Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér allt um ameríska bolabítinn (American Bulldog)?

Jón Már Halldórsson

Upphaf ameríska bolabítsins má rekja til Bretlandseyja en fyrr á öldum var hann mjög vinsæll þar og gegndi margvíslegum „störfum“ fyrir mannfólkið. Hann var mest notaður allra hundaafbrigða í landbúnaði, til dæmis sem varðhundur, hann var vanur að vera innan um búfénað og gætti hans gegn ýmsum rándýrum og þjófum. Vegna mikilla líkamsburða, voru bolabítarnir notaðir í svokölluðu hundaati. Eftir að hundaat var bannað á Englandi, féll þetta afbrigði bolabíta í vinsældum meðal bresks almennings og hann hvarf alveg úr enskum sveitum, sennilega á fyrri hluta 20. aldar. Við tók smærra hundakyn sem var ekki eins mikið að burðum, og nefnt er enski bolabíturinn.



Amerískur bolabítur

Það varð ameríska bolabítnum til bjargar að margir innflytjendur til Ameríku höfðu tekið slíkan hund með sér og hann var mikið notaður meðal bænda í Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Ameríski bolabíturinn er mjög sterkbyggður og stutthærður. Hæð hans er yfirleitt á milli 22-27 tommur (56-68 cm) og hann vegur frá 30 kg upp í 65 kg. Karlhundar eru venjulega stærri en tíkurnar. Þessir hundar hafa mikla þörf fyrir að vernda, enda ræktaðir upp sem varðhundar. Þó eiga þeir það til að líta á sig sem húsbændur á sínum heimilum ef sú hvöt er ekki strax alin af þeim á hvolpastigi. Hundaþjálfarar hafa bent á að nauðsynlegt sé að hafa margt fólk í kringum hvolp af þessu kyni fyrstu mánuðina, til að venja hann strax af feimni og ótta sem jafnvel getur fengið útrás í árásarhneigð.

Margir eigendur amerískra bolabíta vilja nefna að þótt þessir hundar séu góðir við börn, eigi þeir til að fljúgast á, stundum grimmúðlega, við aðra hunda og getur verið stórhættulegt að reyna að skilja tvo karlhunda að í áflogum. Einnig getur verið varasamt að hafa þá í kringum önnur dýr þar sem þeir voru upphaflega ræktaðir til að elta uppi dýr, eins og til dæmis hesta eða naut, og fella þau. Þetta eðli er ákaflega sterkt í þeim og getur blossað upp þegar farið er með hundinn í fjölskylduferð upp í sveitina. Amerískir bolabítar hafa mikla hreyfiþörf og þarf að sinna þeim mjög mikið. Þeir sem eru að velta fyrir sér að fá sér hund af þessu ræktunarkyni, þurfa að huga vel að þessum atriðum, enda eru þetta upphaflega vinnuhundar sem hafa styrk á við fullorðinn mann. Amerísku bolabítarnir eru á mörkunum að teljast gæludýr, því mikla vinnu þarf við að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu þeirra.

Einhverja hluta vegna virðast stór hundaafbrigði ná lægri aldri en smærri hundakynin og er ameríski bolabíturinn engin undantekning frá þeirri reglu. Flestir hundar verða 10-15 ára gamlir, oftast nær 10 árunum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.1.2003

Spyrjandi

Ásrún Ester, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um ameríska bolabítinn (American Bulldog)?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2003, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3067.

Jón Már Halldórsson. (2003, 27. janúar). Getið þið sagt mér allt um ameríska bolabítinn (American Bulldog)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3067

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um ameríska bolabítinn (American Bulldog)?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2003. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3067>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um ameríska bolabítinn (American Bulldog)?
Upphaf ameríska bolabítsins má rekja til Bretlandseyja en fyrr á öldum var hann mjög vinsæll þar og gegndi margvíslegum „störfum“ fyrir mannfólkið. Hann var mest notaður allra hundaafbrigða í landbúnaði, til dæmis sem varðhundur, hann var vanur að vera innan um búfénað og gætti hans gegn ýmsum rándýrum og þjófum. Vegna mikilla líkamsburða, voru bolabítarnir notaðir í svokölluðu hundaati. Eftir að hundaat var bannað á Englandi, féll þetta afbrigði bolabíta í vinsældum meðal bresks almennings og hann hvarf alveg úr enskum sveitum, sennilega á fyrri hluta 20. aldar. Við tók smærra hundakyn sem var ekki eins mikið að burðum, og nefnt er enski bolabíturinn.



Amerískur bolabítur

Það varð ameríska bolabítnum til bjargar að margir innflytjendur til Ameríku höfðu tekið slíkan hund með sér og hann var mikið notaður meðal bænda í Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Ameríski bolabíturinn er mjög sterkbyggður og stutthærður. Hæð hans er yfirleitt á milli 22-27 tommur (56-68 cm) og hann vegur frá 30 kg upp í 65 kg. Karlhundar eru venjulega stærri en tíkurnar. Þessir hundar hafa mikla þörf fyrir að vernda, enda ræktaðir upp sem varðhundar. Þó eiga þeir það til að líta á sig sem húsbændur á sínum heimilum ef sú hvöt er ekki strax alin af þeim á hvolpastigi. Hundaþjálfarar hafa bent á að nauðsynlegt sé að hafa margt fólk í kringum hvolp af þessu kyni fyrstu mánuðina, til að venja hann strax af feimni og ótta sem jafnvel getur fengið útrás í árásarhneigð.

Margir eigendur amerískra bolabíta vilja nefna að þótt þessir hundar séu góðir við börn, eigi þeir til að fljúgast á, stundum grimmúðlega, við aðra hunda og getur verið stórhættulegt að reyna að skilja tvo karlhunda að í áflogum. Einnig getur verið varasamt að hafa þá í kringum önnur dýr þar sem þeir voru upphaflega ræktaðir til að elta uppi dýr, eins og til dæmis hesta eða naut, og fella þau. Þetta eðli er ákaflega sterkt í þeim og getur blossað upp þegar farið er með hundinn í fjölskylduferð upp í sveitina. Amerískir bolabítar hafa mikla hreyfiþörf og þarf að sinna þeim mjög mikið. Þeir sem eru að velta fyrir sér að fá sér hund af þessu ræktunarkyni, þurfa að huga vel að þessum atriðum, enda eru þetta upphaflega vinnuhundar sem hafa styrk á við fullorðinn mann. Amerísku bolabítarnir eru á mörkunum að teljast gæludýr, því mikla vinnu þarf við að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu þeirra.

Einhverja hluta vegna virðast stór hundaafbrigði ná lægri aldri en smærri hundakynin og er ameríski bolabíturinn engin undantekning frá þeirri reglu. Flestir hundar verða 10-15 ára gamlir, oftast nær 10 árunum.

Heimildir og mynd:

...