Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Hvað er vitað um grænlandshákarlinn?

Jón Már Halldórsson

Grænlandshákarlinn (Somniosus microcephalus) er eina tegund hákarla í heiminum sem dvelst allt sitt líf í köldum heimskautasjó Norður-Atlantshafs og Norður-Íshafs. Hann heldur sig yfirleitt á talsverðu dýpi þar sem sjávarhitinn er á bilinu 2-7° C. Grænlandshákarlinn finnst allt frá Svalbarða, Bjarnareyju og Hvítahafi í norðri, og suður með ströndum Noregs inn í Norðursjó. Hann er einnig að finna við norðanverðar Bretlandseyjar, Færeyjar og Ísland. Fullorðnir hákarlar eru oftast rúmir 4 metrar á lengd en stærstu einstaklingarnir sem veiðst hafa eru um 6,2 metrar á lengd.

Grænlandshákarl (Somniosus microcephalus).

Í bók Gunnars Jónssonar, Íslenskir fiskar, er grænlandshákarlinum lýst svo:
Hákarlinn er grannvaxinn og sívalur. Haus er stuttur og digur, trjóna er stutt og snubbótt. Kjaftur er víður og með hvössum tönnum í mörgum röðum á skoltum. Tennur í efri skolti eru smáar og oddhvassar en breiðar og skásettar í neðra skolti. Innstreymisop eru í meðallagi stór. Augu eru smá. Tálknaop eru einnig smá. Bolur er langur. Uggar eru frekar smáir nema sporðuggi. Bakuggar eru tveir og er fremri bakuggi miðja vega milli eyrugga og kviðugga en aftari bakuggi er andspænis aftanverðum kviðuggum. Bakuggar eru gaddalausir en aðrar háfisktegundir sömu ættar á Íslandsmiðum eru allar með gadd í framanverðum bakuggum. Raufarugga vantar. Húðgaddar eru gisnir
Á sumrin er grænlandshákarlinn algengur á dýptarbilinu 180-730 metrar samkvæmt rannsóknum, en á veturna er hann nær yfirborðinu. Sérstaklega er líklegt að rekast á hann við ísröndina þar sem hann á það til að hremma sel ef heppnin er með honum. Það kemur mjög á óvart að grænlandshákarlinn skuli leggja sér til munns dýr á borð við smokkfisk, loðnu, lax, steinbít, hlýra og margar aðrar tegundir beinfiska og brjóskfiska, þar sem hann er ákaflega silalegur í hreyfingum. Að öllum líkindum veiðir hann úr launsátri enda eyðir hann megninu af lífi sínu liggjandi á hafsbotninum og bíður þess að eitthvert dýr syndi fram hjá. Þá tekur hákarlinn snöggt viðbragð og hremmir bráðina.

Reyndar má segja að grænlandshákarlinn éti allt sem að kjafti kemur. Í maga hans hafa fundist leifar af smáhvölum, meðal annars hnísu og höfrungum, einnig marglyttur og sjófuglar. Að auki hafa einhverra hluta vegna fundist ýmis landdýr í maga grænlandshákarls, svo sem hundar, kettir og hross! Þess má einnig geta að hann sækir í hræ líkt og margar aðrar hákarlategundir, svo sem upptalningin hér að framan bendir til. Með hjálp afar næms þefskyns leitar hákarlinn uppi úldnandi bráð. Engar heimildir eru til um að grænlandshákarlinn hafi ráðist á menn. Fyrir utan manninn eru háhyrningar helstu óvinir grænlandshákarlsins, en þeir eiga það til að ráðast á einstaka hákarl og geta auðveldlega drepið hann.

Á hornhimnu hákarlsins er algengt að finna smávaxið krabbadýr (copepoda) sem nefnist á latínu Ommatakoita elongata. Norskur sjávarlíffræðingur, Bjorn Berland að nafni, sýndi fram á að stór hluti hákarla (86%) sem veiddir voru undan ströndum Austur-Grænlands, voru með þessi krabbadýr í sjáöldrum sínum. Samkvæmt Berland býr krabbadýrstegundin yfir lífljómun, sem að hans mati laðar að sér dýr, og auðveldar hákarlinum að hremma bráð sem syndir nærri gini hans. Berland bendir á að um er að ræða samhjálp milli þessara tegunda en ekki sníkjulíferni krabbadýrsins á hákarlinum. Þetta tiltekna atriði gæti útskýrt af hverju hraðsyndar tegundir eins og lax lendir í kjaftinum á hákarlinum. Krabbadýrið laðar bráðina einfaldlega að kjafti hákarlsins.

