Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var Lukku-Láki til? Er einhver ljósmynd til af honum?

Unnar Árnason

Ekki er að finna neinar vísbendingar í sköpunarsögu Lukku-Láka, sem til dæmis má lesa í Allt um Lukku-Láka, um að hann hafi verið til eða eigi sér ákveðna fyrirmynd. Hins vegar eiga fjölmargar aðrar persónur í Lukku-Lákabókunum sér beinar fyrirmyndir, annað hvort teknar beint úr sögu villta vestursins eða þekktar ímyndir úr samtímasögu Vesturlanda þegar bækurnar voru gerðar.

Lukku-Láki er skopstæling á kúrekahetjum teiknimynda og kvikmynda sinnar tíðar. Hann birtist fyrst í franska teiknimyndatímaritinu Spirou árið 1946, en í því blaði voru einnig birtar „raunsæjar“ bandarískar kúrekateiknimyndir. Í Spirou sáust fyrst margar teiknimyndapersónur sem við könnumst við hér á Íslandi, og má þar nefna Viggó viðutan og önnur skyld fyrirbæri.

Belgíska teiknaranum Morris (Maurice de Bévère) fannst tilvalið að búa til fyndna, evrópska útgáfu af kúrekahetjunni. Sjálfur var hann vel kunnugur sögu Bandaríkjanna enda áhugamaður um hana, auk þess sem hann bjó að þeirri reynslu að hafa búið þar í sex ár. Morris skapaði því Lukku-Láka, svalasta og sneggsta kúrekann, „skjótari en skugginn að skjóta“.

Lukku-Láki varð strax vinsæll og kom fyrst út í bókarformi árið 1949. Eftir að hafa kynnst fransk-argentínska rithöfundinum René Goscinny tók Morris upp samstarf við hann árið 1955. Saman sömdu þeir lungann af Lukku-Lákabókunum, Goscinny skrifaði sögurnar og Morris teiknaði, allt þar til Goscinny lést árið 1977. Goscinny er einnig frægur fyrir að hafa skrifað sögurnar um Ástrík sem Uderzo teiknaði. Morris hélt áfram að teikna Lukku-Láka með öðrum höfundum þar til hann lést árið 2001.

Þrátt fyrir að skopið sé í fyrirrúmi í Lukku-Lákabókunum og teikningarnar stílfærðar og einfaldar er sögusviðið yfirleitt raunsætt og persónur sóttar í bandaríska sögu. Raunverulegar hetjur og skúrkar villta vestursins leika þar gestahlutverk við hlið Lukku Láka, Daltón-bræður, Billi barnungi og Svala-Sjana svo einhverjir séu nefndir, auk „virðulegri“ persóna úr mannkynssögunni, eins og Abraham Lincoln og Sigmund Freud (sérstaklega nefndur fyrir áhangendur sálgreiningar - hann sést raunar ekki en er nefndur í lok bókarinnar Sálarháski Daltón-bræðra). Aðrar persónur (og dýr) má þekkja, sérstaklega úr heimi kvikmyndanna. Hesturinn Léttfeti og hundurinn Rattati eru, líkt og Lukku-Láki sjálfur, ýktar skopstælingar á skepnum hvíta tjaldsins, Trigger og Rin-Tin-Tin, þó hvor í sína áttina sé. Af leikurum sem birtast í Lukku-Láka má nefna David Niven og Gary Cooper (úr High Noon), og leikstjórinn Alfred Hitchcock er teiknaður sem barþjónn í einni bók.

Alls komu út 78 Lukku-Lákabækur og hafa þær verið þýddar á 30 tungumál. Á íslensku hafa komið út 33 bækur. Að lokum má geta þess að gerðar hafa verið leiknar kvikmyndir eftir Lukku-Lákabókunum. Tvær myndir, með Terence Hill í hlutverki Lukku-Láka (helmingnum úr tvíeykinu Bud Spencer og Terence Hill), voru gerðar á 10. áratug síðustu aldar. Líklega er best að segja sem minnst um þær myndir en látið duga að birta auglýsingaspjald hinnar fyrri. Áhugasömum er bent á Internet Movie Database (IMDb) til að ná sér í frekari upplýsingar um ofangreindar myndir sem og teiknimyndir gerðar um Lukku-Láka.


Heimildir og myndir:

Veftenglar uppfærðir 25.4.2018.

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

28.1.2003

Síðast uppfært

25.4.2018

Spyrjandi

Sigurður Vigfússon, f. 1992

Tilvísun

Unnar Árnason. „Var Lukku-Láki til? Er einhver ljósmynd til af honum?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2003, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3074.

