Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Úr því að tunglið getur valdið sólmyrkva getur Venus ekki eins gert það?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Einfaldast er að leiða hugann að því hvernig sólin, tunglið og Venus birtast okkur á himninum.

Þegar tunglið myrkvar sólina er það í sömu stefnu og hún frá okkur að sjá. Nauðsynlegt skilyrði þess að Venus geti myrkvað sólina er á sama hátt að hún gangi einhvern tímann fyrir sólina. Þetta kallast þverganga (e. solar transit) og getur komið fyrir en er sjaldgæft. Það gerðist síðast árin 1874 og 1882 og verður næst 8. júní 2004 og 6. júní 2012. En þetta er einungis nauðsynlegt og ekki fullnægjandi skilyrði fyrir myrkva.

Sólin og tunglið spanna svipað horn á himinkúlunni og þess vegna getur tunglið byrgt alveg fyrir sólina frá okkur að sjá, og það köllum við almyrkva á sól. Þetta er hins vegar tæpt og stundum verður eftir hringlaga kragi, og er þá talað um hringmyrkva. Einn slíkur er einmitt væntanlegur 31. maí 2003, en það er annað mál.

Ef við lítum nú á Venus eða hugsum til hennar, þá sjáum við að bragði að því fer víðs fjarri að hún spanni nokkurn tímann svo stórt horn á himninum að hún mundi byrgja okkur sýn til sólar þegar hún væri í þvergöngu.

Nú kann einhverjum að koma þetta spánskt fyrir sjónir í ljósi þess að Venus er vissulega stærri en tunglið, raunar næstum eins stór og jörðin. Það er auðvitað rétt en hitt vegur þyngra að Venus er svo langt í burtu.

Tiltekinn hnöttur í sólkerfinu veldur almyrkva á sól inni í alskugga sínum, það er að segja því svæði þar sem hnötturinn byrgir fyrir allt sólarljós. Allir hnettir sólkerfisins aðrir en sólin sjálf eru miklu minni en hún og þá myndar alskugginn keilu sem stefnir frá sól og afmarkast af línum sem snerta sól og viðkomandi hnött sömu megin. Alskuggi Venusar er langt frá því að ná til jarðar og þess vegna veldur Venus ekki sólmyrkvum hér. (Þetta jafngildir því sem áður var sagt, að hornið sem Venus spannar á himninum er svo miklu minna en sólarinnar).

En til gamans má kannski geta þess að jörðin getur valdið almyrkva á sól, séð frá tunglinu; það gerist alltaf þegar við hér á jörðinni sjáum almyrkva á tungli.

Heimild:

Kaufmann, William J., og Roger A. Freedman, 1999. Universe, 5. útgáfa. New York: Freeman.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

26.1.2003

Spyrjandi

Petra Frantz, f. 1991

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Úr því að tunglið getur valdið sólmyrkva getur Venus ekki eins gert það?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2003, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3060.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 26. janúar). Úr því að tunglið getur valdið sólmyrkva getur Venus ekki eins gert það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3060

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Úr því að tunglið getur valdið sólmyrkva getur Venus ekki eins gert það?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2003. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3060>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Úr því að tunglið getur valdið sólmyrkva getur Venus ekki eins gert það?
Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Einfaldast er að leiða hugann að því hvernig sólin, tunglið og Venus birtast okkur á himninum.

Þegar tunglið myrkvar sólina er það í sömu stefnu og hún frá okkur að sjá. Nauðsynlegt skilyrði þess að Venus geti myrkvað sólina er á sama hátt að hún gangi einhvern tímann fyrir sólina. Þetta kallast þverganga (e. solar transit) og getur komið fyrir en er sjaldgæft. Það gerðist síðast árin 1874 og 1882 og verður næst 8. júní 2004 og 6. júní 2012. En þetta er einungis nauðsynlegt og ekki fullnægjandi skilyrði fyrir myrkva.

Sólin og tunglið spanna svipað horn á himinkúlunni og þess vegna getur tunglið byrgt alveg fyrir sólina frá okkur að sjá, og það köllum við almyrkva á sól. Þetta er hins vegar tæpt og stundum verður eftir hringlaga kragi, og er þá talað um hringmyrkva. Einn slíkur er einmitt væntanlegur 31. maí 2003, en það er annað mál.

Ef við lítum nú á Venus eða hugsum til hennar, þá sjáum við að bragði að því fer víðs fjarri að hún spanni nokkurn tímann svo stórt horn á himninum að hún mundi byrgja okkur sýn til sólar þegar hún væri í þvergöngu.

Nú kann einhverjum að koma þetta spánskt fyrir sjónir í ljósi þess að Venus er vissulega stærri en tunglið, raunar næstum eins stór og jörðin. Það er auðvitað rétt en hitt vegur þyngra að Venus er svo langt í burtu.

Tiltekinn hnöttur í sólkerfinu veldur almyrkva á sól inni í alskugga sínum, það er að segja því svæði þar sem hnötturinn byrgir fyrir allt sólarljós. Allir hnettir sólkerfisins aðrir en sólin sjálf eru miklu minni en hún og þá myndar alskugginn keilu sem stefnir frá sól og afmarkast af línum sem snerta sól og viðkomandi hnött sömu megin. Alskuggi Venusar er langt frá því að ná til jarðar og þess vegna veldur Venus ekki sólmyrkvum hér. (Þetta jafngildir því sem áður var sagt, að hornið sem Venus spannar á himninum er svo miklu minna en sólarinnar).

En til gamans má kannski geta þess að jörðin getur valdið almyrkva á sól, séð frá tunglinu; það gerist alltaf þegar við hér á jörðinni sjáum almyrkva á tungli.

Heimild:

Kaufmann, William J., og Roger A. Freedman, 1999. Universe, 5. útgáfa. New York: Freeman.

...