Hvar halda mýflugur sig meðan illa viðrar? Ekki er flugu að sjá í nokkra daga, en svo er allt morandi af þeim um leið og sólin skín.Flestar mýflugur, bæði rykmý og bitmý eru á fullorðna stiginu í skamman tíma á sumrin. Lofthiti þarf að vera yfir ákveðnu lágmarki til þess að þær geti flogið og vindhraði má ekki vera of mikill. Þetta á við um öll skordýr, en lágmarkshitinn og vindhraðinn eru mismunandi milli tegunda. Til dæmis geta sumar tegundir kulmýs flogið í frosti, en einstaklingarnir hafa þá tekið í sig hitaorku frá sólinni sem hitar líkama þeirra upp fyrir frostmark. Skordýr inni í húsum, eins og húsflugan, geta aðeins flogið úti við í heitu veðri. Þegar kólnar í veðri eða þegar hvessir setjast mýflugur og fleiri skordýr í gróður og leita þar skjóls og bíða betra veðurs. Um leið og sólin skín aftur og vindur er hægur þá fer mýið af stað að leita sér að maka.
Hvar halda mýflugur sig þegar illa viðrar?
Útgáfudagur
22.1.2003
Spyrjandi
Guðmundur Friðriksson
Tilvísun
Gísli Már Gíslason. „Hvar halda mýflugur sig þegar illa viðrar?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2003, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3039.
Gísli Már Gíslason. (2003, 22. janúar). Hvar halda mýflugur sig þegar illa viðrar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3039
Gísli Már Gíslason. „Hvar halda mýflugur sig þegar illa viðrar?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2003. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3039>.