Unnar Árnason. (2003, 28. janúar). Var Lukku-Láki til? Er einhver ljósmynd til af honum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3074

Unnar Árnason. „Var Lukku-Láki til? Er einhver ljósmynd til af honum?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2003. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3074>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var Lukku-Láki til? Er einhver ljósmynd til af honum?
Ekki er að finna neinar vísbendingar í sköpunarsögu Lukku-Láka, sem til dæmis má lesa í Allt um Lukku-Láka, um að hann hafi verið til eða eigi sér ákveðna fyrirmynd. Hins vegar eiga fjölmargar aðrar persónur í Lukku-Lákabókunum sér beinar fyrirmyndir, annað hvort teknar beint úr sögu villta vestursins eða þekktar ímyndir úr samtímasögu Vesturlanda þegar bækurnar voru gerðar.

Lukku-Láki er skopstæling á kúrekahetjum teiknimynda og kvikmynda sinnar tíðar. Hann birtist fyrst í franska teiknimyndatímaritinu Spirou árið 1946, en í því blaði voru einnig birtar „raunsæjar“ bandarískar kúrekateiknimyndir. Í Spirou sáust fyrst margar teiknimyndapersónur sem við könnumst við hér á Íslandi, og má þar nefna Viggó viðutan og önnur skyld fyrirbæri.

Belgíska teiknaranum Morris (Maurice de Bévère) fannst tilvalið að búa til fyndna, evrópska útgáfu af kúrekahetjunni. Sjálfur var hann vel kunnugur sögu Bandaríkjanna enda áhugamaður um hana, auk þess sem hann bjó að þeirri reynslu að hafa búið þar í sex ár. Morris skapaði því Lukku-Láka, svalasta og sneggsta kúrekann, „skjótari en skugginn að skjóta“.

Lukku-Láki varð strax vinsæll og kom fyrst út í bókarformi árið 1949. Eftir að hafa kynnst fransk-argentínska rithöfundinum René Goscinny tók Morris upp samstarf við hann árið 1955. Saman sömdu þeir lungann af Lukku-Lákabókunum, Goscinny skrifaði sögurnar og Morris teiknaði, allt þar til Goscinny lést árið 1977. Goscinny er einnig frægur fyrir að hafa skrifað sögurnar um Ástrík sem Uderzo teiknaði. Morris hélt áfram að teikna Lukku-Láka með öðrum höfundum þar til hann lést árið 2001.

Þrátt fyrir að skopið sé í fyrirrúmi í Lukku-Lákabókunum og teikningarnar stílfærðar og einfaldar er sögusviðið yfirleitt raunsætt og persónur sóttar í bandaríska sögu. Raunverulegar hetjur og skúrkar villta vestursins leika þar gestahlutverk við hlið Lukku Láka, Daltón-bræður, Billi barnungi og Svala-Sjana svo einhverjir séu nefndir, auk „virðulegri“ persóna úr mannkynssögunni, eins og Abraham Lincoln og Sigmund Freud (sérstaklega nefndur fyrir áhangendur sálgreiningar - hann sést raunar ekki en er nefndur í lok bókarinnar Sálarháski Daltón-bræðra). Aðrar persónur (og dýr) má þekkja, sérstaklega úr heimi kvikmyndanna. Hesturinn Léttfeti og hundurinn Rattati eru, líkt og Lukku-Láki sjálfur, ýktar skopstælingar á skepnum hvíta tjaldsins, Trigger og Rin-Tin-Tin, þó hvor í sína áttina sé. Af leikurum sem birtast í Lukku-Láka má nefna David Niven og Gary Cooper (úr High Noon), og leikstjórinn Alfred Hitchcock er teiknaður sem barþjónn í einni bók.

Alls komu út 78 Lukku-Lákabækur og hafa þær verið þýddar á 30 tungumál. Á íslensku hafa komið út 33 bækur. Að lokum má geta þess að gerðar hafa verið leiknar kvikmyndir eftir Lukku-Lákabókunum. Tvær myndir, með Terence Hill í hlutverki Lukku-Láka (helmingnum úr tvíeykinu Bud Spencer og Terence Hill), voru gerðar á 10. áratug síðustu aldar. Líklega er best að segja sem minnst um þær myndir en látið duga að birta auglýsingaspjald hinnar fyrri. Áhugasömum er bent á Internet Movie Database (IMDb) til að ná sér í frekari upplýsingar um ofangreindar myndir sem og teiknimyndir gerðar um Lukku-Láka.


Heimildir og myndir:

Veftenglar uppfærðir 25.4.2018....