Mótrök hafa komið frá bandarískum líffræðingi, George Benz. Hann hefur sérhæft sig í sníkjudýrum sem lifa á hákörlum. Eftir rannsóknum Benz að dæma hefur krabbadýr þetta ekki lífljómunarhæfileika, sem veikir kenningu Berlands um veiðiatferli hákarlsins mjög. Frekari rannsóknir Benz og annars líffræðings, Boruzhincka að nafni, hafa sýnt að krabbadýrið eyðileggi hægt og sígandi hornhimnu hákarlsins og valdi meðal annars uppsöfnun utanfrumuvökva í hornhimnunni. Að þeirra mati er hér klárlega um sníkjulíferni að ræða.

Kenning Benz er sú að veiðiaðferðir grænlandshákarlsins minni mjög á veiðiaðferðir krókódíla, það er að segja að hákarlinn geti synt mjög nálægt sjávarbakka þar sem nægjanlegt dýpi er, og gripið þaðan þurrlendisdýr sem ekki gá að sér, til dæmis hreindýr, en hreindýraskrokkar hafa fundist í maga hákarlsins. Ef þessi kenning Benz stenst, er hákarlinn langt í frá eins mikill silakeppur og menn hafa áður talið. Ekki er til nein vísindaleg sönnun fyrir þessu atferli grænlandshákarlsins en Benz byggir kenningu sína á sjónarvottum, nokkrum kanadískum náttúrufræðingum sem hafa dvalist lengi á heimskautasvæðum Kanada við rannsóknir.

Lítið er vitað um æxlunarhætti grænlandshákarlsins enda fara þau atlot fram á miklu dýpi um vetur. Kvendýrið gýtur ungum sem eru við fæðingu um 40 cm á lengd og geta verið allt að 10 afkvæmi í einu goti.

Á sumrin er grænlandshákarlinn algengur á dýptarbilinu 180-730 metrar samkvæmt rannsóknum, en á veturna er hann nær yfirborðinu.

Grænlandshákarlinn hefur verið veiddur við Íslandsstrendur í margar aldir. Fyrstu heimildir um hákarlaveiðar má rekja aftur á 14. öld en þær voru mest stundaðar á 17. og 18 öld, sennilega vegna aukinnar eftirspurnar eftir lýsi á evrópskum mörkuðum en hákarlalýsi var notað sem ljósmeti víða í Evrópu. Eitthvað er enn veitt af hákarli hér við land. Samkvæmt tímaritinu Útvegi voru veidd um 57 tonn af grænlandshákarli árið 2001, en 45 tonn árið 2000. Norðmenn og Grænlendingar veiða talsvert meira af honum en við Íslendingar.

Hákarlinn er eitraður og getur verið stórhættulegt að leggja sér ferskt kjöt af honum sér til munns. Ástæðan er efnasamband sem nefnist trímetýlamínoxíð (TMAO), og finnst í kjöti hákarlsins. Efnasambandið brotnar niður í efnið trímetýlamín (trimethylamin) sem veldur miklum eitrunaráhrifum. Norskir vísindamenn fundu eitt sinn dauðan hvítabjörn sem reyndist við greiningu hafa drepist eftir að hafa étið magafylli af fersku hákarlakjöti.

Hérlendis hafa menn þann háttinn á að kæsa hákarlinn í mold eða sandi (grafa hann niður og láta hann gerjast). Venja er að hengja hann svo upp á sérstökum hjöllum áður en hann er étinn. Með þessu verkunarferli brotnar fyrrnefnt efnasamband niður og gerir kjötið hæft til matar. Önnur leið til að afeitra hákarlakjötið er að sjóða það vel og skipta nokkrum sinnum um vatn. Þessi verkunaraðferð er meira notuð meðal Grænlendinga. Inúítar hafa í aldanna rás haft margskonar not fyrir afurðir hákarlsins, svo sem skrápinn, og tennurnar hafa verið notaðar til að skera hár.

Heimildir:
  • Gunnar Jónsson, Íslenskir fiskar, 2. útg. aukin, Fjölvaútgáfan, Reykjavík 1992
  • Hagskýrslur Íslands: Útvegur 2001, Hagstofa Íslands, Reykjavík 2002
  • Lúðvík Kristjánsson, Íslenskir sjávarhættir, 3.bindi, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1993
  • Reefquest Expeditions
Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.1.2003

Spyrjandi

Kristjan Hildibrandsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er vitað um grænlandshákarlinn?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2003. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3036.

