Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er súkkat?

Súkkat, sem einnig er kallað glæbörkur, er sykraður börkur svokallaðrar skrápsítrónu (Citrus medica). Eins og nafnið gefur til kynna er skrápsítróna sítrusávöxtur en aldinkjöt hennar þykir ekki gott til átu. Hún er því aðallega ræktuð vegna hýðisins.

Skrápsítrónan er skorin í sundur, aldinkjötið fjarlægt og börkurinn látinn liggja í pækli í 40 daga eða svo. Síðan er hann soðinn, sykraður og þurrkaður og er þá orðinn að súkkati. Súkkat er aðallega notað í kökur og sælgæti. Úr safameiri afbrigðum skrápsítrónu er einnig hægt að nýta safann. Skrápsítrónan gegnir líka veigamiklu hlutverki í uppskeruhátíð Gyðinga, sukkot.

Skrápsítróna heitir á ensku citron, á dönsku cedrat, á sænsku sötcitron, á frönsku cédrat og á þýsku Zedrate. Venjuleg sítróna heitir hins vegar lemon á ensku. Súkkat kallast candied peel eða candied citron á ensku, á dönsku sukat og sænsku suckat, á frönsku cédrat og á þýsku Zitronat.

Heimildir:

Orðabanki Íslenskrar málstöðvar

Citron hjá NewCROP, Purdue-háskóla

Celebrate Sukkot

Mynd af "fingraafbrigði" skrápsítrónu frá Desert-tropicals.com

Útgáfudagur

22.1.2003

Spyrjandi

Andrea Þorvaldsdóttir, Leó Jóhannsson

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

heimspekingur

Tilvísun

EMB. „Hvað er súkkat?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2003. Sótt 20. mars 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3040.

EMB. (2003, 22. janúar). Hvað er súkkat? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3040

EMB. „Hvað er súkkat?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2003. Vefsíða. 20. mar. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3040>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jón Snædal

1950

Jón Snædal hefur unnið mestan sinn starfsaldur á öldrunarlækningadeild Landspítalans. Meginviðfangsefni hans hafa verið Alzheimers-sjúkdómur og aðrir sjúkdómar sem valda heilabilun.