Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er upprunaleg merking orðtaksins „að falla eins og flís við rass” og af hverju er það dregið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðatiltækið eitthvað fellur eins og flís við rass er ekki mjög gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá fyrri hluta 19. aldar úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar. Merking þess er 'eitthvað passar nákvæmlega, eitthvað er alveg mátulegt'.

Jóni Friðjónssyni, sem rækilegast hefur skrifað um íslensk orðatiltæki, hefur ekki tekist að ráða í hvaða líking er að baki. Hann bendir á tvö afbrigði, sem einnig séu í ritmálssafni Orðabókarinnar, eitthvað fellur eins og flís við brot og eitthvað fellur eins og flís við lend (Mergur málsins 1993:151). Hugsunin er alls staðar hin sama, milli flísar og rass, brots eða lendar er ekkert rúm, flísin fellur nákvæmlega að því sem vísað er til.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.1.2003

Spyrjandi

Elín Bender, Berglind Heiða Árnadóttir

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er upprunaleg merking orðtaksins „að falla eins og flís við rass” og af hverju er það dregið?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2003, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3073.

Guðrún Kvaran. (2003, 27. janúar). Hver er upprunaleg merking orðtaksins „að falla eins og flís við rass” og af hverju er það dregið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3073

Guðrún Kvaran. „Hver er upprunaleg merking orðtaksins „að falla eins og flís við rass” og af hverju er það dregið?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2003. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3073>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er upprunaleg merking orðtaksins „að falla eins og flís við rass” og af hverju er það dregið?
Orðatiltækið eitthvað fellur eins og flís við rass er ekki mjög gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá fyrri hluta 19. aldar úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar. Merking þess er 'eitthvað passar nákvæmlega, eitthvað er alveg mátulegt'.

Jóni Friðjónssyni, sem rækilegast hefur skrifað um íslensk orðatiltæki, hefur ekki tekist að ráða í hvaða líking er að baki. Hann bendir á tvö afbrigði, sem einnig séu í ritmálssafni Orðabókarinnar, eitthvað fellur eins og flís við brot og eitthvað fellur eins og flís við lend (Mergur málsins 1993:151). Hugsunin er alls staðar hin sama, milli flísar og rass, brots eða lendar er ekkert rúm, flísin fellur nákvæmlega að því sem vísað er til.

...