Jón Már Halldórsson. (2003, 22. janúar). Hvað er vitað um grænlandshákarlinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3036

Jón Már Halldórsson. „Hvað er vitað um grænlandshákarlinn?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2003. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3036>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um grænlandshákarlinn?
Grænlandshákarlinn (Somniosus microcephalus) er eina tegund hákarla í heiminum sem dvelst allt sitt líf í köldum heimskautasjó Norður-Atlantshafs og Norður-Íshafs. Hann heldur sig yfirleitt á talsverðu dýpi þar sem sjávarhitinn er á bilinu 2-7° C. Grænlandshákarlinn finnst allt frá Svalbarða, Bjarnareyju og Hvítahafi í norðri, og suður með ströndum Noregs inn í Norðursjó. Hann er einnig að finna við norðanverðar Bretlandseyjar, Færeyjar og Ísland. Fullorðnir hákarlar eru oftast rúmir 4 metrar á lengd en stærstu einstaklingarnir sem veiðst hafa eru um 6,2 metrar á lengd.

Grænlandshákarl (Somniosus microcephalus).

Í bók Gunnars Jónssonar, Íslenskir fiskar, er grænlandshákarlinum lýst svo:
Hákarlinn er grannvaxinn og sívalur. Haus er stuttur og digur, trjóna er stutt og snubbótt. Kjaftur er víður og með hvössum tönnum í mörgum röðum á skoltum. Tennur í efri skolti eru smáar og oddhvassar en breiðar og skásettar í neðra skolti. Innstreymisop eru í meðallagi stór. Augu eru smá. Tálknaop eru einnig smá. Bolur er langur. Uggar eru frekar smáir nema sporðuggi. Bakuggar eru tveir og er fremri bakuggi miðja vega milli eyrugga og kviðugga en aftari bakuggi er andspænis aftanverðum kviðuggum. Bakuggar eru gaddalausir en aðrar háfisktegundir sömu ættar á Íslandsmiðum eru allar með gadd í framanverðum bakuggum. Raufarugga vantar. Húðgaddar eru gisnir
Á sumrin er grænlandshákarlinn algengur á dýptarbilinu 180-730 metrar samkvæmt rannsóknum, en á veturna er hann nær yfirborðinu. Sérstaklega er líklegt að rekast á hann við ísröndina þar sem hann á það til að hremma sel ef heppnin er með honum. Það kemur mjög á óvart að grænlandshákarlinn skuli leggja sér til munns dýr á borð við smokkfisk, loðnu, lax, steinbít, hlýra og margar aðrar tegundir beinfiska og brjóskfiska, þar sem hann er ákaflega silalegur í hreyfingum. Að öllum líkindum veiðir hann úr launsátri enda eyðir hann megninu af lífi sínu liggjandi á hafsbotninum og bíður þess að eitthvert dýr syndi fram hjá. Þá tekur hákarlinn snöggt viðbragð og hremmir bráðina.

Reyndar má segja að grænlandshákarlinn éti allt sem að kjafti kemur. Í maga hans hafa fundist leifar af smáhvölum, meðal annars hnísu og höfrungum, einnig marglyttur og sjófuglar. Að auki hafa einhverra hluta vegna fundist ýmis landdýr í maga grænlandshákarls, svo sem hundar, kettir og hross! Þess má einnig geta að hann sækir í hræ líkt og margar aðrar hákarlategundir, svo sem upptalningin hér að framan bendir til. Með hjálp afar næms þefskyns leitar hákarlinn uppi úldnandi bráð. Engar heimildir eru til um að grænlandshákarlinn hafi ráðist á menn. Fyrir utan manninn eru háhyrningar helstu óvinir grænlandshákarlsins, en þeir eiga það til að ráðast á einstaka hákarl og geta auðveldlega drepið hann.

Á hornhimnu hákarlsins er algengt að finna smávaxið krabbadýr (copepoda) sem nefnist á latínu Ommatakoita elongata. Norskur sjávarlíffræðingur, Bjorn Berland að nafni, sýndi fram á að stór hluti hákarla (86%) sem veiddir voru undan ströndum Austur-Grænlands, voru með þessi krabbadýr í sjáöldrum sínum. Samkvæmt Berland býr krabbadýrstegundin yfir lífljómun, sem að hans mati laðar að sér dýr, og auðveldar hákarlinum að hremma bráð sem syndir nærri gini hans. Berland bendir á að um er að ræða samhjálp milli þessara tegunda en ekki sníkjulíferni krabbadýrsins á hákarlinum. Þetta tiltekna atriði gæti útskýrt af hverju hraðsyndar tegundir eins og lax lendir í kjaftinum á hákarlinum. Krabbadýrið laðar bráðina einfaldlega að kjafti hákarlsins.

