og hann nefnist á íslensku, lifði á eyjunni Máritíus á Indlandshafi. Þar sem nokkrar aldir eru liðnar síðan dúdúfuglinn dó út, byggist vitneskja um líffræði og hegðun fuglsins fyrst og fremst á frásögnum og dagbókum sæfara sem heimsóttu Máritíus. Nokkuð af steingervingum hefur þó varðveist. Þessar upplýsingar hafa nýst fugla- og vistfræðingum, til að draga upp mynd af fuglinum.



Vísindamenn telja að dúdúfuglinn, sem var fjarskyldur ættingi dúfna, hafi numið land á Máritíus fyrir um 4 milljónum ára. Dúdúfuglinn var ófleygur en talið er að hann hafi smátt og smátt tapað hæfileikanum til að fljúga þar sem engir náttúrulegir óvinir voru á eyjunni.

Dúdúfuglar voru mjög skrokkmiklir og klunnalegir og gátu vegið á bilinu 13-23 kíló. Samkvæmt lýsingum og teikningum voru þeir alsettir gráum mjúkum fjöðrum en með hvítar stélfjaðrir. Hausinn var ljósari en skrokkurinn og augun lítil og gulleit. Goggurinn, sem var stór og mikill og frambeygður líkt og hjá ránfuglum, var ljósgrænn og út í það að vera ljósgulur að lit.

Dúdúfuglinn borðaði fisk ef marka má frásögn sæfara nokkurs sem sá nokkra fugla standa í fjörupolli og háma í sig fiska sem höfðu strandað í pollum þegar fjaraði út. Ekkert er vitað um æxlunarhátterni fuglsins.

Af skrifum má dæma að sæförum hafi þótt gaman að ýmsu í hátterni fuglsins, til dæmis hversu latur og klaufalegur hann þótti vera. Auk þess þótti þeim fuglinn vera mjög heimskur. Fuglarnir voru með mjög framstæða bringu og þegar sjómenn eltu þá uppi voru þeir svo valtir að þeir ultu um koll og voru því auðveld bráð.

Þó svo að flestar teikningar af fuglinum sýni hann á klöpp við sjóinn þá er talið að hann hafi fyrst og fremst verið skógarfugl. Hann verpti á skógarbotninum og hefur sennilega einnig tínt fræ trjátegundar nokkurrar sem hefur með hvarfi fuglsins verið á hröðu undanhaldi.

Sennilega voru portúgalskir sæfarar fyrstir Evrópubúa til að taka land á Máritíus snemma á 16. öld. Næstu áratugi var Máritíus vinsæll viðkomustaður portúgalskra, enskra og hollenskra skipa, sennilega vegna dúdúfuglsins. Fuglinn var veiddur í óhófi á þessum tíma og kjötið saltað svo það varðveittist betur á löngum ferðum skipanna um heimshöfin.

Hollendingar eignuðu sér Máritíus fyrir miðja 17. öld og gerðu tvær tilraunir, frá 1638-1658 og 1664-1710, til að nema þar land og koma á fastri búsetu. Þó svo að tími þeirra á Máritíus hafi ekki verið langur hafði hann afdrifaríkar afleiðingar fyrir dúdúfuglinn. Landnemunum fylgdu svín, hundar og kettir og síðast en ekki síst slæddust rottur með. Sambýli við þessar aðkomutegundir reyndist dúdúfuglinum erfitt. Rottur tóku egg og kettir unga, auk ýmissa annarra truflana sem fuglinn varð fyrir. Þetta, til viðbótar við mikla veiði, leiddi til þess að dúdúfuglinn dó út árið 1681.

Mynd: R@cine...