Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Hvenær kom fyrsti kötturinn til Íslands?

Jón Már Halldórsson

Lítið sem ekkert hefur fundist af beinaleifum katta við fornleifarannsóknir á Íslandi og þeirra er ekki víða getið í fornum heimildum eins og Gunnar Karlsson kemur inn á svari sínu við spurningunni Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?

Þrátt fyrir það er líklegt að kettir hafi borist til Íslands með fyrstu norrænu landnámsmönnunum. Meðal þess sem talið er styðja þá tilgátu eru rannsóknir á heimilisköttum sem leitt hafa í ljós að sami kattastofn finnst alls staðar þar sem víkingar námu land á sínum tíma, auk þess sem erfðarannsóknir hafa sýnt að víða á þessum svæðum eru stofnarnir lítt blandaðir. Meðal annars má nefna merkilega rannsókn dr. Stefáns Aðalsteinssonar og Bennett Blumenberg sem bar heitið 'Possible norse origin for two Northeastern United States cat populations' eða 'Hugsanlegur norrænn uppruni tveggja kattastofna á norðausturströnd Bandaríkjanna'. Þar er greint frá rannsóknum á erfðavísum heimiliskatta á Íslandi, Norðurlöndum, Bretlandi og norðausturströnd Ameríku.Líklegt er að kettir hafi komið til Íslands snemma á landnámstímanum.

Fleira styður það að kettir hafi sennilega borist með mönnum til Íslands snemma á landnámstímanum. Þeir hafa um aldir verið mikil nytjadýr, meðal annars haldið nagdýrum frá matvælum, auk þess sem kattbelgir og kattarskinn voru verðmæt verslunarvara, samanber áðurnefnt svar Gunnars Karlssonar.

Það er hins vegar ómögulegt að tilgreina nákvæmlega hvaða köttur hefur þann heiður að vera fyrsti íbúi landsins af sínu kyni þar sem fyrir því eru engar heimildir.

Mynd: Köttur á Wikipedia. Myndin er birt undir GNU Free Documentation leyfinu. Sótt 1. 7. 2008.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.7.2008

Spyrjandi

Hulda Jónsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvenær kom fyrsti kötturinn til Íslands?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2008. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30600.

Jón Már Halldórsson. (2008, 11. júlí). Hvenær kom fyrsti kötturinn til Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30600

Jón Már Halldórsson. „Hvenær kom fyrsti kötturinn til Íslands?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2008. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30600>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær kom fyrsti kötturinn til Íslands?
Lítið sem ekkert hefur fundist af beinaleifum katta við fornleifarannsóknir á Íslandi og þeirra er ekki víða getið í fornum heimildum eins og Gunnar Karlsson kemur inn á svari sínu við spurningunni Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?

Þrátt fyrir það er líklegt að kettir hafi borist til Íslands með fyrstu norrænu landnámsmönnunum. Meðal þess sem talið er styðja þá tilgátu eru rannsóknir á heimilisköttum sem leitt hafa í ljós að sami kattastofn finnst alls staðar þar sem víkingar námu land á sínum tíma, auk þess sem erfðarannsóknir hafa sýnt að víða á þessum svæðum eru stofnarnir lítt blandaðir. Meðal annars má nefna merkilega rannsókn dr. Stefáns Aðalsteinssonar og Bennett Blumenberg sem bar heitið 'Possible norse origin for two Northeastern United States cat populations' eða 'Hugsanlegur norrænn uppruni tveggja kattastofna á norðausturströnd Bandaríkjanna'. Þar er greint frá rannsóknum á erfðavísum heimiliskatta á Íslandi, Norðurlöndum, Bretlandi og norðausturströnd Ameríku.Líklegt er að kettir hafi komið til Íslands snemma á landnámstímanum.

Fleira styður það að kettir hafi sennilega borist með mönnum til Íslands snemma á landnámstímanum. Þeir hafa um aldir verið mikil nytjadýr, meðal annars haldið nagdýrum frá matvælum, auk þess sem kattbelgir og kattarskinn voru verðmæt verslunarvara, samanber áðurnefnt svar Gunnars Karlssonar.

Það er hins vegar ómögulegt að tilgreina nákvæmlega hvaða köttur hefur þann heiður að vera fyrsti íbúi landsins af sínu kyni þar sem fyrir því eru engar heimildir.

Mynd: Köttur á Wikipedia. Myndin er birt undir GNU Free Documentation leyfinu. Sótt 1. 7. 2008....