Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Hvort er rétt að skrifa kónguló eða könguló?

Jón Már Halldórsson

Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar, 2. útgáfu frá árinu 1983, eru bæði orðin jafn gild í rituðu máli, og þau virðast notuð jöfnum höndum meðal almennings.

Í nýju orðabókinni, 3. útgáfu í ritstjórn Marðar Árnasonar, er þó aðeins að finna orðin könguló og köngulló, og köngulóin virðist einnig hafa komið aðeins fyrr í íslenskt mál.

Krosskönguló (Araneus diadematus) finnst á láglendi um allt Ísland. Vefur hennar er oft um metri í þvermál.

Samkvæmt Orðabók Háskólans kemur orðið fyrir í riti Jóns Guðmundssonar hins lærða, Ein stutt undirrietting um Íslands adskilianlegar náttúrur, frá því fyrir miðja 17. öld. Kóngulóin birtist hins vegar fyrst í Þorláksbiblíu sem gefin var út 1644. Könguló telst því upprunalegra heiti á þessum dýrum af ættbálki áttfætlna (Araneae), og meðal líffræðinga er mun ríkari hefð fyrir notkun á því orði. Ítarlegasta fjölritið á íslensku um köngulær nefnist til að mynda Íslenskar köngulær og er eftir Inga Agnarsson.

Fleiri útgáfur eru til af þessum orðum. Má hér nefna köngurló, kongvefja, klungurvofa, köngurvófa, gönguvofa og göngurófa. Upprunaleg mynd orðsins er talin vera köngurváfa.

Heimildir og mynd:
  • Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.
  • Íslensk orðabók, önnur útgáfa, ritstj. Árni Böðvarsson, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1983
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík 1989.
  • Mynd af vefnum Araneae, Spiders of North-West Europe

Til nánari fróðleiks má skoða umfjöllun um orðið könguló hjá Orðabók Háskólans hér.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.1.2003

Spyrjandi

Sólveig Friðriksdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvort er rétt að skrifa kónguló eða könguló?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2003. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3051.

Jón Már Halldórsson. (2003, 24. janúar). Hvort er rétt að skrifa kónguló eða könguló? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3051

Jón Már Halldórsson. „Hvort er rétt að skrifa kónguló eða könguló?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2003. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3051>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er rétt að skrifa kónguló eða könguló?
Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar, 2. útgáfu frá árinu 1983, eru bæði orðin jafn gild í rituðu máli, og þau virðast notuð jöfnum höndum meðal almennings.

Í nýju orðabókinni, 3. útgáfu í ritstjórn Marðar Árnasonar, er þó aðeins að finna orðin könguló og köngulló, og köngulóin virðist einnig hafa komið aðeins fyrr í íslenskt mál.

Krosskönguló (Araneus diadematus) finnst á láglendi um allt Ísland. Vefur hennar er oft um metri í þvermál.

Samkvæmt Orðabók Háskólans kemur orðið fyrir í riti Jóns Guðmundssonar hins lærða, Ein stutt undirrietting um Íslands adskilianlegar náttúrur, frá því fyrir miðja 17. öld. Kóngulóin birtist hins vegar fyrst í Þorláksbiblíu sem gefin var út 1644. Könguló telst því upprunalegra heiti á þessum dýrum af ættbálki áttfætlna (Araneae), og meðal líffræðinga er mun ríkari hefð fyrir notkun á því orði. Ítarlegasta fjölritið á íslensku um köngulær nefnist til að mynda Íslenskar köngulær og er eftir Inga Agnarsson.

Fleiri útgáfur eru til af þessum orðum. Má hér nefna köngurló, kongvefja, klungurvofa, köngurvófa, gönguvofa og göngurófa. Upprunaleg mynd orðsins er talin vera köngurváfa.

Heimildir og mynd:
  • Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.
  • Íslensk orðabók, önnur útgáfa, ritstj. Árni Böðvarsson, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1983
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík 1989.
  • Mynd af vefnum Araneae, Spiders of North-West Europe

Til nánari fróðleiks má skoða umfjöllun um orðið könguló hjá Orðabók Háskólans hér.

Mynd:...