Sólin Sólin Rís 03:00 • sest 23:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:26 • Sest 02:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:34 • Síðdegis: 19:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 13:36 í Reykjavík

Hvað eiga menn við þegar þeir 'leggja höfuðið í bleyti'?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Við notum orðasambandið 'að leggja höfuðið í bleyti' til dæmis þegar við ætlum að hugsa eitthvað vel og lengi eða brjóta eitthvað vandamál til mergjar. Ef vinkona okkar spyrði til dæmis spurningarinnar: "Dettur þér eitthvað í hug til að koma Háskóla Íslands í hóp 100 bestu háskóla í heiminum?" Þá væri ekkert vitlaust að svara henni með því að segja: "Ja, nú þarf ég að leggja höfuðið í bleyti." Og með því meinum við að við ætlum að fá að hugsa málið og svara henni seinna þegar okkur dettur eitthvað skynsamlegt svar í hug.

En af hverju notum við einmitt þetta orðatiltæki þegar við ætlum að fá að hugsa málið en ekki eitthvað annað? Af hverju segjum við til dæmis ekki: "Nú þarf ég að þurrka á mér heilann?"


Höfuð lagt í bleyti.

Ástæðan fyrir orðanotkuninni felst í tvenndinni blautt/þurrt. Það sem er blautt og rakt er að öllu jöfnu miklu frjósamara og ræktarlegra en það sem er þurrt. Hugsum okkur til dæmis rjúkandi kjötsúpupott og síðan sama pott nærri tóman, eingöngu með þurrum súpuleifum í botninum. Næringin er öll í volgri súpunni en það er lítið að hafa úr þurrum dreggjunum. Eins er með lífið í fjöruborðinu - það er ríkt og frjósamt en þurr og skorpinn sandur er nærri líflaus.

Þegar við segjumst 'ætla að leggja höfuðið í bleyti' gefur myndmálið til kynna að við ætlum að koma seinna með einhver frjó og gefandi svör. Ef við svörum vinkonu okkar með orðunum: "Ja, nú er ég alveg þurrausinn", þá skilur hún okkur þannig að við eigum engin svör við spurningunni hennar.

Ýmis önnur orðasambönd skýra þetta einnig. Við segjum til dæmis að einhver sé 'þurr á manninn' eða 'þurr í viðmóti' þegar menn segja fátt og eru stuttir í spuna. Þá er ekki mikið upp úr þeim að hafa. Menn sem eru 'blautir' eru á hinn bóginn oft málgefnir þó ekki sé víst að mikil speki komi upp úr þeim. Þegar við segjumst hafa hlýtt á 'þurran fyrirlestur' þá meinum við að hann hafi verið andlaus og lítið gefandi. Orðasambandið 'að leggja sig í bleyti við eitthvað' notum við hins vegar þegar menn leggja sig alla fram við hlutina.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.5.2008

Spyrjandi

Ómar Birgisson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eiga menn við þegar þeir 'leggja höfuðið í bleyti'?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2008. Sótt 12. júní 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=30617.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2008, 28. maí). Hvað eiga menn við þegar þeir 'leggja höfuðið í bleyti'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30617

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eiga menn við þegar þeir 'leggja höfuðið í bleyti'?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2008. Vefsíða. 12. jún. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30617>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eiga menn við þegar þeir 'leggja höfuðið í bleyti'?
Við notum orðasambandið 'að leggja höfuðið í bleyti' til dæmis þegar við ætlum að hugsa eitthvað vel og lengi eða brjóta eitthvað vandamál til mergjar. Ef vinkona okkar spyrði til dæmis spurningarinnar: "Dettur þér eitthvað í hug til að koma Háskóla Íslands í hóp 100 bestu háskóla í heiminum?" Þá væri ekkert vitlaust að svara henni með því að segja: "Ja, nú þarf ég að leggja höfuðið í bleyti." Og með því meinum við að við ætlum að fá að hugsa málið og svara henni seinna þegar okkur dettur eitthvað skynsamlegt svar í hug.

En af hverju notum við einmitt þetta orðatiltæki þegar við ætlum að fá að hugsa málið en ekki eitthvað annað? Af hverju segjum við til dæmis ekki: "Nú þarf ég að þurrka á mér heilann?"


Höfuð lagt í bleyti.

Ástæðan fyrir orðanotkuninni felst í tvenndinni blautt/þurrt. Það sem er blautt og rakt er að öllu jöfnu miklu frjósamara og ræktarlegra en það sem er þurrt. Hugsum okkur til dæmis rjúkandi kjötsúpupott og síðan sama pott nærri tóman, eingöngu með þurrum súpuleifum í botninum. Næringin er öll í volgri súpunni en það er lítið að hafa úr þurrum dreggjunum. Eins er með lífið í fjöruborðinu - það er ríkt og frjósamt en þurr og skorpinn sandur er nærri líflaus.

Þegar við segjumst 'ætla að leggja höfuðið í bleyti' gefur myndmálið til kynna að við ætlum að koma seinna með einhver frjó og gefandi svör. Ef við svörum vinkonu okkar með orðunum: "Ja, nú er ég alveg þurrausinn", þá skilur hún okkur þannig að við eigum engin svör við spurningunni hennar.

Ýmis önnur orðasambönd skýra þetta einnig. Við segjum til dæmis að einhver sé 'þurr á manninn' eða 'þurr í viðmóti' þegar menn segja fátt og eru stuttir í spuna. Þá er ekki mikið upp úr þeim að hafa. Menn sem eru 'blautir' eru á hinn bóginn oft málgefnir þó ekki sé víst að mikil speki komi upp úr þeim. Þegar við segjumst hafa hlýtt á 'þurran fyrirlestur' þá meinum við að hann hafi verið andlaus og lítið gefandi. Orðasambandið 'að leggja sig í bleyti við eitthvað' notum við hins vegar þegar menn leggja sig alla fram við hlutina.

Mynd:...