Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndast svartaraf?

Sigurður Steinþórsson

Svartaraf (algengara samheiti: tálgukol (hk), kolið) er mjög hörð tegund af „koli“ sem hægt er að gljáslípa og nota í skartgripi. Það greinist þó frá eiginlegum kolum í því að venjuleg kol eru mynduð undir hita og þrýstingi en svartaraf kalt undir þrýstingi í vatni; mjúkt svartaraf í ferskvatni, hart í saltvatni. Svartaraf geymir því viðarstrúktúrinn að verulegu leyti, en þó getur verið erfitt að greina það frá gljákolum (anþrasíti).

Þrátt fyrir nafnið (svartaraf) er efnið alls óskylt rafi, sem er steingerð trjákvoða. Á Íslandi hafa fundist innfluttar perlur úr svartarafi, flestar frá síðmiðöldum, en til dæmis í Þýskalandi allt að 10.000 ára gamlar.

Skartgripur frá 19. öld úr svartarafi.

Svartaraf var löngum vinsælt í skartgripi, gjarnan sem skraut er konur báru með sorgarbúningum, meðal annars bar Viktoría Bretadrottning iðulega djásn úr svartarafi með sorgarklæðum sem hún jafnan klæddist eftir að hún missti mann sinn, Albert prins (1861). Í Bandaríkjunum voru langar, margfaldar perlufestar úr svartarafi vinsælar hjá yfirstéttar-stássmeyjum í taumleysi 3. áratugarins („the roaring twenties").

Ekki hefur svartaraf fundist í jörðu á Íslandi en á Bretlandseyjum, Spáni og í Frakklandi er það býsna algengt.

Á ensku nefnist svartaraf jet (afbökun úr frönsku), samanber jet-black = kolsvartur.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Jet (lignite) á Wikipedia. Höfundur myndar: Detlef Thomas. Birt undir Creative Commons leyfi. Sótt 15. 12. 2008.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

15.12.2008

Síðast uppfært

20.6.2018

Spyrjandi

Kristín Birgisdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast svartaraf?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2008, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30729.

Sigurður Steinþórsson. (2008, 15. desember). Hvernig myndast svartaraf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30729

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast svartaraf?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2008. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30729>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast svartaraf?
Svartaraf (algengara samheiti: tálgukol (hk), kolið) er mjög hörð tegund af „koli“ sem hægt er að gljáslípa og nota í skartgripi. Það greinist þó frá eiginlegum kolum í því að venjuleg kol eru mynduð undir hita og þrýstingi en svartaraf kalt undir þrýstingi í vatni; mjúkt svartaraf í ferskvatni, hart í saltvatni. Svartaraf geymir því viðarstrúktúrinn að verulegu leyti, en þó getur verið erfitt að greina það frá gljákolum (anþrasíti).

Þrátt fyrir nafnið (svartaraf) er efnið alls óskylt rafi, sem er steingerð trjákvoða. Á Íslandi hafa fundist innfluttar perlur úr svartarafi, flestar frá síðmiðöldum, en til dæmis í Þýskalandi allt að 10.000 ára gamlar.

Skartgripur frá 19. öld úr svartarafi.

Svartaraf var löngum vinsælt í skartgripi, gjarnan sem skraut er konur báru með sorgarbúningum, meðal annars bar Viktoría Bretadrottning iðulega djásn úr svartarafi með sorgarklæðum sem hún jafnan klæddist eftir að hún missti mann sinn, Albert prins (1861). Í Bandaríkjunum voru langar, margfaldar perlufestar úr svartarafi vinsælar hjá yfirstéttar-stássmeyjum í taumleysi 3. áratugarins („the roaring twenties").

Ekki hefur svartaraf fundist í jörðu á Íslandi en á Bretlandseyjum, Spáni og í Frakklandi er það býsna algengt.

Á ensku nefnist svartaraf jet (afbökun úr frönsku), samanber jet-black = kolsvartur.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Jet (lignite) á Wikipedia. Höfundur myndar: Detlef Thomas. Birt undir Creative Commons leyfi. Sótt 15. 12. 2008.

...