Mótrök hafa komið frá bandarískum líffræðingi, George Benz. Hann hefur sérhæft sig í sníkjudýrum sem lifa á hákörlum. Eftir rannsóknum Benz að dæma hefur krabbadýr þetta ekki lífljómunarhæfileika, sem veikir kenningu Berlands um veiðiatferli hákarlsins mjög. Frekari rannsóknir Benz og annars líffræðings, Boruzhincka að nafni, hafa sýnt að krabbadýrið eyðileggi hægt og sígandi hornhimnu hákarlsins og valdi meðal annars uppsöfnun utanfrumuvökva í hornhimnunni. Að þeirra mati er hér klárlega um sníkjulíferni að ræða.

Kenning Benz er sú að veiðiaðferðir grænlandshákarlsins minni mjög á veiðiaðferðir krókódíla, það er að segja að hákarlinn geti synt mjög nálægt sjávarbakka þar sem nægjanlegt dýpi er, og gripið þaðan þurrlendisdýr sem ekki gá að sér, til dæmis hreindýr, en hreindýraskrokkar hafa fundist í maga hákarlsins. Ef þessi kenning Benz stenst, er hákarlinn langt í frá eins mikill silakeppur og menn hafa áður talið. Ekki er til nein vísindaleg sönnun fyrir þessu atferli grænlandshákarlsins en Benz byggir kenningu sína á sjónarvottum, nokkrum kanadískum náttúrufræðingum sem hafa dvalist lengi á heimskautasvæðum Kanada við rannsóknir.

Lítið er vitað um æxlunarhætti grænlandshákarlsins enda fara þau atlot fram á miklu dýpi um vetur. Kvendýrið gýtur ungum sem eru við fæðingu um 40 cm á lengd og geta verið allt að 10 afkvæmi í einu goti.

Á sumrin er grænlandshákarlinn algengur á dýptarbilinu 180-730 metrar samkvæmt rannsóknum, en á veturna er hann nær yfirborðinu.

Grænlandshákarlinn hefur verið veiddur við Íslandsstrendur í margar aldir. Fyrstu heimildir um hákarlaveiðar má rekja aftur á 14. öld en þær voru mest stundaðar á 17. og 18 öld, sennilega vegna aukinnar eftirspurnar eftir lýsi á evrópskum mörkuðum en hákarlalýsi var notað sem ljósmeti víða í Evrópu. Eitthvað er enn veitt af hákarli hér við land. Samkvæmt tímaritinu Útvegi voru veidd um 57 tonn af grænlandshákarli árið 2001, en 45 tonn árið 2000. Norðmenn og Grænlendingar veiða talsvert meira af honum en við Íslendingar.

Hákarlinn er eitraður og getur verið stórhættulegt að leggja sér ferskt kjöt af honum sér til munns. Ástæðan er efnasamband sem nefnist trímetýlamínoxíð (TMAO), og finnst í kjöti hákarlsins. Efnasambandið brotnar niður í efnið trímetýlamín (trimethylamin) sem veldur miklum eitrunaráhrifum. Norskir vísindamenn fundu eitt sinn dauðan hvítabjörn sem reyndist við greiningu hafa drepist eftir að hafa étið magafylli af fersku hákarlakjöti.

Hérlendis hafa menn þann háttinn á að kæsa hákarlinn í mold eða sandi (grafa hann niður og láta hann gerjast). Venja er að hengja hann svo upp á sérstökum hjöllum áður en hann er étinn. Með þessu verkunarferli brotnar fyrrnefnt efnasamband niður og gerir kjötið hæft til matar. Önnur leið til að afeitra hákarlakjötið er að sjóða það vel og skipta nokkrum sinnum um vatn. Þessi verkunaraðferð er meira notuð meðal Grænlendinga. Inúítar hafa í aldanna rás haft margskonar not fyrir afurðir hákarlsins, svo sem skrápinn, og tennurnar hafa verið notaðar til að skera hár.

Heimildir:
  • Gunnar Jónsson, Íslenskir fiskar, 2. útg. aukin, Fjölvaútgáfan, Reykjavík 1992
  • Hagskýrslur Íslands: Útvegur 2001, Hagstofa Íslands, Reykjavík 2002
  • Lúðvík Kristjánsson, Íslenskir sjávarhættir, 3.bindi, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1993
  • Reefquest Expeditions
Myndir:...