Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar starf fer fram innan vísindakirkjunnar?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Hér er einnig að finna svar við spurningu Árna Gunnlaugssonar:
Hver er meginuppistaðan í kenningum vísindakirkjunnar?
Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Christ, Scientist eða Christian Science og verða henni gerð skil í þessu svari. Hin hreyfingin er kölluð Scientology og verður birt svar um hana innan tíðar.

Kristilega vísindakirkjan (Church of Christ, Scientist) var stofnuð 1879 í Massachusetts í Bandaríkjunum af Mary Baker Eddy (1821-1910). Fjöldi meðlima vísindakirkjunnar er óljós en talið er hann sé einhvers staðar milli 150 þúsund og 400 þúsund.

Meðlimir vísindakirkjunnar líta á sig sem kristna, telja Jesú Krist messías og son Guðs og trúa á upprisu Jesú og önnur helstu atriði kristinnar trúar. Það sem greinir vísindakirkjuna helst frá öðrum kristnum söfnuðum er áhersla hennar á lækningamátt sem talinn er guðlegur. Fólk sem tilheyrir vísindakirkjunni hafnar yfirleitt allri læknisþjónustu og leitar sér lækninga gegnum bænina. Litið er á frásagnir af kraftaverkalækningum Jesú sem fordæmi sem vísindakirkjufólk reynir að fylgja. Til að geta læknað líkamlega kvilla þarf að hafa trú og biðjast fyrir en með skilningi á eðli Guðs og lögmála hans má ná lengra og lækna fólk af synd og breyta ýmsum aðstæðum þess.

Helgirit vísindakirkjunnar er, auk Biblíunnar, Science and Health with Key to the Scriptures eftir Mary Baker Eddy. Auk þess er gefið út ritið The Christian Science Quarterly (ársfjórðungslega eins og nafnið gefur til kynna) sem í er að finna Biblíufróðleik fyrir hverja viku sem áhersla er lögð á að fylgjast með, mánaðarritið The Christian Science Journal og vikuritið The Christian Science Sentinel.

Auk trúarritana sem nefnd eru hér að ofan gefur kristilega vísindakirkjan út dagblað, The Christian Science Monitor, sem nýtur mikillar virðingar sem fréttarit langt út fyrir raðir vísindakirkjufólks. Mary Baker Eddy setti þetta fréttablað á stofn árið 1908 og hefur það starfað æ síðan. Vísindakirkjan rekur einnig útvarpsstöð.

Innan kristilegu vísindakirkjunnar eru ekki vígðir prestar, heldur leiða leikmenn guðsþjónusturnar. Sumir leikmenn hljóta svo sérstaka þjálfun í starfi kirkjunnar og bjóða öðrum upp á lækningaþjónustu sem byggð er á bænahaldi. Móðurkirkjan er starfrækt í Boston í Bandaríkjunum en söfnuðir eru um 2.300 í 60 löndum. Söfnuðurnir reka lesstofur, Christian Science Reading Room, þar sem almenningi býðst að lesa Biblíuna og efni gefið út af kristilegu vísindakirkjunni.

Vegna andstöðu vísindakirkjufólks við að nota sér læknavísindin hafa oft komið upp deilur og málaferli tengd vísindakirkjunni, sérstaklega þegar börn innan hennar hafa veikst.

Heimildir:

Mynd: Longyear Museum

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

23.1.2003

Spyrjandi

Þórólfur Sveinsson, Grímur Garðarsson

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvers konar starf fer fram innan vísindakirkjunnar?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2003, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3046.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2003, 23. janúar). Hvers konar starf fer fram innan vísindakirkjunnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3046

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvers konar starf fer fram innan vísindakirkjunnar?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2003. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3046>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar starf fer fram innan vísindakirkjunnar?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Árna Gunnlaugssonar:

Hver er meginuppistaðan í kenningum vísindakirkjunnar?
Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Christ, Scientist eða Christian Science og verða henni gerð skil í þessu svari. Hin hreyfingin er kölluð Scientology og verður birt svar um hana innan tíðar.

Kristilega vísindakirkjan (Church of Christ, Scientist) var stofnuð 1879 í Massachusetts í Bandaríkjunum af Mary Baker Eddy (1821-1910). Fjöldi meðlima vísindakirkjunnar er óljós en talið er hann sé einhvers staðar milli 150 þúsund og 400 þúsund.

Meðlimir vísindakirkjunnar líta á sig sem kristna, telja Jesú Krist messías og son Guðs og trúa á upprisu Jesú og önnur helstu atriði kristinnar trúar. Það sem greinir vísindakirkjuna helst frá öðrum kristnum söfnuðum er áhersla hennar á lækningamátt sem talinn er guðlegur. Fólk sem tilheyrir vísindakirkjunni hafnar yfirleitt allri læknisþjónustu og leitar sér lækninga gegnum bænina. Litið er á frásagnir af kraftaverkalækningum Jesú sem fordæmi sem vísindakirkjufólk reynir að fylgja. Til að geta læknað líkamlega kvilla þarf að hafa trú og biðjast fyrir en með skilningi á eðli Guðs og lögmála hans má ná lengra og lækna fólk af synd og breyta ýmsum aðstæðum þess.

Helgirit vísindakirkjunnar er, auk Biblíunnar, Science and Health with Key to the Scriptures eftir Mary Baker Eddy. Auk þess er gefið út ritið The Christian Science Quarterly (ársfjórðungslega eins og nafnið gefur til kynna) sem í er að finna Biblíufróðleik fyrir hverja viku sem áhersla er lögð á að fylgjast með, mánaðarritið The Christian Science Journal og vikuritið The Christian Science Sentinel.

Auk trúarritana sem nefnd eru hér að ofan gefur kristilega vísindakirkjan út dagblað, The Christian Science Monitor, sem nýtur mikillar virðingar sem fréttarit langt út fyrir raðir vísindakirkjufólks. Mary Baker Eddy setti þetta fréttablað á stofn árið 1908 og hefur það starfað æ síðan. Vísindakirkjan rekur einnig útvarpsstöð.

Innan kristilegu vísindakirkjunnar eru ekki vígðir prestar, heldur leiða leikmenn guðsþjónusturnar. Sumir leikmenn hljóta svo sérstaka þjálfun í starfi kirkjunnar og bjóða öðrum upp á lækningaþjónustu sem byggð er á bænahaldi. Móðurkirkjan er starfrækt í Boston í Bandaríkjunum en söfnuðir eru um 2.300 í 60 löndum. Söfnuðurnir reka lesstofur, Christian Science Reading Room, þar sem almenningi býðst að lesa Biblíuna og efni gefið út af kristilegu vísindakirkjunni.

Vegna andstöðu vísindakirkjufólks við að nota sér læknavísindin hafa oft komið upp deilur og málaferli tengd vísindakirkjunni, sérstaklega þegar börn innan hennar hafa veikst.

Heimildir:

Mynd: Longyear Museum...