Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þessi munur er margvíslegur og skulu hér nefnd nokkur atriði:
  • Hljóðbylgjur berast um loft og önnur efni en geta ekki borist um tómarúm. Útvarpsbylgjur geta hins vegar borist um tómarúm og ýmis efni, svo sem loft. Í þessu felst að hljóð getur ekki borist um geiminn en útvarpsbylgjur geta það hæglega, samanber sérstakt svar um þetta á Vísindavefnum, sjá tenglalistann hér á eftir.
  • Hraði hljóðs í lofti við frostmark og venjulegan þrýsting er um 330 metrar á sekúndu en hraði útvarpsbylgna og annarra rafsegulbylgna, svo sem ljóss, er 300.000 km á sekúndu í tómarúmi, það er að segja um 900.000 sinnum meiri en hljóðhraðinn í lofti.
  • Tíðni hljóðs sem við heyrum er á bilinu frá því um 15 rið (Hz, sveiflur á sekúndu) upp í um 20.000 rið (20 kílórið, kHz). Tíðni útvarpsbylgna er frá því um 3.000 rið (3 kílórið) upp í hundruð milljóna riða (hundruð Megariða, MHz) og tíðni rafsegulbylgna yfirleitt getur farið upp fyrir milljón milljón milljón rið eða trilljónir riða (1018 Hz).
  • Við skynjum hljóð með eyrunum en útvarpsbylgjur skynjum við ekki beint með skynfærum okkar. Einu rafsegulbylgjurnar sem skynfæri okkar nema eru ljósið sem spannar aðeins örmjótt bil á tíðnikvarða rafsegulbylgna. Til að skynja útvarpsbylgjur þurfum við sérstök tæki, útvarpsviðtæki, sem taka við þeim og breyta merki þeirra í hljóð.
  • Útvarpsbylgjan sem flytur til okkar tiltekið hljóð líkist yfirleitt ekki með einföldum hætti hljóðbylgjunni sem hún skilar. Oftast hefur útvarpsbylgjan miklu meiri tíðni en hljóðið og myndar svokallaða burðarbylgju sem síðan er mótuð eftir hljóðinu. Ýmist er þá sveifluvídd útvarpsbylgjunnar látin breytast eftir hljóðinu (víddarmótun, e. amplitude modulation, AM), eða að tíðni útvarpsbylgjunnar mótast lítillega eftir hljóðinu (tíðnimótun, frequency modulation, FM).
Ýmis önnur svör hér á Vísindavefnum tengjast þessu og skýra það nánar, og eru lesendur hvattir til að kynna sér þau:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

23.1.2003

Spyrjandi

Reynir Hans Reynisson, f. 1990

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2003, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3043.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 23. janúar). Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3043

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2003. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3043>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum?
Þessi munur er margvíslegur og skulu hér nefnd nokkur atriði:

  • Hljóðbylgjur berast um loft og önnur efni en geta ekki borist um tómarúm. Útvarpsbylgjur geta hins vegar borist um tómarúm og ýmis efni, svo sem loft. Í þessu felst að hljóð getur ekki borist um geiminn en útvarpsbylgjur geta það hæglega, samanber sérstakt svar um þetta á Vísindavefnum, sjá tenglalistann hér á eftir.
  • Hraði hljóðs í lofti við frostmark og venjulegan þrýsting er um 330 metrar á sekúndu en hraði útvarpsbylgna og annarra rafsegulbylgna, svo sem ljóss, er 300.000 km á sekúndu í tómarúmi, það er að segja um 900.000 sinnum meiri en hljóðhraðinn í lofti.
  • Tíðni hljóðs sem við heyrum er á bilinu frá því um 15 rið (Hz, sveiflur á sekúndu) upp í um 20.000 rið (20 kílórið, kHz). Tíðni útvarpsbylgna er frá því um 3.000 rið (3 kílórið) upp í hundruð milljóna riða (hundruð Megariða, MHz) og tíðni rafsegulbylgna yfirleitt getur farið upp fyrir milljón milljón milljón rið eða trilljónir riða (1018 Hz).
  • Við skynjum hljóð með eyrunum en útvarpsbylgjur skynjum við ekki beint með skynfærum okkar. Einu rafsegulbylgjurnar sem skynfæri okkar nema eru ljósið sem spannar aðeins örmjótt bil á tíðnikvarða rafsegulbylgna. Til að skynja útvarpsbylgjur þurfum við sérstök tæki, útvarpsviðtæki, sem taka við þeim og breyta merki þeirra í hljóð.
  • Útvarpsbylgjan sem flytur til okkar tiltekið hljóð líkist yfirleitt ekki með einföldum hætti hljóðbylgjunni sem hún skilar. Oftast hefur útvarpsbylgjan miklu meiri tíðni en hljóðið og myndar svokallaða burðarbylgju sem síðan er mótuð eftir hljóðinu. Ýmist er þá sveifluvídd útvarpsbylgjunnar látin breytast eftir hljóðinu (víddarmótun, e. amplitude modulation, AM), eða að tíðni útvarpsbylgjunnar mótast lítillega eftir hljóðinu (tíðnimótun, frequency modulation, FM).
Ýmis önnur svör hér á Vísindavefnum tengjast þessu og skýra það nánar, og eru lesendur hvattir til að kynna sér þau:...