Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvar eru flugurnar á veturna?

Gísli Már Gíslason

Flest skordýr eru á eggja- eða lirfustigi á veturna. Nokkur eru í dvala sem púpur. Á hvaða stigi þau eru ræðst nokkuð af því hvar skordýrin lifa.

Lirfustig skordýra er nokkurs konar át- og vaxtarstig. Þá vaxa skordýrin og safna næringu til fullorðinsstigsins. Púpustigið tekur við af lirfustiginu en þá umbreytast lirfur í fullorðin dýr. Þá liggja dýrin hreyfingarlaus og miklar breytingar eiga sér stað á útliti þeirra, líffæri skipta um hlutverk og ný líffæri, eins og æxlunarfærin, vaxa í dýrunum.

Púpustigið fleytir skordýrum oft yfir erfið tímabil. Úr púpunni skríður fullvaxið skordýr, en hlutverk fullorðinna dýra er fyrst og fremst að æxlast og dreifa sér.

Fullorðin skordýr nærast oftast lítið nema helst á sykri, en þó eru til undantekningar frá því, til dæmis bjöllur, sumar tvívængjur og nokkrir aðrir hópar. Þessi dýr þurfa næringu til að þroska egg. Mývargurinn (bitmýstegund) er gott dæmi en kvendýr mývargsins sýgur blóð úr spendýrum eftir að hafa orpið einu sinni, en næringarforðinn úr blóðvökvanum er nauðsynlegur til að þroska egg.

Fullorðin skordýr lifa oftast í stuttan tíma, allt niður í einn dag (dægurflugur), en þó geta sumar fullorðnar bjöllur lifað í nokkra mánuði. Púpustigið varir í nokkrar vikur, nema púpustig þeirra skordýrategunda sem eru í dvala á því stigi yfir allan veturinn. Lirfustigið varir lengst, oftast í marga mánuði og í sumum tilfellum í nokkur ár.

Mynd af lirfum: University of Nebraska, Lincoln - Institute of Agriculture and Natural Resources

Mynd af púpum: University of Nebraska - Department of Entomology

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

22.1.2003

Spyrjandi

Heiður Mist Dagsdóttir,
f. 1989

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Hvar eru flugurnar á veturna?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2003. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3037.

Gísli Már Gíslason. (2003, 22. janúar). Hvar eru flugurnar á veturna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3037

Gísli Már Gíslason. „Hvar eru flugurnar á veturna?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2003. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3037>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar eru flugurnar á veturna?
Flest skordýr eru á eggja- eða lirfustigi á veturna. Nokkur eru í dvala sem púpur. Á hvaða stigi þau eru ræðst nokkuð af því hvar skordýrin lifa.

Lirfustig skordýra er nokkurs konar át- og vaxtarstig. Þá vaxa skordýrin og safna næringu til fullorðinsstigsins. Púpustigið tekur við af lirfustiginu en þá umbreytast lirfur í fullorðin dýr. Þá liggja dýrin hreyfingarlaus og miklar breytingar eiga sér stað á útliti þeirra, líffæri skipta um hlutverk og ný líffæri, eins og æxlunarfærin, vaxa í dýrunum.

Púpustigið fleytir skordýrum oft yfir erfið tímabil. Úr púpunni skríður fullvaxið skordýr, en hlutverk fullorðinna dýra er fyrst og fremst að æxlast og dreifa sér.

Fullorðin skordýr nærast oftast lítið nema helst á sykri, en þó eru til undantekningar frá því, til dæmis bjöllur, sumar tvívængjur og nokkrir aðrir hópar. Þessi dýr þurfa næringu til að þroska egg. Mývargurinn (bitmýstegund) er gott dæmi en kvendýr mývargsins sýgur blóð úr spendýrum eftir að hafa orpið einu sinni, en næringarforðinn úr blóðvökvanum er nauðsynlegur til að þroska egg.

Fullorðin skordýr lifa oftast í stuttan tíma, allt niður í einn dag (dægurflugur), en þó geta sumar fullorðnar bjöllur lifað í nokkra mánuði. Púpustigið varir í nokkrar vikur, nema púpustig þeirra skordýrategunda sem eru í dvala á því stigi yfir allan veturinn. Lirfustigið varir lengst, oftast í marga mánuði og í sumum tilfellum í nokkur ár.

Mynd af lirfum: University of Nebraska, Lincoln - Institute of Agriculture and Natural Resources

Mynd af púpum: University of Nebraska - Department of Entomology...