- Millistig. Hér fer fruman að búa sig undir skiptinguna en í henni tvöfaldast litningarnir með því að mynda nákvæma eftirmynd af sér. Hver litningur er þannig samsettur úr tveimur samvöxnum litningaþráðum sem eru nákvæmlega eins, frá basa til basa.
- Forstig. Á því stigi koma fram fyrstu merki þess að fruman sé að fara að skipta sér. Deilikornin skipta sér, litningarnir gildna og styttast og þeir sjást mjög vel í ljóssmásjá.
- Næsta stig nefnist miðstig. Allir litningarnir raðast á miðja frumuna þvert á spóluþræðina.
- Aðskilnaðarstig. Á þessu stigi rofna tengslin á milli litningaþráðanna og spóluþræðina, það er að segja aðskilnaður verður á milli upprunalega litningsins og eftirmyndarinnar (nýja litningsins). Spóluþræðirnir draga litninganna í sundur.
- Lokastig. Á þessu stigi eyðist spólan og tvær nýjar kjarnahimnur myndast, utan um litningahópanna tvo sem munu tilheyra tveimur dótturfrumum (ef um mítósu-skiptingu er að ræða, við meiósu-skiptingu verða til fjórar kynfrumur). Litningarnir lengjast og grennast og taka á sig það form sem þeir verða á þegar frumurnar eru í „venjulega“.

Heimildir og mynd:
- Cell Structure á vef Seer's Training Web Site