Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hver fann fyrstur risaeðlubein?

Unnar Árnason

Steingerð risaeðlubein hafa fylgt manninum frá upphafi. Risaeðlur dóu út fyrir um 65 milljónum ára og talið er að sameiginlegur forfaðir manns og apa hafi komið fram fyrir um 5-6 milljónum ára. Vitað er að á forsögulegum tíma nýttu menn sér steingervinga til skraut- og listmunagerðar. Elsta lýsing á risaeðlubeini er frá því um 3.000 fyrir Krist. Kínverskir lyfjagerðarmenn töldu, og telja raunar sumir enn, að risaeðlubeinin væru úr drekum og hefðu lækningamátt væru þau möluð. Líklegt er að steingerð risaeðlubein hafi, ásamt öðrum steingervingum, haft áhrif á ýmsar goðsögur um furðuleg dýr, dreka, griffína (grýfona), sfinxa og þess háttar, og jafnvel á sögur um risa og tröll.

Vísindalegar rannsóknir á risaeðlubeinum má rekja samhliða sögu steingervingafræðinnar (e. paleontology) allt frá árinu 1589 að Bernard nokkur Palissy var brenndur á báli fyrir að halda því fram að steingervingar væru leifar af lífverum frá fyrri tímum. Árið 1676 rannsakaði klerkurinn Robert Plot steingerving, líklega lærbein af risaeðlu (Megalosaurus), og flokkaði sem „steingert bein“. Hugmyndin um steingervinga var orðin til.

Baróninn franski, George Cuvier (1769-1832), var fyrsti vísindamaðurinn sem rannsakaði steingervinga kerfisbundið og setti saman beinagrindur útdauðra dýra. Cuvier var dýra- og líffærafræðingur og renndi vísindalegum stoðum undir steingervingafræðina. Hann setti fram svokallaða líffræðilega heildarkenningu, þess efnis að sérhvert líffæri hefði sérstöku starfrænu (e. functional) hlutverki að gegna fyrir lífveruna, sem markaðist bæði af öðrum líffærum og umhverfi lífverunnar. Í kenningunni fólst einnig að hegðun og hættir lífverunnar mótuðu líffærafræði hennar, en ekki öfugt.

Cuvier beitti kenningu sinni á steingervinga og hún gerði honum kleift að búa til heildarmynd af skepnu þó að eingöngu hefði varðveist partur af henni. Cuvier tók einnig eftir því að lífverurnar sem fundust í jarðlögum urðu ólíkari þeim sem nú eru uppi eftir því sem neðar dró í jarðlögum. Hann dró þó ekki þá ályktun að þetta stafaði af þróun. Cuvier var sköpunarsinni en ekki þróunarsinni. Hann taldi að miklar hamfarir mörkuðu skilin milli jarðskeiða í stuttri sögu jarðarinnar, og að Nóaflóðið væri nýjasta og stærsta dæmið um slíkt. Allar dýrategundir hefðu verið til frá upphafi sköpunar, en sumar þeirra dáið út í hamförum og aðrar tekið við stöðu þeirra í kerfi náttúrunnar.
Cuvier þróaði ekki sérstakar, mótaðar hugmyndir um risaeðlur, þrátt fyrir að hann hefði undir höndum fræg kjálkabein risaeðlu sem síðar var flokkuð undir tegundina Mosasaurus. Skrif Cuviers um þessi bein ásamt kenningum hans höfðu áhrif á breska jarðfræðinginn William Buckland (1784-1856), sem varð fyrstur til að gefa risaeðlu vísindalegt heiti árið 1824. Buckland lýsti skepnu sem hann nefndi Megalosaurus bucklandi, en fyrra orðið þýðir „stór eðla“, út frá nokkrum steingerðum beinum, kjálkabeini, nokkrum hryggjarliðum, og hluta af mjöðm og afturfótum. Buckland reyndi að samræma það sem vísindin höfðu að segja um jarðsöguna og útdauð dýr, við hugmyndir kirkjunnar úr Biblíunni og var því sköpunarsinni líkt og Cuvier.

Það þurfti þróunarsinna til að búa til hugtakið risaeðla. Það gerði Englendingurinn Richard Owen (1804-92) árið 1841. Owen var líffæra- og steingervingafræðingur og hélt því fyrstur manna fram að til hefði verið sérstakur flokkur dýra sem héti dinosaur, það er „hræðileg eðla“ á grísku, og að það væru steingervingar þeirra sem menn væru að rekast á, en ekki leifar af ofvöxnum eðlum eða krókódílum. Owen stóð fyrir því að smíðuð voru líkön, í fullri stærð, af útdauðum dýrum og sýnd á Heimssýningunni í London árið 1851. Hann bauð meira að segja til veislu innan í líkani af risaeðlu. Owen var þróunarsinni líkt og samtímamaður hans Charles Darwin (1809-82), en var hins vegar ósammála Darwin um orsök þróunar. Owen taldi þróun tilkomna vegna þess að lífverur fæddust með þann eiginleika að vilja hverfa frá fyrirmynd foreldranna. Hugmynd Darwins um náttúruval hlaut hinsvegar brautargengi og hefur mótað hugmyndir manna um þróun risaeðla og annarra dýrategunda, síðan á 19. öld.

Hemildir og myndir:

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

20.1.2003

Spyrjandi

Torfi Sigurðarson

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hver fann fyrstur risaeðlubein?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2003. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3022.

Unnar Árnason. (2003, 20. janúar). Hver fann fyrstur risaeðlubein? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3022

Unnar Árnason. „Hver fann fyrstur risaeðlubein?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2003. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3022>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann fyrstur risaeðlubein?
Steingerð risaeðlubein hafa fylgt manninum frá upphafi. Risaeðlur dóu út fyrir um 65 milljónum ára og talið er að sameiginlegur forfaðir manns og apa hafi komið fram fyrir um 5-6 milljónum ára. Vitað er að á forsögulegum tíma nýttu menn sér steingervinga til skraut- og listmunagerðar. Elsta lýsing á risaeðlubeini er frá því um 3.000 fyrir Krist. Kínverskir lyfjagerðarmenn töldu, og telja raunar sumir enn, að risaeðlubeinin væru úr drekum og hefðu lækningamátt væru þau möluð. Líklegt er að steingerð risaeðlubein hafi, ásamt öðrum steingervingum, haft áhrif á ýmsar goðsögur um furðuleg dýr, dreka, griffína (grýfona), sfinxa og þess háttar, og jafnvel á sögur um risa og tröll.

Vísindalegar rannsóknir á risaeðlubeinum má rekja samhliða sögu steingervingafræðinnar (e. paleontology) allt frá árinu 1589 að Bernard nokkur Palissy var brenndur á báli fyrir að halda því fram að steingervingar væru leifar af lífverum frá fyrri tímum. Árið 1676 rannsakaði klerkurinn Robert Plot steingerving, líklega lærbein af risaeðlu (Megalosaurus), og flokkaði sem „steingert bein“. Hugmyndin um steingervinga var orðin til.

Baróninn franski, George Cuvier (1769-1832), var fyrsti vísindamaðurinn sem rannsakaði steingervinga kerfisbundið og setti saman beinagrindur útdauðra dýra. Cuvier var dýra- og líffærafræðingur og renndi vísindalegum stoðum undir steingervingafræðina. Hann setti fram svokallaða líffræðilega heildarkenningu, þess efnis að sérhvert líffæri hefði sérstöku starfrænu (e. functional) hlutverki að gegna fyrir lífveruna, sem markaðist bæði af öðrum líffærum og umhverfi lífverunnar. Í kenningunni fólst einnig að hegðun og hættir lífverunnar mótuðu líffærafræði hennar, en ekki öfugt.

Cuvier beitti kenningu sinni á steingervinga og hún gerði honum kleift að búa til heildarmynd af skepnu þó að eingöngu hefði varðveist partur af henni. Cuvier tók einnig eftir því að lífverurnar sem fundust í jarðlögum urðu ólíkari þeim sem nú eru uppi eftir því sem neðar dró í jarðlögum. Hann dró þó ekki þá ályktun að þetta stafaði af þróun. Cuvier var sköpunarsinni en ekki þróunarsinni. Hann taldi að miklar hamfarir mörkuðu skilin milli jarðskeiða í stuttri sögu jarðarinnar, og að Nóaflóðið væri nýjasta og stærsta dæmið um slíkt. Allar dýrategundir hefðu verið til frá upphafi sköpunar, en sumar þeirra dáið út í hamförum og aðrar tekið við stöðu þeirra í kerfi náttúrunnar.
Cuvier þróaði ekki sérstakar, mótaðar hugmyndir um risaeðlur, þrátt fyrir að hann hefði undir höndum fræg kjálkabein risaeðlu sem síðar var flokkuð undir tegundina Mosasaurus. Skrif Cuviers um þessi bein ásamt kenningum hans höfðu áhrif á breska jarðfræðinginn William Buckland (1784-1856), sem varð fyrstur til að gefa risaeðlu vísindalegt heiti árið 1824. Buckland lýsti skepnu sem hann nefndi Megalosaurus bucklandi, en fyrra orðið þýðir „stór eðla“, út frá nokkrum steingerðum beinum, kjálkabeini, nokkrum hryggjarliðum, og hluta af mjöðm og afturfótum. Buckland reyndi að samræma það sem vísindin höfðu að segja um jarðsöguna og útdauð dýr, við hugmyndir kirkjunnar úr Biblíunni og var því sköpunarsinni líkt og Cuvier.

Það þurfti þróunarsinna til að búa til hugtakið risaeðla. Það gerði Englendingurinn Richard Owen (1804-92) árið 1841. Owen var líffæra- og steingervingafræðingur og hélt því fyrstur manna fram að til hefði verið sérstakur flokkur dýra sem héti dinosaur, það er „hræðileg eðla“ á grísku, og að það væru steingervingar þeirra sem menn væru að rekast á, en ekki leifar af ofvöxnum eðlum eða krókódílum. Owen stóð fyrir því að smíðuð voru líkön, í fullri stærð, af útdauðum dýrum og sýnd á Heimssýningunni í London árið 1851. Hann bauð meira að segja til veislu innan í líkani af risaeðlu. Owen var þróunarsinni líkt og samtímamaður hans Charles Darwin (1809-82), en var hins vegar ósammála Darwin um orsök þróunar. Owen taldi þróun tilkomna vegna þess að lífverur fæddust með þann eiginleika að vilja hverfa frá fyrirmynd foreldranna. Hugmynd Darwins um náttúruval hlaut hinsvegar brautargengi og hefur mótað hugmyndir manna um þróun risaeðla og annarra dýrategunda, síðan á 19. öld.

Hemildir og myndir: